Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Einar þekkir vel til Eurovision en Hatari flutti framlag Íslands í Eurovision sem fram fór í Tel Avív í Ísrael árið 2019.
Diljá og lagið Power var ekki eitt þeirra framlaga sem komst áfram í síðara undanúrslitakvöldi keppninnar í gærkvöldi. Einar og Daði Freyr Pétursson verða því fulltrúar Íslands á úrslitakvöldinu annað kvöld, en Daði Freyr mun troða upp ásamt vel völdum Eurovision-listamönnum á meðan á kosningu stendur.
Lag Hatara, Hatrið mun sigra, hafnaði í tíunda sæti í keppninni 2019, hlaut 232 stig.