Bretar tilkynnti síðastliðinn fimmtudag að þeir ætluðu að láta Úkraínumönnum í té langdrægar stýriflaugar til að nota gegn innrásarher Rússa. Selenskí hefur síðustu daga verið á einskonar hringferð um Evrópu þar sem hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga til að biðja um meiri hergögn og aðstoð í baráttunni við Rússa.
Á Twitter sagðist Selenskí myndu hitta „vin“ sinn Sunak og eiga við hann þýðingarmiklar viðræður. Hann sagði Breta hafa verið leiðandi í því að auka getu Úkraínumanna til að berjast á jörðu niðri og í loftinu og að framhald yrði á samvinnu ríkjanna í dag.
BBC segir fundinn þó líklega ekki verða lengri en tvo tíma.
Today London. The UK is a leader when it comes to expanding our capabilities on the ground and in the air. This cooperation will continue today. I will meet my friend Rishi. We will conduct substantive negotiations face-to-face and in delegations.
— (@ZelenskyyUa) May 15, 2023