Hugsanavillan við hvalveiðar Sigmar Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 08:00 Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Sjá meira
Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun