Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 22:05 Frank Aron Booker skilaði sínu og gott betur en það í kvöld. Vísir/Davíð Már Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. „Smá þreyttur en þetta var mjög skemmtilegt. Svo góð orka hérna inni, elska að koma hingað og spila. Stemningin hérna er frábær og það er bara næsti leikur,“ sagði Booker í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson eftir leik. Stólarnir byrjuðu leikinn nánast óaðfinnanlega og skoruðu 38 stig í fyrsta leikhluta. Hvernig leið Booker þá? „Það er alltaf nógur tími til að klóra sig aftur inn í leikinn. Vissum að þegar við kæmum hingað að þeir eru með svo mikla orku hérna inni, hitta úr flottum skotum og það þarf bara að koma sér aftur í gang. Við gerðum það í öðrum leikhluta. Fyrir okkur er það vörnin sem kemur okkur í gang.“ Hvernig nálguðust Valsarar leikinn? „Þetta er bara annar leikur, þetta er ekkert of stórt fyrir okkur. Vorum 0-2 á móti Þór Þorlákshöfn. Held við séum búnir að tapa fyrsta leik alla úrslitakeppnina. Fórum í þennan leik hugsandi um einn leikur í einu, eitt stopp í einu, ein sókn í einu og bara halda áfram.“ Booker skoraði 15 stig, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal fjórum boltum á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í kvöld. „Mér líður mjög vel. Hugsaði um að koma mér aftur í gott form síðasta sumar. Eina sem hélt aftur að mér (á síðustu leiktíð). Var að borða eitthvað ógeð, tók sumarið og reif mig í gang. Það er sagan.“ Um hlutverk sitt „Held ég eigi að koma inn með orku og jákvæðni. Þegar maður er með góða orku og jákvæður þá heldur maður liðinu uppi. Þegar við vorum að tapa stórt í fyrsta leikhluta er mikilvægt að taka einn hlut í einu.“ Að vera útileikmaður í Síkinu „Ég elska það. Ég elska lætin. Er búin að vera í Bandaríkjunum að spila þar sem eru mikil læti. Er bara spenntur fyrir stemningunni.“ Ólýsanlegt pic.twitter.com/rgN33zjDdD— Sigurður O (@SiggiOrr) May 15, 2023 Hvað þarf Valur að gera til að verja Íslandsmeistaratitilinn? „Spila góða vörn. Taka einn hlut í einu. Spila sóknina eins og við erum búnir að gera allt árið. Eina sem við getum gert,“ sagði Booker að lokum áður en hann staðfesti að Valsliðið væri að fara beint heim þar sem hann þyrfti jú að mæta í vinnuna í fyrramálið. Körfubolti Valur Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Smá þreyttur en þetta var mjög skemmtilegt. Svo góð orka hérna inni, elska að koma hingað og spila. Stemningin hérna er frábær og það er bara næsti leikur,“ sagði Booker í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson eftir leik. Stólarnir byrjuðu leikinn nánast óaðfinnanlega og skoruðu 38 stig í fyrsta leikhluta. Hvernig leið Booker þá? „Það er alltaf nógur tími til að klóra sig aftur inn í leikinn. Vissum að þegar við kæmum hingað að þeir eru með svo mikla orku hérna inni, hitta úr flottum skotum og það þarf bara að koma sér aftur í gang. Við gerðum það í öðrum leikhluta. Fyrir okkur er það vörnin sem kemur okkur í gang.“ Hvernig nálguðust Valsarar leikinn? „Þetta er bara annar leikur, þetta er ekkert of stórt fyrir okkur. Vorum 0-2 á móti Þór Þorlákshöfn. Held við séum búnir að tapa fyrsta leik alla úrslitakeppnina. Fórum í þennan leik hugsandi um einn leikur í einu, eitt stopp í einu, ein sókn í einu og bara halda áfram.“ Booker skoraði 15 stig, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal fjórum boltum á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í kvöld. „Mér líður mjög vel. Hugsaði um að koma mér aftur í gott form síðasta sumar. Eina sem hélt aftur að mér (á síðustu leiktíð). Var að borða eitthvað ógeð, tók sumarið og reif mig í gang. Það er sagan.“ Um hlutverk sitt „Held ég eigi að koma inn með orku og jákvæðni. Þegar maður er með góða orku og jákvæður þá heldur maður liðinu uppi. Þegar við vorum að tapa stórt í fyrsta leikhluta er mikilvægt að taka einn hlut í einu.“ Að vera útileikmaður í Síkinu „Ég elska það. Ég elska lætin. Er búin að vera í Bandaríkjunum að spila þar sem eru mikil læti. Er bara spenntur fyrir stemningunni.“ Ólýsanlegt pic.twitter.com/rgN33zjDdD— Sigurður O (@SiggiOrr) May 15, 2023 Hvað þarf Valur að gera til að verja Íslandsmeistaratitilinn? „Spila góða vörn. Taka einn hlut í einu. Spila sóknina eins og við erum búnir að gera allt árið. Eina sem við getum gert,“ sagði Booker að lokum áður en hann staðfesti að Valsliðið væri að fara beint heim þar sem hann þyrfti jú að mæta í vinnuna í fyrramálið.
Körfubolti Valur Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25