Ná saman um regluverk um rafmyntir Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 15:38 Lög og regla hefur verið af skornum skammti í rafmyntarbransanum. Evrópusambandið ætlar að gera bragarbót á. Vísir/EPA Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög. Rafmyntamarkaðurinn hefur að miklu leyti verið eins og villta vestrið þar sem og fjárfestar eru berskjaldaðir. Eftir fall FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphallar heims, í haust urðu raddir háværari um að reglum yrði komið yfir rafmyntir. Reglur sem Evrópuþingið samþykkti í apríl voru endanlega samþykktar á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Elizabeth Svantesson, fjármálaráðherra Svíþjóðar sem fer með forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, segir að nýlegir atburðir hafi knúið á um að reglur yrðu settar til þess að vernda rafmyntafjárfesta og koma í veg fyrir að rafmyntir verði notaðar til peningaþvottar og fjármögnunar hryðjuverka. Samkvæmt reglunum þurfa fyrirtæki sem gefa út rafmyntir, versla með þær eða geyma að fá til þess leyfi frá yfirvöldum. Fram að þessu hafa bresk stjórnvöld farið hægt í sakirnar. Þau ætla sér að byrja að setja reglur um svonefndar fastgengisrafmyntir (e. stablecoins) og síðar um aðrar myntir. Ekki liggur fyrir hvenær slíkar reglur verða settar þar. Bandaríkin eru enn skemur á veg komin. Þar eru alríkis- og ríkisyfirvöld enn að reyna að átta sig á hvernig þau geta haft eftirlit með rafmyntarviðskiptum, að sögn Hesters Peirce frá CFTC, alríkisstofnun sem hefur eftirlit með afleiðuviðskiptum í Bandaríkjunum. Rafmyntir Evrópusambandið Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Rafmyntamarkaðurinn hefur að miklu leyti verið eins og villta vestrið þar sem og fjárfestar eru berskjaldaðir. Eftir fall FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphallar heims, í haust urðu raddir háværari um að reglum yrði komið yfir rafmyntir. Reglur sem Evrópuþingið samþykkti í apríl voru endanlega samþykktar á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Elizabeth Svantesson, fjármálaráðherra Svíþjóðar sem fer með forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, segir að nýlegir atburðir hafi knúið á um að reglur yrðu settar til þess að vernda rafmyntafjárfesta og koma í veg fyrir að rafmyntir verði notaðar til peningaþvottar og fjármögnunar hryðjuverka. Samkvæmt reglunum þurfa fyrirtæki sem gefa út rafmyntir, versla með þær eða geyma að fá til þess leyfi frá yfirvöldum. Fram að þessu hafa bresk stjórnvöld farið hægt í sakirnar. Þau ætla sér að byrja að setja reglur um svonefndar fastgengisrafmyntir (e. stablecoins) og síðar um aðrar myntir. Ekki liggur fyrir hvenær slíkar reglur verða settar þar. Bandaríkin eru enn skemur á veg komin. Þar eru alríkis- og ríkisyfirvöld enn að reyna að átta sig á hvernig þau geta haft eftirlit með rafmyntarviðskiptum, að sögn Hesters Peirce frá CFTC, alríkisstofnun sem hefur eftirlit með afleiðuviðskiptum í Bandaríkjunum.
Rafmyntir Evrópusambandið Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira