Ríkisborgararétturinn veitir Pussy Riot mikil tækifæri Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. maí 2023 07:00 Masha fékk nýlega íslenskan ríkisborgararétt en hún er eftirlýst í Rússlandi fyrir aktívisma sinn gegn stjórn Pútíns. Getty Mariia Alekhina, liðsmaður tónlistar og gjörningahópsins Pussy Riot, segist afar þakklát að fá íslenskan ríkisborgararétt. Hún segir hann veita sér mun meiri tækifæri til þess að halda starfinu áfram. „Ég á erfitt með að útskýra hversu mikilvægt þetta er fyrir mig. Landið ykkar hjálpaði mér gríðarlega mikið og ég mun aldrei gleyma því,“ segir Mariia, eða Masha eins og hún er gjarnan kölluð. Þegar Vísir náði tali af Möshu voru hún og aðrir meðlimir pönksveitarinnar Pussy Riot á tónleikaferðalagi um Evrópu. Stödd í hljómsveitarrútunni á þjóðvegi í Þýskalandi. Eins og greint var frá fyrir tveimur vikum síðan fá liðsmennirnir Masha og Lucy Shtein ríkisborgararétt með nýsamþykktum lögum frá Alþingi. Pussy Riot hafa barist gegn stjórn Vladímír Pútín í meira en áratug og setið á bak við lás og slá í nokkur skipti. Eftir að stríðið í Úkraínu braust út ákváðu þær að flýja áður en þær yrðu sendar í enn eina fangavistina, nú á refsinýlendu. Baráttan gegn stjórn Pútíns væri aldrei mikilvægari en núna. Risastórt fangelsi „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ segir Masha aðspurð um hvernig það sé að sitja í rússnesku fangelsi. Í sex skipti hefur Masha verið sett í fangelsi. Í eitt skiptið mátti hún og félagi hennar dúsa í næstum því tvö ár.Getty Sjálf hefur hún skrifað um sína reynslu af fangelsisvist í Rússlandi Pútíns í bók sinni, Riot Days. Árið 2012 var hún ein af þremur liðsmönnum sem dæmdar voru til langrar fangelsisvistar fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu. Tvær máttu dúsa í nærri tvö ár í fangelsi fyrir „trúarhatur“ en síðan þá hefur Masha í fimm skipti til viðbótar afplánað styttri fangelsisrefsingar. Masha segir rússnesk stjórnvöld sérfræðinga í því hvernig eigi að halda fólki niðri með fangelsum. Þetta harðlínukerfi sitt séu þau að reyna að útfæra til Úkraínu. „Þeir eru að reyna að byggja upp rússnesk fangelsi utan Rússlands,“ segir hún. „Þetta er það sem þeir eru að gera. Þeir breyttu landinu okkar í risastórt fangelsi.“ Andlegur stuðningur frá Íslandi Masha og Lucy flúðu Rússland fyrir rúmu ári en flóttanum hefur verið lýst áður, meðal annars í dagblaðinu New York Times. Masha segir það hafa verið hugmynd Lucy að flýja. Lucy keypti handa Möshu sendlaföt sem dulbúning til að komast úr landinu yfir til Hvíta Rússlands. Að komast þaðan vestur til Litháen reyndist hins vegar enginn hægðarleikur og tókst ekki fyrr en í þriðju tilraun. Það var eftir að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafði útvegað sérstakt ferðaskjal frá ónefndu Evrópusambandsríki sem landamæraverðirnir hvítrússnesku tóku gilt og hleyptu Möshu í gegn. Masha segist hafa kynnst Ragnari haustið 2021. Þá var hún í útistöðum við lögregluna í Rússlandi og hann að setja upp sýningu í Moskvu. Hún segir að Ragnar og fólkið sem rekur listasafnið Kling og Bang hafi hjálpað sér mikið. „Mér var boðið af Kling og bang og Ragnari til að halda sýningu. Þau eru vinir mínir og hjálpuðu mér andlega. Þau trúðu því að allar götugjörningarnir og fleira sem við höfum sett upp í Rússlandi ætti að fá að sjást á Íslandi svo að við höfum haldið sýningu í vetur,“ segir hún. Eini fókusinn að stöðva stríðið Segist hún innilega þakklát öllum sem hafa sýnt Pussy Riot stuðning hér á Íslandi. Hún segist ekki hafa búist við því að fá ríkisborgararétt svona fljótt. En hún hafi reyndar ekki þekkt mikið til kerfisins hérna. Masha segir að eini fókusinn sé á að stöðva stríðið í Úkraínu.Getty „Þetta gefur mér mun meiri tækifæri til að halda starfinu áfram sem Pussy Riot. Að geta ferðast frjálslega um, safna fé fyrir Úkraínu og hafa hátt,“ segir hún. Vitaskuld ætli Masha og félagar hennar að halda starfinu áfram. Að taka þátt í að stöðva stríðið í Úkraínu hafi verið eini fókusinn undanfarið ár. Hún getur ekki snúið aftur til Rússlands. Þar er hún eftirlýst af lögreglunni. „Ég veit að það kann að hljóma úr tengslum við veruleikann en ég tel að við ættum að gera allt sem við getum til að tryggja frið í Úkraínu,“ segir Masha. En hún viðurkennir að stríðið veki upp flóknar tilfinningar hjá henni. „Það er erfitt fyrir marga að ímynda sér þetta. Að landið þitt hafi gert svona marga hræðilega hluti. Að landið þitt sé árásaraðili. Það er erfitt að lýsa þessu en það fylgja þessu flóknar tilfinningar.“ Andóf Pussy Riot Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Menning Tengdar fréttir Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
„Ég á erfitt með að útskýra hversu mikilvægt þetta er fyrir mig. Landið ykkar hjálpaði mér gríðarlega mikið og ég mun aldrei gleyma því,“ segir Mariia, eða Masha eins og hún er gjarnan kölluð. Þegar Vísir náði tali af Möshu voru hún og aðrir meðlimir pönksveitarinnar Pussy Riot á tónleikaferðalagi um Evrópu. Stödd í hljómsveitarrútunni á þjóðvegi í Þýskalandi. Eins og greint var frá fyrir tveimur vikum síðan fá liðsmennirnir Masha og Lucy Shtein ríkisborgararétt með nýsamþykktum lögum frá Alþingi. Pussy Riot hafa barist gegn stjórn Vladímír Pútín í meira en áratug og setið á bak við lás og slá í nokkur skipti. Eftir að stríðið í Úkraínu braust út ákváðu þær að flýja áður en þær yrðu sendar í enn eina fangavistina, nú á refsinýlendu. Baráttan gegn stjórn Pútíns væri aldrei mikilvægari en núna. Risastórt fangelsi „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ segir Masha aðspurð um hvernig það sé að sitja í rússnesku fangelsi. Í sex skipti hefur Masha verið sett í fangelsi. Í eitt skiptið mátti hún og félagi hennar dúsa í næstum því tvö ár.Getty Sjálf hefur hún skrifað um sína reynslu af fangelsisvist í Rússlandi Pútíns í bók sinni, Riot Days. Árið 2012 var hún ein af þremur liðsmönnum sem dæmdar voru til langrar fangelsisvistar fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu. Tvær máttu dúsa í nærri tvö ár í fangelsi fyrir „trúarhatur“ en síðan þá hefur Masha í fimm skipti til viðbótar afplánað styttri fangelsisrefsingar. Masha segir rússnesk stjórnvöld sérfræðinga í því hvernig eigi að halda fólki niðri með fangelsum. Þetta harðlínukerfi sitt séu þau að reyna að útfæra til Úkraínu. „Þeir eru að reyna að byggja upp rússnesk fangelsi utan Rússlands,“ segir hún. „Þetta er það sem þeir eru að gera. Þeir breyttu landinu okkar í risastórt fangelsi.“ Andlegur stuðningur frá Íslandi Masha og Lucy flúðu Rússland fyrir rúmu ári en flóttanum hefur verið lýst áður, meðal annars í dagblaðinu New York Times. Masha segir það hafa verið hugmynd Lucy að flýja. Lucy keypti handa Möshu sendlaföt sem dulbúning til að komast úr landinu yfir til Hvíta Rússlands. Að komast þaðan vestur til Litháen reyndist hins vegar enginn hægðarleikur og tókst ekki fyrr en í þriðju tilraun. Það var eftir að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafði útvegað sérstakt ferðaskjal frá ónefndu Evrópusambandsríki sem landamæraverðirnir hvítrússnesku tóku gilt og hleyptu Möshu í gegn. Masha segist hafa kynnst Ragnari haustið 2021. Þá var hún í útistöðum við lögregluna í Rússlandi og hann að setja upp sýningu í Moskvu. Hún segir að Ragnar og fólkið sem rekur listasafnið Kling og Bang hafi hjálpað sér mikið. „Mér var boðið af Kling og bang og Ragnari til að halda sýningu. Þau eru vinir mínir og hjálpuðu mér andlega. Þau trúðu því að allar götugjörningarnir og fleira sem við höfum sett upp í Rússlandi ætti að fá að sjást á Íslandi svo að við höfum haldið sýningu í vetur,“ segir hún. Eini fókusinn að stöðva stríðið Segist hún innilega þakklát öllum sem hafa sýnt Pussy Riot stuðning hér á Íslandi. Hún segist ekki hafa búist við því að fá ríkisborgararétt svona fljótt. En hún hafi reyndar ekki þekkt mikið til kerfisins hérna. Masha segir að eini fókusinn sé á að stöðva stríðið í Úkraínu.Getty „Þetta gefur mér mun meiri tækifæri til að halda starfinu áfram sem Pussy Riot. Að geta ferðast frjálslega um, safna fé fyrir Úkraínu og hafa hátt,“ segir hún. Vitaskuld ætli Masha og félagar hennar að halda starfinu áfram. Að taka þátt í að stöðva stríðið í Úkraínu hafi verið eini fókusinn undanfarið ár. Hún getur ekki snúið aftur til Rússlands. Þar er hún eftirlýst af lögreglunni. „Ég veit að það kann að hljóma úr tengslum við veruleikann en ég tel að við ættum að gera allt sem við getum til að tryggja frið í Úkraínu,“ segir Masha. En hún viðurkennir að stríðið veki upp flóknar tilfinningar hjá henni. „Það er erfitt fyrir marga að ímynda sér þetta. Að landið þitt hafi gert svona marga hræðilega hluti. Að landið þitt sé árásaraðili. Það er erfitt að lýsa þessu en það fylgja þessu flóknar tilfinningar.“
Andóf Pussy Riot Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Menning Tengdar fréttir Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36
Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07