Spírallinn heldur áfram Sigmar Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 09:01 Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar