Að skilja engan eftir? Unnur Helga Óttarsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 20. maí 2023 15:00 Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árni Múli Jónasson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Sjá meira
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun