Að skilja engan eftir? Unnur Helga Óttarsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 20. maí 2023 15:00 Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árni Múli Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, var stofnuð árið 2002. Menntamálaráðuneytið gerði þá þjónustusamning við Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands um rekstur símenntunarstöðvar fyrir fatlað fólk. Hlutverk Fjölmenntar er að sinna símenntun fatlaðs fólks, 20 ára og eldra sem þarfnast sérstaks stuðnings í námi. Langstærsti nemendahópurinn er fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með flóknar samsettar fatlanir. Fjölmennt fær fjárframlag frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, sem ákveðið er í fjárlögum hvers árs og fyrir það fé er starfsemin rekin. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er hafin af hálfu ríkisins, undir verkstjórn félags- og vinnumarkaðsráðherra, sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins. Meginmarkmið samnings SÞ er að tryggja fötluðu fólki raunhæf tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. til jafns við aðra og án aðgreiningar. Í samningnum er því lögð mikil áhersla á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki tækifæri til menntunar og í 24. gr. hans sem hefur yfirskriftina Menntun segir: Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra skulu aðildarríkin tryggja menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og við símenntun … . Aðildarríkin skulu tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að almennu námi á háskólastigi, starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Íslensk stjórnvöld hafa margoft lýst því yfir að þau leggi mikla áherslu á að framfylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er lofsvert. Meginmarkmið heimsmarkmiðanna er að skilja engan eftirog í fjórða heimsmarkmiðinu, sem hefur yfirskriftina Menntun fyrir alla, segir: Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir hefur engin tækifæri til náms eftir 20 ára aldur, aðra en þá sem boðin er hjá Fjölmennt. Í ljósi þess og skuldbindinga og yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að framfylgja samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og heimsmarkmiðum SÞ og tryggja fötluðu fólki rétt til menntunar án mismununar og á grundvelli jafnra tækifæra og aðskilja engan eftir og að tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi er mjög ámælisvert og óskiljanlegt hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið að fjárveitingum til Fjölmenntar og þeirra mikilvægu tækifæra menntunar sem þar eru fyrir mjög jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi. Staðreyndin er nefnilega sú að allt frá árinu 2010 hafa fjárframlög ríkisins til Fjölmenntar minnkað mikið að raunvirði ár frá ári með þeim fyrirsjánlegu og óhjákvæmilegu afleiðingum á starfsemina þar að tækifæri fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir til menntunar hafa minnkað ár frá ári. Þessa þróun eða öllu heldur öfugþróun má sjá skýrt og greinilega í ársskýrslu Fjölmenntar fyrir árið 2022. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi ömurlega staðreynd um fjárveitingar ríkisins til Fjölmenntar er í fullkomnu ósamræmi við skuldbindingar og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til menntunar. Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar