„Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. maí 2023 07:01 Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri 50 skills, segir ótrúlega margt hafa breyst í íslensku nýsköpunarumhverfi miðað við þegar hann byrjaði að starfa í því fyrir fimmtán árum síðan. Í dag þyki ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull, mun meira fjármagn er nú í nýsköpunarumhverfinu og ótrúlega mikil og verðmæt þekking hefur skapast í gegnum mörg nýsköpunarfyrirtæki sem farið hafa af stað, óháð því hvort þau hafi gengið upp á endanum eða ekki. Vísir/Vilhelm „Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á þeim fimmtán árum síðan ég byrjaði í þessu nýsköpunarumhverfi. Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull eins og þótti þá. Það þykir ekki lengur furðulegt að feta þessa leið, frekar en að velja að starfa hjá rótgrónu fyrirtæki,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills. Kristján er einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins 50skills sem stofnað var árið 2017. Um árabil starfaði Kristján sem framkvæmdastjóri Iceland Startups og síðar hjá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Kristján hefur því hrærst í heimi nýsköpunar á Íslandi um langa hríð og er einn þeirra sem hefur verið með erindi á Innovation Week, sem haldin er í Grósku dagana 22.-26.maí. Hvað er árangur? Kristján segir mjög gaman að fara yfir það hversu mikið hefur breyst síðastliðin 15 ár í nýsköpunarumhverfinu. Ekki aðeins viðhorfslega, heldur hversu margt hefur verið gert, hversu margt hefur orðið til á þessum tíma og svo framvegis. Erindi Kristjáns snerist einmitt um árangurssögur. „En þar þarf maður eiginlega að byrja á því að velta því fyrir sér: Hvað er árangur? Því árangurssögur geta birst í svo mörgum ólíkum myndum og snúast ekkert eingöngu um nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð að vaxa og dafna,“ segir Kristján og bætir við: Árangur mælist líka í því í hvaða þekkingu og krafti nýsköpunin hefur leitt úr læðingi. Þekktasta dæmið okkar er sagan um OZ frá aldamótum. Nýsköpunarfyrirtæki sem fór í útrás. Plönin gengu ekki upp eins og áætlað en engu að síður spruttu út frá fólki sem starfaði hjá OZ ótal margir aðrir sprotar, frumkvöðlafyrirtæki sem urðu til og fólk með þekkingu sem enn starfar víða í þessum geira. Þetta er ótrúlega dýrmætur árangur og mikilvægur.“ Annað sem Kristján nefnir er hversu mörg nýsköpunarfyrirtæki Ísland á í dag. „Eftir bankahrunið, voru til mun færri fyrirmyndir um fólk og fyrirtæki sem höfðu náð árangri á Íslandi. Í dag getum við nefnt fjölmörg dæmi um íslensk félög sem hafa náð góðum árangri. Bæði með því að skila góðri arðsemi, en einnig mun fleiri sem hefur tekist að sækja fjármagn og stækka utan Íslands. Þá er mikilvægt að hafa í huga að árangur er ekki bara að byggja upp fyrirtæki með góðan rekstur og hagnaðartölur. Það eru fjölmörg fyrirtæki sem hafa náð miklum árangri en eru ekki í rekstri í dag á borð við QuizUp og gamla OZ. Flest sem störfuðu þar eru komin aftur af stað í fjölmörgum öflugum sprotum í dag. Það eru í raun mun fleiri OZ-hringir sem hafa myndast á Íslandi, þeir eru í dag mjög margir og liggja víða.“ Sjálfur lifir Kristján og hrærist í umhverfi nýsköpunar. Fyrirtækið 50skills hefur þróað ráðningarhugbúnað sem unnið úr hundruðum þúsunda starfsumsókna og þúsundir stjórnenda nota til að búa til störf. Nýlega setti fyrirtækið nýja vöru á markaðinn sem hjálpar vinnuveitendum að straumlínulaga og besta verkferla sem tengjast eigin starfsfólki, m.a. til að efla upplifanir þeirra hvort heldur sem er áður en fólk byrjar í starfi, á meðan það er í starfinu, breytingar eru gerðar á starfinu, samningi um starfið, vaktir, fæðingarorlof, starfslok og svo framvegis. Fyrirtækið 50skills var stofnað árið 2017 og þar starfa fimmtán manns í dag. Hugbúnaðarlausn 50skills nær til allra helstu innri verkferla á vinnustöðum í dag og segir Kristján að í raun sé 50skills að gera fyrir vinnustaði það sama og Marel gerði fyrir fiskinn. iVísir/Vilhelm Mælikvarðar og mat breyst Kristján nefnir líka hversu margt hefur breyst í umhverfinu. Fyrir 15 árum, var fátt um valkosti fyrir frumkvöðla að leita til þegar kom að fjármagni. Einna helst Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins sem var að hluta til rekinn af ríkinu. Í dag er staðan allt önnur. Fleiri fjárfestar, vísissjóðir, styrkir, hraðlar, námskeið og fleira sem hægt er að horfa til. „Enda tel ég fjölbreytileikann skipta miklu máli. Að það sé aldrei verið að setja öll eggin í sömu körfuna. Að fjárfesta í ólíkum verkefnum skiptir máli og eins skiptir það máli að nýsköpunin sem unnið sé að sé fjölbreytt. Núna er til dæmis mikil áhersla lögð á umhverfisvæna nýsköpun, enda eðlilegt miðað við þá stöðu sem er uppi. En nýsköpunin þarf líka að snúast um alls konar nýjar lausnir á öllum sviðum, þannig að þar sé ekki heldur verið að setja öll eggin í sömu körfuna.“ Kristján segir líka mikilvægt að horfa til þess hversu mikil verðmæti nýsköpun feli í sér, það sé alltaf árangur út af fyrir sig, óháð því hversu stórt eða stöndugt fyrirtækið verði á endanum. „Eitt form af árangri er að búa til verðmæti, sem er selt fyrir meira en það kostar að búa það til. Í nýsköpun er þetta kannski enn dýrmætara því hún felur í sér að það er alltaf verið að búa til verðmæti með því að stækka kökuna, ekki að búa til verðmæti með því að taka hluta af kökusneiðunum sem fyrir eru.“ Þá segir Kristján líka áhugavert að rifja upp eldri árangurssögur hjá þeim sem hafa selt félög og bera saman við hvað er að gerast í dag. Ég nefni sem dæmi þegar fyrirtækið Clara var selt til Bandaríkjanna fyrir um milljarð fyrir tíu árum síðan. Þetta þóttu gífurlega stór kaup og engin smá upphæð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Sem það svo sannarlega var á þeim tíma fyrir okkar frumkvöðlaumhverfi. Í dag erum við samt að sjá margfalt hærri upphæðir. Ég nefni sem dæmi nýsköpunarfyrirtækið Sling sem selt var til Bandaríkjanna í fyrra fyrir tæplega níu milljarða.“ Kristján segir skriðþungann í íslenskri nýsköpun í raun hafa farið af stað í kjölfar bankahruns. „Það náðist mikill skriðþungi í kjölfar bankahrunsins og ég tengi þau ár við þá hugarfarsbreytingu sem hefur orðið varðandi nýsköpun. Enda gaman að rifja upp þann tíma því þetta er sá tími þar sem við vorum að byrja með Gulleggið og fleira. Í dag eru viðburðir í kringum nýsköpun margfalt fleiri, hraðlar, verðlaun, aðgangur að fjármagni og margt fleira sem hreinlega hefur gjörbreyst.“ Innovation Week er haldin í Grósku, sem Kristján minnir á að hafi einmitt bara verið hugmynd á blaði á sínum tíma. „Þá hét þetta hús Vísindagarðar og Gróska var bara hugmynd á blaði. En varð að veruleika og þess vegna sitjum við hér. Þetta er gott dæmi um hversu mikið hefur breyst, hversu mikil gróska er til staðar. Hér hafa hreinlega magnaðir hlutir gerst á seinni árum og ég tel Ísland hafa mjög gott tækifæri til þess að ná ákveðinni forystu á þessu sviði.“ Mannauðurinn kemur þar helst upp í huga Kristjáns. „Því mjög margt fólk sem hefur verið í þessu umhverfi hefur jafnvel farið til útlanda í nám og eða vinnu og komið heim aftur með verðmæta reynslu. Það er staðreynd að í hugviti og þekkingu erum við með fólk hér sem jafnast á við öflugt fólk sem starfar í þessum stærstu alþjóðlegu fyrirtækjum eins og Google og fleiri. Kristján brennur augljóslega fyrir umhverfinu, enda starfandi í því enn í dag. „50skills var stofnað árið 2017 og við erum fimmtán manns sem störfum hér í dag. Hugbúnaðarlausnin okkar er að gjörbreyta vinnustöðum. Á ensku er talað um “Employee Status changes” því þótt 50skills hafi í upphafi að mestu komið að verkferlum í ráðningaferlinu, nær lausnin okkar til allra helstu innri verkferla á vinnustöðunum í dag. Oftar en ekki þeim verkferlum sem vinnustaðir vilja sjálfvirknivæða. Það má í raun segja að það sem við séum að gera fyrir vinnustaði, er það sama og Marel hefur gert fyrir fiskinn.“ Nýsköpun Starfsframi Vinnumarkaður Tækni Mannauðsmál Tengdar fréttir Frumtak setur 360 milljónir króna í 50skills Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills, sem sérhæfir sig á sviði ráðninga og virkjunar nýrra starfsmanna, hefur tryggt sér 360 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki III, sjö milljarða króna vísisjóði í stýringu Frumtaks. Fjármagnið verður nýtt til áframhaldandi þróunar á lausnum fyrirtækisins og til að byggja upp sölu- og markaðsstarf á Norðurlöndunum og í Bretlandi. 13. maí 2022 07:01 Forgangsröðunin verið sú að ríkið þjónustar almenning nú margfalt betur „Lykilþættirnir hingað til hafa verið að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem síðustu rúm þrjú árin hefur leitt þá vegferð ríkisins að gera sem flesta þjónustu rafræna. 24. maí 2023 07:00 Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns „Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. 15. maí 2023 07:01 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Kristján er einn stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins 50skills sem stofnað var árið 2017. Um árabil starfaði Kristján sem framkvæmdastjóri Iceland Startups og síðar hjá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Kristján hefur því hrærst í heimi nýsköpunar á Íslandi um langa hríð og er einn þeirra sem hefur verið með erindi á Innovation Week, sem haldin er í Grósku dagana 22.-26.maí. Hvað er árangur? Kristján segir mjög gaman að fara yfir það hversu mikið hefur breyst síðastliðin 15 ár í nýsköpunarumhverfinu. Ekki aðeins viðhorfslega, heldur hversu margt hefur verið gert, hversu margt hefur orðið til á þessum tíma og svo framvegis. Erindi Kristjáns snerist einmitt um árangurssögur. „En þar þarf maður eiginlega að byrja á því að velta því fyrir sér: Hvað er árangur? Því árangurssögur geta birst í svo mörgum ólíkum myndum og snúast ekkert eingöngu um nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð að vaxa og dafna,“ segir Kristján og bætir við: Árangur mælist líka í því í hvaða þekkingu og krafti nýsköpunin hefur leitt úr læðingi. Þekktasta dæmið okkar er sagan um OZ frá aldamótum. Nýsköpunarfyrirtæki sem fór í útrás. Plönin gengu ekki upp eins og áætlað en engu að síður spruttu út frá fólki sem starfaði hjá OZ ótal margir aðrir sprotar, frumkvöðlafyrirtæki sem urðu til og fólk með þekkingu sem enn starfar víða í þessum geira. Þetta er ótrúlega dýrmætur árangur og mikilvægur.“ Annað sem Kristján nefnir er hversu mörg nýsköpunarfyrirtæki Ísland á í dag. „Eftir bankahrunið, voru til mun færri fyrirmyndir um fólk og fyrirtæki sem höfðu náð árangri á Íslandi. Í dag getum við nefnt fjölmörg dæmi um íslensk félög sem hafa náð góðum árangri. Bæði með því að skila góðri arðsemi, en einnig mun fleiri sem hefur tekist að sækja fjármagn og stækka utan Íslands. Þá er mikilvægt að hafa í huga að árangur er ekki bara að byggja upp fyrirtæki með góðan rekstur og hagnaðartölur. Það eru fjölmörg fyrirtæki sem hafa náð miklum árangri en eru ekki í rekstri í dag á borð við QuizUp og gamla OZ. Flest sem störfuðu þar eru komin aftur af stað í fjölmörgum öflugum sprotum í dag. Það eru í raun mun fleiri OZ-hringir sem hafa myndast á Íslandi, þeir eru í dag mjög margir og liggja víða.“ Sjálfur lifir Kristján og hrærist í umhverfi nýsköpunar. Fyrirtækið 50skills hefur þróað ráðningarhugbúnað sem unnið úr hundruðum þúsunda starfsumsókna og þúsundir stjórnenda nota til að búa til störf. Nýlega setti fyrirtækið nýja vöru á markaðinn sem hjálpar vinnuveitendum að straumlínulaga og besta verkferla sem tengjast eigin starfsfólki, m.a. til að efla upplifanir þeirra hvort heldur sem er áður en fólk byrjar í starfi, á meðan það er í starfinu, breytingar eru gerðar á starfinu, samningi um starfið, vaktir, fæðingarorlof, starfslok og svo framvegis. Fyrirtækið 50skills var stofnað árið 2017 og þar starfa fimmtán manns í dag. Hugbúnaðarlausn 50skills nær til allra helstu innri verkferla á vinnustöðum í dag og segir Kristján að í raun sé 50skills að gera fyrir vinnustaði það sama og Marel gerði fyrir fiskinn. iVísir/Vilhelm Mælikvarðar og mat breyst Kristján nefnir líka hversu margt hefur breyst í umhverfinu. Fyrir 15 árum, var fátt um valkosti fyrir frumkvöðla að leita til þegar kom að fjármagni. Einna helst Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins sem var að hluta til rekinn af ríkinu. Í dag er staðan allt önnur. Fleiri fjárfestar, vísissjóðir, styrkir, hraðlar, námskeið og fleira sem hægt er að horfa til. „Enda tel ég fjölbreytileikann skipta miklu máli. Að það sé aldrei verið að setja öll eggin í sömu körfuna. Að fjárfesta í ólíkum verkefnum skiptir máli og eins skiptir það máli að nýsköpunin sem unnið sé að sé fjölbreytt. Núna er til dæmis mikil áhersla lögð á umhverfisvæna nýsköpun, enda eðlilegt miðað við þá stöðu sem er uppi. En nýsköpunin þarf líka að snúast um alls konar nýjar lausnir á öllum sviðum, þannig að þar sé ekki heldur verið að setja öll eggin í sömu körfuna.“ Kristján segir líka mikilvægt að horfa til þess hversu mikil verðmæti nýsköpun feli í sér, það sé alltaf árangur út af fyrir sig, óháð því hversu stórt eða stöndugt fyrirtækið verði á endanum. „Eitt form af árangri er að búa til verðmæti, sem er selt fyrir meira en það kostar að búa það til. Í nýsköpun er þetta kannski enn dýrmætara því hún felur í sér að það er alltaf verið að búa til verðmæti með því að stækka kökuna, ekki að búa til verðmæti með því að taka hluta af kökusneiðunum sem fyrir eru.“ Þá segir Kristján líka áhugavert að rifja upp eldri árangurssögur hjá þeim sem hafa selt félög og bera saman við hvað er að gerast í dag. Ég nefni sem dæmi þegar fyrirtækið Clara var selt til Bandaríkjanna fyrir um milljarð fyrir tíu árum síðan. Þetta þóttu gífurlega stór kaup og engin smá upphæð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Sem það svo sannarlega var á þeim tíma fyrir okkar frumkvöðlaumhverfi. Í dag erum við samt að sjá margfalt hærri upphæðir. Ég nefni sem dæmi nýsköpunarfyrirtækið Sling sem selt var til Bandaríkjanna í fyrra fyrir tæplega níu milljarða.“ Kristján segir skriðþungann í íslenskri nýsköpun í raun hafa farið af stað í kjölfar bankahruns. „Það náðist mikill skriðþungi í kjölfar bankahrunsins og ég tengi þau ár við þá hugarfarsbreytingu sem hefur orðið varðandi nýsköpun. Enda gaman að rifja upp þann tíma því þetta er sá tími þar sem við vorum að byrja með Gulleggið og fleira. Í dag eru viðburðir í kringum nýsköpun margfalt fleiri, hraðlar, verðlaun, aðgangur að fjármagni og margt fleira sem hreinlega hefur gjörbreyst.“ Innovation Week er haldin í Grósku, sem Kristján minnir á að hafi einmitt bara verið hugmynd á blaði á sínum tíma. „Þá hét þetta hús Vísindagarðar og Gróska var bara hugmynd á blaði. En varð að veruleika og þess vegna sitjum við hér. Þetta er gott dæmi um hversu mikið hefur breyst, hversu mikil gróska er til staðar. Hér hafa hreinlega magnaðir hlutir gerst á seinni árum og ég tel Ísland hafa mjög gott tækifæri til þess að ná ákveðinni forystu á þessu sviði.“ Mannauðurinn kemur þar helst upp í huga Kristjáns. „Því mjög margt fólk sem hefur verið í þessu umhverfi hefur jafnvel farið til útlanda í nám og eða vinnu og komið heim aftur með verðmæta reynslu. Það er staðreynd að í hugviti og þekkingu erum við með fólk hér sem jafnast á við öflugt fólk sem starfar í þessum stærstu alþjóðlegu fyrirtækjum eins og Google og fleiri. Kristján brennur augljóslega fyrir umhverfinu, enda starfandi í því enn í dag. „50skills var stofnað árið 2017 og við erum fimmtán manns sem störfum hér í dag. Hugbúnaðarlausnin okkar er að gjörbreyta vinnustöðum. Á ensku er talað um “Employee Status changes” því þótt 50skills hafi í upphafi að mestu komið að verkferlum í ráðningaferlinu, nær lausnin okkar til allra helstu innri verkferla á vinnustöðunum í dag. Oftar en ekki þeim verkferlum sem vinnustaðir vilja sjálfvirknivæða. Það má í raun segja að það sem við séum að gera fyrir vinnustaði, er það sama og Marel hefur gert fyrir fiskinn.“
Nýsköpun Starfsframi Vinnumarkaður Tækni Mannauðsmál Tengdar fréttir Frumtak setur 360 milljónir króna í 50skills Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills, sem sérhæfir sig á sviði ráðninga og virkjunar nýrra starfsmanna, hefur tryggt sér 360 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki III, sjö milljarða króna vísisjóði í stýringu Frumtaks. Fjármagnið verður nýtt til áframhaldandi þróunar á lausnum fyrirtækisins og til að byggja upp sölu- og markaðsstarf á Norðurlöndunum og í Bretlandi. 13. maí 2022 07:01 Forgangsröðunin verið sú að ríkið þjónustar almenning nú margfalt betur „Lykilþættirnir hingað til hafa verið að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem síðustu rúm þrjú árin hefur leitt þá vegferð ríkisins að gera sem flesta þjónustu rafræna. 24. maí 2023 07:00 Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns „Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. 15. maí 2023 07:01 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Frumtak setur 360 milljónir króna í 50skills Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills, sem sérhæfir sig á sviði ráðninga og virkjunar nýrra starfsmanna, hefur tryggt sér 360 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki III, sjö milljarða króna vísisjóði í stýringu Frumtaks. Fjármagnið verður nýtt til áframhaldandi þróunar á lausnum fyrirtækisins og til að byggja upp sölu- og markaðsstarf á Norðurlöndunum og í Bretlandi. 13. maí 2022 07:01
Forgangsröðunin verið sú að ríkið þjónustar almenning nú margfalt betur „Lykilþættirnir hingað til hafa verið að þjónusta almenning margfalt betur en áður og einfalda líf fólks,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem síðustu rúm þrjú árin hefur leitt þá vegferð ríkisins að gera sem flesta þjónustu rafræna. 24. maí 2023 07:00
Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns „Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. 15. maí 2023 07:01
Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00
Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01