Plastið verði eitraðra við endurvinnslu og eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. maí 2023 10:55 Stór hluti plastúrgangs Vesturlanda endar í fátækari ríkjum heims. Getty/NurPhoto/Sudipta Das Endurvinnsla plasts getur gert plastið enn „eitraðra“ en áður og er ekki umhverfisvæn lausn. Þetta segja náttúrunverndarsamtökin Greenpeace. Í nýrri skýrslu þar sem teknar eru saman niðurstöður vísindarannsókna á endurvinnslu plasts, segir að past eigi ekki heima í hringrásarhagkerfinu. Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Útgáfa skýrslunnar kemur á sama tíma og viðræður eru að hefjast um alþjóðlegan sáttamála um plast en þær munu fara fram í París í næstu viku. Um er að ræða þátt í aðgerðum 173 ríkja sem skuldbundu sig í fyrra til þess að þróa lagalega bindandi samkomulag um plast, allt frá framleiðslu til úrvinnslu. Viðræður um samkomulagið eiga að taka tvö ár. Aðeins um 9 prósent alls plasts í heiminum er endurunnið og enn minna, 5 til 6 prósent, í Bandaríkjunum. Gramham Forbes, sem leiðir alþjóðlega plastherferð Greenpeace í Bandaríkjunum, segir endurvinnslu enn einu lausnina sem fyrirtækin sem græða á plastframleiðslu hafa getað boðið upp á. „Eituráhrif plasts aukast hins vegar með endurvinnslu. Plast á ekki heima í hringrásarhagkerfinu og það er ljóst að eina lausnin við plastmengun er að draga verulega úr plastframleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að um 8 milljarðar tonna af plasti hafi verið framleidd frá 1950. Í skýrslu Greenpeace segir að rannsóknir sýni að endurunnið plast innihaldi oft meira magn eiturefna og ýmissa óumhverfisvænna efna á borð við díoxín en upphaflega plastið. Þá er einnig um að ræða efni sem geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi, það er að segja hormónabúskap, líkamans. Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla muni aukast um þriðjung fyrir árið 2060. Greenpeace segja fyrirhugaðan plastsáttmála verða að kveða á um framleiðslutakmarkanir, endurnýtningu og þróun tækni til að farga plasti, án þess að brenna það eða grafa niður. Skýrsla Greenpeace kemur á hæla vísindarannsóknar sem framkvæmd var á Bretlandseyjum, þar sem niðurstöður sýndu að á milli 6 til 13 prósent plasts endaði mögulega sem plastagnir í vatni eða lofti við endurvinnslu. Plastagnir, agnir sem eru undir fimm millimetrar að stærð, eru nú út um allt og hafa fundist bæði á Suðurskautinu og í mannslíkamanum.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira