Fleiri sýningar í gamla vaxta sirkusnum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2023 14:30 Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun