Fjársjóður í ferðaþjónustu Valdís A. Steingrímsdóttir og Margrét Wendt skrifa 25. maí 2023 11:01 Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki og hagaðilar deildu reynslusögum og góðum ráðum. Alls voru um 300 manns sem sóttu fundina. Á fundunum voru niðurstöður úr nýlegri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar kynntar og þar kom m.a. fram að um 90% aðildarfyrirtækja telja sig hafa svigrúm til að auka gæði. Áfangastaða- og markaðsstofur starfa í öllum landshlutum og hafa það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta. Á fundunum kynntu fulltrúar þeirra þann stuðning og þjónustu sem stendur fyrirtækjum til boða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað ýmis verkfæri sem geta nýst stjórnendum og starfsfólki í ferðaþjónustu til að efla fagmennsku. Á fundunum fengu gestir t.d. kynningu á fræðsluefni fyrir nýtt starfsfólk í ferðaþjónustu og leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Jafnframt var greint frá nýju starfsnámi í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi sem var þróað í samvinnu atvinnulífs og menntakerfa. Á fundunum deildu fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu reynslu sinni af fræðslu og þjálfun starfsfólks. Fyrirtækin nýta ólíkar fræðsluaðferðir. Sum höfðu til að mynda góða reynslu af því að þjálfa nýliða með aðstoð reyndari starfsfólks, önnur höfðu fengið fræðsluaðila til að halda námskeið fyrir starfsfólkið sitt og nokkur höfðu valið að setja upp online skóla. Hjá þessum fyrirtækjum er lögð áhersla á fagmennsku og góða þjónustu og fram kom að fræðsla og þjálfun starfsfólks er lykill að því, að veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf, vera ávallt með skýr skilaboð til hvers sé ætlast af starfsfólki og tryggja starfsfólki umboð til athafna. Einnig er mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til starfsþróunar. Starfsfólk sem veit til hvers er ætlast af þeim og hefur fengið viðeigandi þjálfun er öruggara í starfi og getur þar af leiðandi veitt betri þjónustu, sem skilar sér í aukinni ánægju bæði starfsfólks og gesta. Ljóst er að lausnamiðað og ánægt starfsfólk er fjársjóður sem skilar fyrirtækjum alltaf peningum í kassann. Rannsóknir sýna að fræðsla og þjálfun draga úr starfsmannaveltu og skapa fyrirtækjum orðspor sem eftirsóknarverður vinnustaður. Munum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi - þá mun okkur farnast vel í gestgjafahlutverki okkar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki og hagaðilar deildu reynslusögum og góðum ráðum. Alls voru um 300 manns sem sóttu fundina. Á fundunum voru niðurstöður úr nýlegri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar kynntar og þar kom m.a. fram að um 90% aðildarfyrirtækja telja sig hafa svigrúm til að auka gæði. Áfangastaða- og markaðsstofur starfa í öllum landshlutum og hafa það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta. Á fundunum kynntu fulltrúar þeirra þann stuðning og þjónustu sem stendur fyrirtækjum til boða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað ýmis verkfæri sem geta nýst stjórnendum og starfsfólki í ferðaþjónustu til að efla fagmennsku. Á fundunum fengu gestir t.d. kynningu á fræðsluefni fyrir nýtt starfsfólk í ferðaþjónustu og leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Jafnframt var greint frá nýju starfsnámi í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi sem var þróað í samvinnu atvinnulífs og menntakerfa. Á fundunum deildu fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu reynslu sinni af fræðslu og þjálfun starfsfólks. Fyrirtækin nýta ólíkar fræðsluaðferðir. Sum höfðu til að mynda góða reynslu af því að þjálfa nýliða með aðstoð reyndari starfsfólks, önnur höfðu fengið fræðsluaðila til að halda námskeið fyrir starfsfólkið sitt og nokkur höfðu valið að setja upp online skóla. Hjá þessum fyrirtækjum er lögð áhersla á fagmennsku og góða þjónustu og fram kom að fræðsla og þjálfun starfsfólks er lykill að því, að veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf, vera ávallt með skýr skilaboð til hvers sé ætlast af starfsfólki og tryggja starfsfólki umboð til athafna. Einnig er mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til starfsþróunar. Starfsfólk sem veit til hvers er ætlast af þeim og hefur fengið viðeigandi þjálfun er öruggara í starfi og getur þar af leiðandi veitt betri þjónustu, sem skilar sér í aukinni ánægju bæði starfsfólks og gesta. Ljóst er að lausnamiðað og ánægt starfsfólk er fjársjóður sem skilar fyrirtækjum alltaf peningum í kassann. Rannsóknir sýna að fræðsla og þjálfun draga úr starfsmannaveltu og skapa fyrirtækjum orðspor sem eftirsóknarverður vinnustaður. Munum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi - þá mun okkur farnast vel í gestgjafahlutverki okkar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun