Fjársjóður í ferðaþjónustu Valdís A. Steingrímsdóttir og Margrét Wendt skrifa 25. maí 2023 11:01 Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki og hagaðilar deildu reynslusögum og góðum ráðum. Alls voru um 300 manns sem sóttu fundina. Á fundunum voru niðurstöður úr nýlegri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar kynntar og þar kom m.a. fram að um 90% aðildarfyrirtækja telja sig hafa svigrúm til að auka gæði. Áfangastaða- og markaðsstofur starfa í öllum landshlutum og hafa það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta. Á fundunum kynntu fulltrúar þeirra þann stuðning og þjónustu sem stendur fyrirtækjum til boða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað ýmis verkfæri sem geta nýst stjórnendum og starfsfólki í ferðaþjónustu til að efla fagmennsku. Á fundunum fengu gestir t.d. kynningu á fræðsluefni fyrir nýtt starfsfólk í ferðaþjónustu og leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Jafnframt var greint frá nýju starfsnámi í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi sem var þróað í samvinnu atvinnulífs og menntakerfa. Á fundunum deildu fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu reynslu sinni af fræðslu og þjálfun starfsfólks. Fyrirtækin nýta ólíkar fræðsluaðferðir. Sum höfðu til að mynda góða reynslu af því að þjálfa nýliða með aðstoð reyndari starfsfólks, önnur höfðu fengið fræðsluaðila til að halda námskeið fyrir starfsfólkið sitt og nokkur höfðu valið að setja upp online skóla. Hjá þessum fyrirtækjum er lögð áhersla á fagmennsku og góða þjónustu og fram kom að fræðsla og þjálfun starfsfólks er lykill að því, að veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf, vera ávallt með skýr skilaboð til hvers sé ætlast af starfsfólki og tryggja starfsfólki umboð til athafna. Einnig er mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til starfsþróunar. Starfsfólk sem veit til hvers er ætlast af þeim og hefur fengið viðeigandi þjálfun er öruggara í starfi og getur þar af leiðandi veitt betri þjónustu, sem skilar sér í aukinni ánægju bæði starfsfólks og gesta. Ljóst er að lausnamiðað og ánægt starfsfólk er fjársjóður sem skilar fyrirtækjum alltaf peningum í kassann. Rannsóknir sýna að fræðsla og þjálfun draga úr starfsmannaveltu og skapa fyrirtækjum orðspor sem eftirsóknarverður vinnustaður. Munum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi - þá mun okkur farnast vel í gestgjafahlutverki okkar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um land allt starfa metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki sem eru ávallt að leita nýrra leiða til að veita gestum sínum framúrskarandi þjónustu. Til þess að efla samtalið um fagmennsku og gæði tóku Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og áfangastaða- og markaðsstofur höndum saman og héldu sjö fundi um landið í mars og apríl 2023. Á fundunum var sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtæki og hagaðilar deildu reynslusögum og góðum ráðum. Alls voru um 300 manns sem sóttu fundina. Á fundunum voru niðurstöður úr nýlegri könnun Samtaka ferðaþjónustunnar kynntar og þar kom m.a. fram að um 90% aðildarfyrirtækja telja sig hafa svigrúm til að auka gæði. Áfangastaða- og markaðsstofur starfa í öllum landshlutum og hafa það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta. Á fundunum kynntu fulltrúar þeirra þann stuðning og þjónustu sem stendur fyrirtækjum til boða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað ýmis verkfæri sem geta nýst stjórnendum og starfsfólki í ferðaþjónustu til að efla fagmennsku. Á fundunum fengu gestir t.d. kynningu á fræðsluefni fyrir nýtt starfsfólk í ferðaþjónustu og leiðbeiningar sem auðvelda ráðningar erlends starfsfólks. Jafnframt var greint frá nýju starfsnámi í ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi sem var þróað í samvinnu atvinnulífs og menntakerfa. Á fundunum deildu fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu reynslu sinni af fræðslu og þjálfun starfsfólks. Fyrirtækin nýta ólíkar fræðsluaðferðir. Sum höfðu til að mynda góða reynslu af því að þjálfa nýliða með aðstoð reyndari starfsfólks, önnur höfðu fengið fræðsluaðila til að halda námskeið fyrir starfsfólkið sitt og nokkur höfðu valið að setja upp online skóla. Hjá þessum fyrirtækjum er lögð áhersla á fagmennsku og góða þjónustu og fram kom að fræðsla og þjálfun starfsfólks er lykill að því, að veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf, vera ávallt með skýr skilaboð til hvers sé ætlast af starfsfólki og tryggja starfsfólki umboð til athafna. Einnig er mikilvægt að starfsfólk hafi möguleika til starfsþróunar. Starfsfólk sem veit til hvers er ætlast af þeim og hefur fengið viðeigandi þjálfun er öruggara í starfi og getur þar af leiðandi veitt betri þjónustu, sem skilar sér í aukinni ánægju bæði starfsfólks og gesta. Ljóst er að lausnamiðað og ánægt starfsfólk er fjársjóður sem skilar fyrirtækjum alltaf peningum í kassann. Rannsóknir sýna að fræðsla og þjálfun draga úr starfsmannaveltu og skapa fyrirtækjum orðspor sem eftirsóknarverður vinnustaður. Munum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi - þá mun okkur farnast vel í gestgjafahlutverki okkar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun