Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Bjarki Sigurðsson skrifar 25. maí 2023 23:39 Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar
Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira