Hefur búið í bílnum sínum nánast allt skiptinámið Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2023 21:00 Bob þarf ekki margt til að líða vel í bílnum. Vísir/Einar Hollenskur skiptinemi ákvað að gera sér heimili í bílnum sínum. Þannig getur hann ferðast um Ísland, fengið innblástur og sleppt því að leigja íbúð til að spara sér pening. Hinn 21 árs gamli Bob De Bell kom hingað til Íslands í janúar sem skiptinemi við Listaháskóla Íslands. Stundar hann þar nám í myndlist. Þegar Bob kom til landsins fannst honum hann þurfa að velja á milli tveggja nauðsynja. Að leigja íbúð eða að geta ferðast um landið. Hann ákvað að ferðafrelsið væri mikilvægara og hefur gert það besta í stöðunni. „Ég gerði mér hús inni í bílnum. Innréttingin er sérstaklega gerð til að passa fullkomlega inn í bílinn og nýtir plássið eins mikið og hægt er,“ segir Bob. Bob og bíllinn sem hann hefur búið í síðustu mánuði.Vísir/Einar Í bílnum má meðal annars finna vask, ruslatunnu, rúm og nóg af geymsluplássi. Bob segir það vera mikilvægt að vera nýtinn á plássið og sér hann til þess að allt sé ávallt á réttum stað. Bob er frá Amsterdam í Hollandi og kemur til Íslands sem skiptinemi frá listaháskóla þar. Hluti af ástæðunni fyrir því að hann ákvað að koma hingað til lands var að hann vildi geta skoðað náttúruna og nýtt hana í verk sín. „Fyrir verkefnin mín vildi ég fara út og vera á stöðunum sem ég var að vinna verk um. Með bílnum get ég farið hvert sem er. Þetta er mitt heimili og ég er með allt hérna. Það var mjög mikilvægt fyrir mig og allt snýst um þennan bíl. Ég er með verkfærin mín hérna, föt og eldhúsáhöld. Hér get ég gert allt sem ég vil, hvar sem ég vil,“ segir Bob. Dvölin hefur þó ekki verið endilega neinn lúxus, eins og gefur að skilja. Bob kann þó að meta heimilið sitt. Bíllinn sem Bob býr í.Vísir/Einar „Fyrsta mánuðinn var ég enn að smíða inni í bílnum svo það var erfitt. Ég var ekki með neinn hita, en núna er ég með hita. Þetta var alltaf að verða betra og betra og nú er ég á þeim stað að mér finnst gott að búa hér. Ég á mér fullt af uppáhaldsstöðum til að leggja bílnum við. Stundum þarf ég að fara í skólann daginn eftir svo ég legg þar fyrir utan. Þannig get ég alltaf sofið nálægt staðnum sem ég þarf að vera á,“ segir Bob. Bob er vanur því að lifa í farartækjum en í Hollandi hefur hann síðastliðin tvö ár búið í bát. Hann segir þó að þessi lífsstíll sé ekkert endilega fyrir alla. „Þetta er ekki fyrir alla. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að venjast. Ég veit ekki hvort ég myndi mæla með þessu til fólks nema það sé tilbúið í þetta. Ég held það sé mikilvægt að fólk hugsi um hvað það vill í heimili. Ég þurfti að geta ferðast, svo ég gerði heimilið mitt inni í bíl,“ segir Bob. Bíllinn sjálfur kostaði Bob fimm hundruð þúsund krónur en allt sem hann notaði í innréttinguna fékk hann ókeypis. Til að mynda kom viðurinn frá listgalleríinu Kling og Bang þar sem hann var notaður í verk Pussy Riot. Greiðir hann um það bil 75 þúsund krónur á mánuði fyrir eldsneyti, tryggingar og í annan rekstrarkostnað. Íslandsdvöl Bob lýkur á miðvikudaginn og fer hann þá með bílinn aftur til Hollands. Þar mun hann þá geta valið milli þess að sofa í bát eða í bíl. Bílar Ferðamennska á Íslandi Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Bob De Bell kom hingað til Íslands í janúar sem skiptinemi við Listaháskóla Íslands. Stundar hann þar nám í myndlist. Þegar Bob kom til landsins fannst honum hann þurfa að velja á milli tveggja nauðsynja. Að leigja íbúð eða að geta ferðast um landið. Hann ákvað að ferðafrelsið væri mikilvægara og hefur gert það besta í stöðunni. „Ég gerði mér hús inni í bílnum. Innréttingin er sérstaklega gerð til að passa fullkomlega inn í bílinn og nýtir plássið eins mikið og hægt er,“ segir Bob. Bob og bíllinn sem hann hefur búið í síðustu mánuði.Vísir/Einar Í bílnum má meðal annars finna vask, ruslatunnu, rúm og nóg af geymsluplássi. Bob segir það vera mikilvægt að vera nýtinn á plássið og sér hann til þess að allt sé ávallt á réttum stað. Bob er frá Amsterdam í Hollandi og kemur til Íslands sem skiptinemi frá listaháskóla þar. Hluti af ástæðunni fyrir því að hann ákvað að koma hingað til lands var að hann vildi geta skoðað náttúruna og nýtt hana í verk sín. „Fyrir verkefnin mín vildi ég fara út og vera á stöðunum sem ég var að vinna verk um. Með bílnum get ég farið hvert sem er. Þetta er mitt heimili og ég er með allt hérna. Það var mjög mikilvægt fyrir mig og allt snýst um þennan bíl. Ég er með verkfærin mín hérna, föt og eldhúsáhöld. Hér get ég gert allt sem ég vil, hvar sem ég vil,“ segir Bob. Dvölin hefur þó ekki verið endilega neinn lúxus, eins og gefur að skilja. Bob kann þó að meta heimilið sitt. Bíllinn sem Bob býr í.Vísir/Einar „Fyrsta mánuðinn var ég enn að smíða inni í bílnum svo það var erfitt. Ég var ekki með neinn hita, en núna er ég með hita. Þetta var alltaf að verða betra og betra og nú er ég á þeim stað að mér finnst gott að búa hér. Ég á mér fullt af uppáhaldsstöðum til að leggja bílnum við. Stundum þarf ég að fara í skólann daginn eftir svo ég legg þar fyrir utan. Þannig get ég alltaf sofið nálægt staðnum sem ég þarf að vera á,“ segir Bob. Bob er vanur því að lifa í farartækjum en í Hollandi hefur hann síðastliðin tvö ár búið í bát. Hann segir þó að þessi lífsstíll sé ekkert endilega fyrir alla. „Þetta er ekki fyrir alla. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að venjast. Ég veit ekki hvort ég myndi mæla með þessu til fólks nema það sé tilbúið í þetta. Ég held það sé mikilvægt að fólk hugsi um hvað það vill í heimili. Ég þurfti að geta ferðast, svo ég gerði heimilið mitt inni í bíl,“ segir Bob. Bíllinn sjálfur kostaði Bob fimm hundruð þúsund krónur en allt sem hann notaði í innréttinguna fékk hann ókeypis. Til að mynda kom viðurinn frá listgalleríinu Kling og Bang þar sem hann var notaður í verk Pussy Riot. Greiðir hann um það bil 75 þúsund krónur á mánuði fyrir eldsneyti, tryggingar og í annan rekstrarkostnað. Íslandsdvöl Bob lýkur á miðvikudaginn og fer hann þá með bílinn aftur til Hollands. Þar mun hann þá geta valið milli þess að sofa í bát eða í bíl.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Háskólar Húsnæðismál Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira