Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2023 23:44 Frá fiskeldiskvíum í Noregi. Artur Widak/Getty Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að skatturinn yrði 40 prósent af hreinum hagnaði. Fréttir af samkomulaginu fyrir helgi leiddu til þess að verð hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum rauk upp í norsku kauphöllinni. Þannig hækkaði verðmæti SalMar, stærsta eiganda Arnarlax, um átta prósent, og verðmæti Mowi hækkaði um sex prósent. Í samkomulagi stjórnarflokkanna, Verkmannaflokksins og Miðflokksins, við smáflokkana Venstre og Pasientfokus, felst einnig að leyfður frádráttur vegna auðlegðarskatts hækkar úr 50 í 75 prósent. Þá verður fiskeldissveitarfélögum og fylkjum tryggðar hærri tekjur úr Fiskeldissjóði. Gert er ráð fyrir að styrkja umhverfisþáttinn og framlög til tækniþróunar í greininni verða aukin, samkvæmt frétt NRK. Þrátt fyrir samkomulagið er tvísýnt hvort meirihlutastuðningur reynist við það í Stórþinginu. Flokkarnir sem standa að því hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á bak við sig og vitað er að innan beggja stjórnarflokkanna er andstaða úr kjördæmum sem treysta mest á fiskeldi. Helstu andstæðingar skattsins, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, telja sig geta fellt málið og boða samkvæmt frétt VG að hver einasti þingmaður flokkanna muni mæta við atkvæðagreiðsluna, í von um að einhverjir stjórnarþingmenn muni einnig greiða atkvæði gegn málinu. Noregur Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Skattar og tollar Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fréttir af samkomulaginu fyrir helgi leiddu til þess að verð hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum rauk upp í norsku kauphöllinni. Þannig hækkaði verðmæti SalMar, stærsta eiganda Arnarlax, um átta prósent, og verðmæti Mowi hækkaði um sex prósent. Í samkomulagi stjórnarflokkanna, Verkmannaflokksins og Miðflokksins, við smáflokkana Venstre og Pasientfokus, felst einnig að leyfður frádráttur vegna auðlegðarskatts hækkar úr 50 í 75 prósent. Þá verður fiskeldissveitarfélögum og fylkjum tryggðar hærri tekjur úr Fiskeldissjóði. Gert er ráð fyrir að styrkja umhverfisþáttinn og framlög til tækniþróunar í greininni verða aukin, samkvæmt frétt NRK. Þrátt fyrir samkomulagið er tvísýnt hvort meirihlutastuðningur reynist við það í Stórþinginu. Flokkarnir sem standa að því hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á bak við sig og vitað er að innan beggja stjórnarflokkanna er andstaða úr kjördæmum sem treysta mest á fiskeldi. Helstu andstæðingar skattsins, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, telja sig geta fellt málið og boða samkvæmt frétt VG að hver einasti þingmaður flokkanna muni mæta við atkvæðagreiðsluna, í von um að einhverjir stjórnarþingmenn muni einnig greiða atkvæði gegn málinu.
Noregur Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Skattar og tollar Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35