Til hamingju Austurland! María Ósk Kristmundsdóttir skrifar 30. maí 2023 13:30 Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna. Miðað við nýjustu tölur um tekjur eftir sveitarfélögum frá árinu 2021 eru konur í Múlaþingi með 75% af launum karla og í Fjarðabyggð 63% af launum karla, sem er jafnframt lægsta hlutfall sveitarfélaga á landinu. Á landsvísu er sama hlutfall um 82% og í Reykjavík 86%. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forum erum við á Íslandi skást í heimi þegar kemur að jafnrétti kynjanna en á landsvísu eru sveitarfélögin á Austurlandi eftirbátar annarra. Enn er líka langt í land þegar kemur að jafnrétti í stjórnum, bæði varðandi hlufall kvenna á meðal stjórnarmanna og stjórnarformanna. Hvað veldur þessu gapandi ójafnrétti, bæði þegar kemur að tekjum og völdum kvenna? Eru konur einfaldlega ekki tilbúnar til forsystu, ekki leiðtogar í eðli sínu? Skoðum fyrst hvað það er sem einkennir góða leiðtoga. Í mínum huga er það fyrst og fremst að leggja rækt að fólkinu í kringum sig, að lifa eftir gildum sínum og af heilindum. Leiðtogar hafa ennfremur skýra framtíðarsýn og markmið og hafa þau áhrif að annað fólk fylkir sér að baki þeim markmiðum. Sannir leiðtogar efla samvinnu, samráð og samstarf til að ná settu marki og setja á fót skipulag, kerfi, hefðir og venjur til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Í mínum huga eru einkenni góðra leiðtoga að finna í hverri einustu konu. Þá gildir einu hvort hún tekst á við þær hindranir sem fylgja því að lifa sem kona í þessu samfélagi eða þær áskoranir sem fylgja því að vera í forystu á heimilum, í stórfjölskyldum, félagasamtökum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Raunin er sú að nægt framboð er af kvenleiðtogum, konur eru ekki vandamálið. Vandamálið felst hinsvegar í að við lifum í samfélagi sem er enn kynjaskipt í hlutverkum kvenna og karla. Þetta kynjakerfi birtsist í versta falli í kynbundnu ofbeldi og áreitni en einnig í óheilbrigðri og skaðlegri áherslu á útlit og líkama kvenna. Konur bera meiri ábyrgð inni á heimilum, hvort sem um ræðir húshald, eða umönnun barna, öryrkja og aldraðra. Þegar kemur að ráðningum er körlum oftar hyglt í gegnum óformleg ráðningarferli og konur eru mældar á öðrum mælistikum en karlar. Þessi samfélagsgerð er ekki sýnileg þegar við horfum á yfirborðið enda erum við ómeðvituð um flest þessara viðhorfa og hefða. Það er hlutverk samtaka eins og FKA Austurlands að vekja okkur öll til meðvitundar um vandamálið og að vekja athygli á óréttlætinu. Við þurfum saman að búa til nýtt kerfi sem hyglir ekki einum hópi fram yfir annan, heldur gefur öllum jöfn tækifæri óháð, kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlunum og fjárhagsstöðu. FKA Austurland, veitir aukin kraft og nýjan vettvang í baráttunni fyrir jafnrétti á Austurlandi. Til hamingju Austurland. Höfundur er þekkingastjóri hjá Alcoa og stofnmeðlimur FKA Austurland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna. Miðað við nýjustu tölur um tekjur eftir sveitarfélögum frá árinu 2021 eru konur í Múlaþingi með 75% af launum karla og í Fjarðabyggð 63% af launum karla, sem er jafnframt lægsta hlutfall sveitarfélaga á landinu. Á landsvísu er sama hlutfall um 82% og í Reykjavík 86%. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forum erum við á Íslandi skást í heimi þegar kemur að jafnrétti kynjanna en á landsvísu eru sveitarfélögin á Austurlandi eftirbátar annarra. Enn er líka langt í land þegar kemur að jafnrétti í stjórnum, bæði varðandi hlufall kvenna á meðal stjórnarmanna og stjórnarformanna. Hvað veldur þessu gapandi ójafnrétti, bæði þegar kemur að tekjum og völdum kvenna? Eru konur einfaldlega ekki tilbúnar til forsystu, ekki leiðtogar í eðli sínu? Skoðum fyrst hvað það er sem einkennir góða leiðtoga. Í mínum huga er það fyrst og fremst að leggja rækt að fólkinu í kringum sig, að lifa eftir gildum sínum og af heilindum. Leiðtogar hafa ennfremur skýra framtíðarsýn og markmið og hafa þau áhrif að annað fólk fylkir sér að baki þeim markmiðum. Sannir leiðtogar efla samvinnu, samráð og samstarf til að ná settu marki og setja á fót skipulag, kerfi, hefðir og venjur til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Í mínum huga eru einkenni góðra leiðtoga að finna í hverri einustu konu. Þá gildir einu hvort hún tekst á við þær hindranir sem fylgja því að lifa sem kona í þessu samfélagi eða þær áskoranir sem fylgja því að vera í forystu á heimilum, í stórfjölskyldum, félagasamtökum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Raunin er sú að nægt framboð er af kvenleiðtogum, konur eru ekki vandamálið. Vandamálið felst hinsvegar í að við lifum í samfélagi sem er enn kynjaskipt í hlutverkum kvenna og karla. Þetta kynjakerfi birtsist í versta falli í kynbundnu ofbeldi og áreitni en einnig í óheilbrigðri og skaðlegri áherslu á útlit og líkama kvenna. Konur bera meiri ábyrgð inni á heimilum, hvort sem um ræðir húshald, eða umönnun barna, öryrkja og aldraðra. Þegar kemur að ráðningum er körlum oftar hyglt í gegnum óformleg ráðningarferli og konur eru mældar á öðrum mælistikum en karlar. Þessi samfélagsgerð er ekki sýnileg þegar við horfum á yfirborðið enda erum við ómeðvituð um flest þessara viðhorfa og hefða. Það er hlutverk samtaka eins og FKA Austurlands að vekja okkur öll til meðvitundar um vandamálið og að vekja athygli á óréttlætinu. Við þurfum saman að búa til nýtt kerfi sem hyglir ekki einum hópi fram yfir annan, heldur gefur öllum jöfn tækifæri óháð, kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlunum og fjárhagsstöðu. FKA Austurland, veitir aukin kraft og nýjan vettvang í baráttunni fyrir jafnrétti á Austurlandi. Til hamingju Austurland. Höfundur er þekkingastjóri hjá Alcoa og stofnmeðlimur FKA Austurland.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun