Hafa BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn öll rangt fyrir sér? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 2. júní 2023 07:01 Undanfarið hafa Samtök iðnaðarins (SI) farið mikinn í fjölmiðlum um meinta bága stöðu í byggingariðnaði. Er spjótunum helst beint að lækkun á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts til byggingaraðila í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þessi vegferð verður að teljast eðlilegt viðbragð af hálfu SI enda töluverðir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Námu endurgreiðslur til byggingaraðila ásamt COVID-útvíkkunum t.a.m. alls um 70 milljörðum króna á árunum 2015-2021. Sitt sýnist þó hverjum um aðferðafræðina. Samtökin hafa dregið trúverðugleika BHM og fjármálaráðuneytisins í efa opinberlega og sagt að lækkun endurgreiðslna verði að fullu velt út í verðlag húsnæðis. BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn eiga það nefnilega sameiginlegt að hafa fjallað um mikla framlegð í byggingariðnaði undanfarið. Greining sem SI telur ranga eins og kom fram í Viðskiptablaðinu síðustu helgi undir yfirskriftinni „Fjármálaráðuneytið falli í sömu gildru og BHM“.Þessari fullyrðingu hafnar BHM alfarið. Framlegð af sölu húsnæðis er með hæsta móti nú um stundir Í umsögn BHM, í greiningu BHM, í riti fjármálastöðugleikanefndar og í grein fjármálaráðherra í Morgunblaðinu er fjallað um framlegð af sölu nýbygginga með samanburði verðvísitalna og byggingavísitölu. Ályktun allra aðila er á sömu leið. Framlegð af sölu nýbygginga og arðsemi hefur verið með hæsta móti í sögulegu tilliti. SI hafa hins vegar réttilega bent á að skekkja er í mælingu verðþátta í byggingarvísitölunni og því sé óvissa í matinu. Raunar kveða samtökin fastar að orði en svo og segja ályktanir BHM, fjármálaráðuneytis og Seðlabankans rangar og ómarktæktar fyrir vikið. Verður það að teljast afar ólíklegt enda er skekkja í mælingu byggingarvísitölunnar nokkuð samkvæm yfir tíma. Ályktunin um mikla arðsemi í sögulegu tilliti og breytingu í arðsemi milli tímabila er því líklega rétt. Í grein fjármálaráðherra var leiðrétt að hluta fyrir þessari skekkju með því að bæta fjármagnskostnaði við. Það bendir til að arðsemi af sölu nýbygginga hafi verið hlutfallslega meiri síðustu tvö ár samanborið við fyrri ár, vegna lágs vaxtastigs í sögulegu tilliti. SI hafa aftur á móti bent á að hagnaður sem hlutfall af veltu sé ekki óeðlilega mikill í sögulegu samhengi. Sá mælikvarði á arðsemi og framlegð er þó líklega bjagaður nú um stundir vegna mikilla umsvifa í uppbyggingu húsnæðis. Byggingaiðnaður hefur verið nær þrefalt arðbærari en aðrar greinar Á árunum 2015-2021 var arðsemi eigin fjár í byggingariðnaði nær þreföld á við aðrar greinar viðskiptahagkerfisins eða 26% á ársgrundvelli að meðaltali samanborið við 10% í öðrum greinum. Samkvæmt framleiðsluuppgjöri Hagstofu Íslands var rekstrarafgangur í greininni nær 80 milljarðar króna á árinu 2022 og hafði aukist um 40% frá árinu 2021. Velta í byggingu húsnæðis jókst jafnframt um 40% á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2023 samanborið við 2022. Hlutfall lausra starfa bendir þá til að byggingaiðnaður sé sú grein sem býr við hvað mesta framleiðsluspennu af öllum atvinnugreinum. Við þessar aðstæður er fyrirséð að skattalegar ívilnanir tilfærist hlutfallslega mikið í hagnað greinarinnar og hafi hverfandi áhrif á umsvif eða verðlagningu til kaupenda. Velta má fyrir sér hvort niðurgreiðsla virðisaukaskatts sé réttlætanleg ráðstöfun á skattfé almennings við þessar aðstæður. Um þetta var ítarlega fjallað í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar. Pólítískur ómöguleiki ríkisstjórnarinnar Gangi hagvaxtarspár fyrir árið 2023 og 2024 eftir mun hagvöxtur verða nær þrisvar sinnum meiri en á evrusvæðinu. Veigamiklar þensluaukandi ráðstafanir í ríkisfjármálum munu verða verðbólguvaldandi við þessar aðstæður. Ríkisstjórnin þarf að beita opinberum fjármálum markvisst en það mun reynast flókið mál á verðbólgutímum. Frá verkalýðshreyfingunni heyrist nú ákall um aukna tekjuöflun á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna skal varinn. Frá atvinnulífinu heyrist krafa um niðurskurð en almenningur kallar eftir varðveislu velferðarkerfisins. Veigamiklar ráðstafanir á tekju- og gjaldahlið eru pólítiskur ómöguleiki við þessar aðstæður enda fyrirséð að þær kosti skerðingu í kaupmætti ráðstöfunartekna til skamms tíma. Eitthvað þarf þó að gefa eftir og í ljósi þess hefur BHM lagt til að dregið sé úr stuðningi við atvinnugreinar í þenslu. Er það sársaukaminni leið en flestar. Stóri vandinn á húsnæðismarkaði er fólksfjölgunin Að mati BHM skal aðeins beita ívilnunum í skattkerfinu ef ábati skattgreiðenda er meiri en kostnaður. Það getur átt við þegar þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein getur ekki starfað við markaðsforsendur, við aðstæður markaðsbrests. Ekki er að sjá að þessar aðstæður eigi við nú um stundir í byggingariðnaði. Aðfluttir umfram brottflutta voru 10 þúsund á síðasta ári og ekkert lát virðist vera á innflutningi vinnuafls. Haldi þessi ósjálfbæra fólksfjöldaþróun áfram verður skortur á húsnæði viðvarandi vandamál framvegis og arðsemi í byggingariðnaði há. Þetta er stóri vandinn fram undan. Hann verður aðeins leystur með fjölþættum aðgerðum á framboðs- og eftirspurnarhlið og með mótun atvinnustefnu. Skattalegar ívilnanir sem eingöngu fita fyrirtæki í fákeppnisstöðu munu duga skammt þó svo þær geti verið hluti af lausninni við ákveðin skilyrði. Höfundur er hagfræðingur BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa Samtök iðnaðarins (SI) farið mikinn í fjölmiðlum um meinta bága stöðu í byggingariðnaði. Er spjótunum helst beint að lækkun á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts til byggingaraðila í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þessi vegferð verður að teljast eðlilegt viðbragð af hálfu SI enda töluverðir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Námu endurgreiðslur til byggingaraðila ásamt COVID-útvíkkunum t.a.m. alls um 70 milljörðum króna á árunum 2015-2021. Sitt sýnist þó hverjum um aðferðafræðina. Samtökin hafa dregið trúverðugleika BHM og fjármálaráðuneytisins í efa opinberlega og sagt að lækkun endurgreiðslna verði að fullu velt út í verðlag húsnæðis. BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn eiga það nefnilega sameiginlegt að hafa fjallað um mikla framlegð í byggingariðnaði undanfarið. Greining sem SI telur ranga eins og kom fram í Viðskiptablaðinu síðustu helgi undir yfirskriftinni „Fjármálaráðuneytið falli í sömu gildru og BHM“.Þessari fullyrðingu hafnar BHM alfarið. Framlegð af sölu húsnæðis er með hæsta móti nú um stundir Í umsögn BHM, í greiningu BHM, í riti fjármálastöðugleikanefndar og í grein fjármálaráðherra í Morgunblaðinu er fjallað um framlegð af sölu nýbygginga með samanburði verðvísitalna og byggingavísitölu. Ályktun allra aðila er á sömu leið. Framlegð af sölu nýbygginga og arðsemi hefur verið með hæsta móti í sögulegu tilliti. SI hafa hins vegar réttilega bent á að skekkja er í mælingu verðþátta í byggingarvísitölunni og því sé óvissa í matinu. Raunar kveða samtökin fastar að orði en svo og segja ályktanir BHM, fjármálaráðuneytis og Seðlabankans rangar og ómarktæktar fyrir vikið. Verður það að teljast afar ólíklegt enda er skekkja í mælingu byggingarvísitölunnar nokkuð samkvæm yfir tíma. Ályktunin um mikla arðsemi í sögulegu tilliti og breytingu í arðsemi milli tímabila er því líklega rétt. Í grein fjármálaráðherra var leiðrétt að hluta fyrir þessari skekkju með því að bæta fjármagnskostnaði við. Það bendir til að arðsemi af sölu nýbygginga hafi verið hlutfallslega meiri síðustu tvö ár samanborið við fyrri ár, vegna lágs vaxtastigs í sögulegu tilliti. SI hafa aftur á móti bent á að hagnaður sem hlutfall af veltu sé ekki óeðlilega mikill í sögulegu samhengi. Sá mælikvarði á arðsemi og framlegð er þó líklega bjagaður nú um stundir vegna mikilla umsvifa í uppbyggingu húsnæðis. Byggingaiðnaður hefur verið nær þrefalt arðbærari en aðrar greinar Á árunum 2015-2021 var arðsemi eigin fjár í byggingariðnaði nær þreföld á við aðrar greinar viðskiptahagkerfisins eða 26% á ársgrundvelli að meðaltali samanborið við 10% í öðrum greinum. Samkvæmt framleiðsluuppgjöri Hagstofu Íslands var rekstrarafgangur í greininni nær 80 milljarðar króna á árinu 2022 og hafði aukist um 40% frá árinu 2021. Velta í byggingu húsnæðis jókst jafnframt um 40% á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2023 samanborið við 2022. Hlutfall lausra starfa bendir þá til að byggingaiðnaður sé sú grein sem býr við hvað mesta framleiðsluspennu af öllum atvinnugreinum. Við þessar aðstæður er fyrirséð að skattalegar ívilnanir tilfærist hlutfallslega mikið í hagnað greinarinnar og hafi hverfandi áhrif á umsvif eða verðlagningu til kaupenda. Velta má fyrir sér hvort niðurgreiðsla virðisaukaskatts sé réttlætanleg ráðstöfun á skattfé almennings við þessar aðstæður. Um þetta var ítarlega fjallað í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar. Pólítískur ómöguleiki ríkisstjórnarinnar Gangi hagvaxtarspár fyrir árið 2023 og 2024 eftir mun hagvöxtur verða nær þrisvar sinnum meiri en á evrusvæðinu. Veigamiklar þensluaukandi ráðstafanir í ríkisfjármálum munu verða verðbólguvaldandi við þessar aðstæður. Ríkisstjórnin þarf að beita opinberum fjármálum markvisst en það mun reynast flókið mál á verðbólgutímum. Frá verkalýðshreyfingunni heyrist nú ákall um aukna tekjuöflun á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna skal varinn. Frá atvinnulífinu heyrist krafa um niðurskurð en almenningur kallar eftir varðveislu velferðarkerfisins. Veigamiklar ráðstafanir á tekju- og gjaldahlið eru pólítiskur ómöguleiki við þessar aðstæður enda fyrirséð að þær kosti skerðingu í kaupmætti ráðstöfunartekna til skamms tíma. Eitthvað þarf þó að gefa eftir og í ljósi þess hefur BHM lagt til að dregið sé úr stuðningi við atvinnugreinar í þenslu. Er það sársaukaminni leið en flestar. Stóri vandinn á húsnæðismarkaði er fólksfjölgunin Að mati BHM skal aðeins beita ívilnunum í skattkerfinu ef ábati skattgreiðenda er meiri en kostnaður. Það getur átt við þegar þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein getur ekki starfað við markaðsforsendur, við aðstæður markaðsbrests. Ekki er að sjá að þessar aðstæður eigi við nú um stundir í byggingariðnaði. Aðfluttir umfram brottflutta voru 10 þúsund á síðasta ári og ekkert lát virðist vera á innflutningi vinnuafls. Haldi þessi ósjálfbæra fólksfjöldaþróun áfram verður skortur á húsnæði viðvarandi vandamál framvegis og arðsemi í byggingariðnaði há. Þetta er stóri vandinn fram undan. Hann verður aðeins leystur með fjölþættum aðgerðum á framboðs- og eftirspurnarhlið og með mótun atvinnustefnu. Skattalegar ívilnanir sem eingöngu fita fyrirtæki í fákeppnisstöðu munu duga skammt þó svo þær geti verið hluti af lausninni við ákveðin skilyrði. Höfundur er hagfræðingur BHM.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun