Athugaði hvort LeBron vildi koma til Dallas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2023 18:30 Vill fá sinn gamla vin til Dallas. Vísir/Getty Kyrie Irving hefur haft samband við fyrrverandi samherja sinn LeBron James í von um að sannfæra hann um að spila með sér í Dallas á næstu leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Hinn 38 ára gamli LeBron fór alla leið í úrslitaleik Vesturdeildarinnar með lið sitt Los Angeles Lakers. Þar beið það lægri hlut gegn Denver Nuggets sem leikur nú til úrslita gegn Miami Heat. LeBron spilaði alla úrslitakeppnina á „öðrum fæti“ ef svo má að orði komast en hann var meiddur á fæti og þarf eflaust að fara í aðgerð í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik var LeBron spurður út í framtíð sína og sagðist hann þurfa að hugsa sig um. Samningur hans við Lakers gildi þó eitt ár til viðbótar. Fyrr á leiktíðinni var talið að Lakers hefði áhuga á að fá Kyrie Irving í sínar raðir þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Brooklyn Nets. Þaðan fór hann til Dallas Mavericks en segja má að um martraðarskipti hafi verið að ræða og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Þrátt fyrir að vera samningslaus í sumar virðist sem Kyrie stefni á að vera áfram í Dallas og nú hefur Shams Charania, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn vestanhafs, greint frá því að Kyrie hafi spurt LeBron hvort hann hafi áhuga á að koma til Dallas. Sources: Kyrie Irving has reached out to Lakers star LeBron James in attempts to see if James would come to Dallas. Irving is a free agent this offseason.— Shams Charania (@ShamsCharania) June 5, 2023 Kyrie virðist æstur í að endurnýja kynnin en þeir félagar urðu meistarar með Cleveland Cavaliers vorið 2016 eftir eina fræknustu endurkomu í sögu deildarinnar. Cleveland varð þá fyrsta lið sögunnar til að vinna titilinn eftir að lenda 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Ekki hefur komið fram hvort LeBron hafi áhuga en ljóst er að ef hann ákveður að færa sig um set verður það frétt sumarsins í NBA-deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Hinn 38 ára gamli LeBron fór alla leið í úrslitaleik Vesturdeildarinnar með lið sitt Los Angeles Lakers. Þar beið það lægri hlut gegn Denver Nuggets sem leikur nú til úrslita gegn Miami Heat. LeBron spilaði alla úrslitakeppnina á „öðrum fæti“ ef svo má að orði komast en hann var meiddur á fæti og þarf eflaust að fara í aðgerð í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik var LeBron spurður út í framtíð sína og sagðist hann þurfa að hugsa sig um. Samningur hans við Lakers gildi þó eitt ár til viðbótar. Fyrr á leiktíðinni var talið að Lakers hefði áhuga á að fá Kyrie Irving í sínar raðir þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Brooklyn Nets. Þaðan fór hann til Dallas Mavericks en segja má að um martraðarskipti hafi verið að ræða og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Þrátt fyrir að vera samningslaus í sumar virðist sem Kyrie stefni á að vera áfram í Dallas og nú hefur Shams Charania, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn vestanhafs, greint frá því að Kyrie hafi spurt LeBron hvort hann hafi áhuga á að koma til Dallas. Sources: Kyrie Irving has reached out to Lakers star LeBron James in attempts to see if James would come to Dallas. Irving is a free agent this offseason.— Shams Charania (@ShamsCharania) June 5, 2023 Kyrie virðist æstur í að endurnýja kynnin en þeir félagar urðu meistarar með Cleveland Cavaliers vorið 2016 eftir eina fræknustu endurkomu í sögu deildarinnar. Cleveland varð þá fyrsta lið sögunnar til að vinna titilinn eftir að lenda 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Ekki hefur komið fram hvort LeBron hafi áhuga en ljóst er að ef hann ákveður að færa sig um set verður það frétt sumarsins í NBA-deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira