Dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að lækka vaxtastig Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2023 07:00 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nýlega hækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti enn einu sinni. Var hækkunin ekki bara sú þrettánda í röð heldur einnig sú mesta í fimmtán ár. Staðan er því sú að stýrivextir Seðlabankans eru nú orðnir 8,75%. En hvað gerist næst? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari vaxtahækkanir og stuðla að lækkun vaxta á ný? Um þetta og fleira er fjallað í Peningamálum, riti Seðlabankans, sem kom út samhliða ákvörðun peningastefnunefndar en lítið hefur verið fjallað um. Í ritinu er m.a. farið yfir áhrif ríkisfjármálanna á þjóðarbúskapinn sem og peningastefnuna. Seðlabankinn er skýr í afstöðu sinni til ríkisfjármálanna en í ritinu ber fyrsti kafli rammagreinar 1 einfaldlega yfirskriftina: Afkoma ríkissjóðs hefur batnað hægar en ætla má út frá krafti efnahagsumsvifa. Þar segir að hinu opinbera hafi ekki enn tekist að rifa seglin eftir mikinn viðskiptahalla sem orsakaðist af ríkisstuðningi í Covid, eins og sjá má á eftirfarandi mynd: Seðlabankinn fer ekki með fleipur en við núverandi aðstæður þar sem mikil þensla ríkir á sama tíma og verðbólga er langt yfir markmiði væri eðlilegt að aðhald ríkisfjármálanna væri talsvert meira en raun ber vitni. Í stað þess að verja óvæntum tekjuauka ríkisins, sem á rætur sínar að rekja til aukinnar verðbólgu, í niðurgreiðslu skulda svo kveða megi niður hinn íþyngjandi og sívaxandi vaxtakostnað ríkissjóðs vinnur ríkisstjórnin beinlínis gegn markmiðum peningastefnunnar með gegndarlausri útgjaldaaukningu. Frumvarp til fjárlaga og afgreiðsla þess gefur skýra mynd af aðhaldsleysinu sem hefur ríkt og því takmarkaða jafnvægi sem er til staðar í rekstri ríkissjóðs. Heildartekjur ríkissjóðs í ár hafa vaxið um 117 ma. kr. á milli frumvarps til fjárlaga og fjármálaáætlunar. Samfara þessari tekjuaukningu hafa útgjöldin aukist um 82 milljarða króna í meðförum þingsins. Hér býður ríkisstjórnin hættunni heim, en að verja slíkum óvæntum og skammvinnum tekjuauka í varanlega útgjaldaukningu er á skjön við grunngildi laga um opinber fjármál er snúa að varfærni. Þar er lögð áhersla á að komast hjá ákvörðunum eða aðstæðum sem geta haft ófyrirséðar eða neikvæðar afleiðingar. Sumsé, ekki raska jafnvægi á milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Aukið aðhald ríkisfjármálanna hefði aftur á móti í för með sér margvísleg jákvæð áhrif. Seðlabankinn fjallar um það í áðurnefndum Peningamálum undir yfirskriftinni: Hraðari aukning aðhalds myndi styðja við peningastefnuna. Í kaflanum er að finna sýnidæmi um möguleg áhrif hraðari aukningar á aðhaldi ríkisfjármála á þjóðarbúskapinn. Þar er gert ráð fyrir að aðhald ríkissjóðs skili um 60 ma.kr. meiri bata í ár og um 45 ma.kr. meiri bata á því næsta en grunnspá bankans gerir ráð fyrir. Rétt er að vekja athygli á því að aðhaldið er minna en sem nemur óvæntum tekjuauka þessa árs. Aðahaldsaðgerðirnar, sem eru til jafns á tekju- og gjaldahlið ríkissjóðs, hefðu í för með sér hægari vöxt einkaneyslu en myndu um leið ryðja inn fjárfestingu einkaaðila samfara lægri vöxtum. Viðskiptahallinn myndi dragast saman og hagvöxtur sömuleiðis. Hægari vöxtur efnahagsumsvifa myndi létta á innlendum verðbólguþrýstingi og því yrði verðbólgan líklega um hálfri prósentu minni en grunnspáin gerir annars ráð fyrir árið 2025. Það yrði til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu um hálfri prósentu lægri í ár og um 1 prósentu lægri á næsta ári og því þarnæsta. Það fer því ekki leynt hve geigvænleg áhrif ríkisjármálin hafa á vaxtastig og þar með kjör heimila og fyrirtækja í landinu. Að lokum er rétt að nefna að aðhaldsaðgerðir á útgjaldahlið hafa jafnan meiri áhrif en aðgerðir á tekjuhlið ríkisfjármála. Aðhaldsaðgerðir á tekjuhlið hafa óbein áhrif í gegnum ráðstöfunartekjur landsmanna og útgjaldaákvarðanir þeirra á sama tíma og aðhald útgjalda hefur bein áhrif á hagvöxt í gegnum eftirspurn hins opinbera eftir vörum og þjónustu. Þá er jafnframt óvíst að aðgerðir á tekjuhlið, sem í daglegu tali kallast skattahækkanir, skili raunverulegum ábata þegar allt kemur til alls, en þær aðgerðir hafa áhrif á efnahagslega hvata og geta því stuðlað að breyttri hegðun. Auk þess hefur tekjuhlið ríkisfjármálanna ekki verið vandamál í rekstri hins opinbera og því vekur það mikla undrun að þær aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun snúi í frekari mæli að aukinni tekjuöflun en ekki að sjálfri útgjaldahliðinni. Það var ákveðin tilhlökkun og eftirvænting í loftinu þegar að ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að vinna gegn verðbólgunni í vikunni. Þar bárust fréttir af því að afkoma ríkissjóðs yrði bætt með til að mynda frestun á framkvæmdum og minni launahækkunum þingmanna og æðstu embættismanna en viðmið laga gera ráð fyrir. Það voru þó töluverð vonbrigði að nær allar aðgerðirnar miða við tímabilið 2024 til 2028 en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax á þessu ári. Það er auk þess ekkert nýtt undir sólinni í þetta skiptið en aðhald útfært í fjárlögum 2024 bætir afkomu ríkissjóðs um 9 ma. kr. á sama tíma og tekjuráðstafanir fyrir fjárlög næsta árs nema 18,4 ma.kr. Nærtækara væri að ráðast í frekari tiltekt á útgjaldahliðinni líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn benda á. Þannig má ná verðbólgunni niður með bæði hraðari og skilvirkari hætti sem að lokum stuðlar að lægra vaxtastigi en ella. Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi hagstjórnar og kallar á samstillt átak allra, ekki bara ríkisstjórnarinnar, en dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að leggja sitt af mörkum verður varla augljósara. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nýlega hækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti enn einu sinni. Var hækkunin ekki bara sú þrettánda í röð heldur einnig sú mesta í fimmtán ár. Staðan er því sú að stýrivextir Seðlabankans eru nú orðnir 8,75%. En hvað gerist næst? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir frekari vaxtahækkanir og stuðla að lækkun vaxta á ný? Um þetta og fleira er fjallað í Peningamálum, riti Seðlabankans, sem kom út samhliða ákvörðun peningastefnunefndar en lítið hefur verið fjallað um. Í ritinu er m.a. farið yfir áhrif ríkisfjármálanna á þjóðarbúskapinn sem og peningastefnuna. Seðlabankinn er skýr í afstöðu sinni til ríkisfjármálanna en í ritinu ber fyrsti kafli rammagreinar 1 einfaldlega yfirskriftina: Afkoma ríkissjóðs hefur batnað hægar en ætla má út frá krafti efnahagsumsvifa. Þar segir að hinu opinbera hafi ekki enn tekist að rifa seglin eftir mikinn viðskiptahalla sem orsakaðist af ríkisstuðningi í Covid, eins og sjá má á eftirfarandi mynd: Seðlabankinn fer ekki með fleipur en við núverandi aðstæður þar sem mikil þensla ríkir á sama tíma og verðbólga er langt yfir markmiði væri eðlilegt að aðhald ríkisfjármálanna væri talsvert meira en raun ber vitni. Í stað þess að verja óvæntum tekjuauka ríkisins, sem á rætur sínar að rekja til aukinnar verðbólgu, í niðurgreiðslu skulda svo kveða megi niður hinn íþyngjandi og sívaxandi vaxtakostnað ríkissjóðs vinnur ríkisstjórnin beinlínis gegn markmiðum peningastefnunnar með gegndarlausri útgjaldaaukningu. Frumvarp til fjárlaga og afgreiðsla þess gefur skýra mynd af aðhaldsleysinu sem hefur ríkt og því takmarkaða jafnvægi sem er til staðar í rekstri ríkissjóðs. Heildartekjur ríkissjóðs í ár hafa vaxið um 117 ma. kr. á milli frumvarps til fjárlaga og fjármálaáætlunar. Samfara þessari tekjuaukningu hafa útgjöldin aukist um 82 milljarða króna í meðförum þingsins. Hér býður ríkisstjórnin hættunni heim, en að verja slíkum óvæntum og skammvinnum tekjuauka í varanlega útgjaldaukningu er á skjön við grunngildi laga um opinber fjármál er snúa að varfærni. Þar er lögð áhersla á að komast hjá ákvörðunum eða aðstæðum sem geta haft ófyrirséðar eða neikvæðar afleiðingar. Sumsé, ekki raska jafnvægi á milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Aukið aðhald ríkisfjármálanna hefði aftur á móti í för með sér margvísleg jákvæð áhrif. Seðlabankinn fjallar um það í áðurnefndum Peningamálum undir yfirskriftinni: Hraðari aukning aðhalds myndi styðja við peningastefnuna. Í kaflanum er að finna sýnidæmi um möguleg áhrif hraðari aukningar á aðhaldi ríkisfjármála á þjóðarbúskapinn. Þar er gert ráð fyrir að aðhald ríkissjóðs skili um 60 ma.kr. meiri bata í ár og um 45 ma.kr. meiri bata á því næsta en grunnspá bankans gerir ráð fyrir. Rétt er að vekja athygli á því að aðhaldið er minna en sem nemur óvæntum tekjuauka þessa árs. Aðahaldsaðgerðirnar, sem eru til jafns á tekju- og gjaldahlið ríkissjóðs, hefðu í för með sér hægari vöxt einkaneyslu en myndu um leið ryðja inn fjárfestingu einkaaðila samfara lægri vöxtum. Viðskiptahallinn myndi dragast saman og hagvöxtur sömuleiðis. Hægari vöxtur efnahagsumsvifa myndi létta á innlendum verðbólguþrýstingi og því yrði verðbólgan líklega um hálfri prósentu minni en grunnspáin gerir annars ráð fyrir árið 2025. Það yrði til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu um hálfri prósentu lægri í ár og um 1 prósentu lægri á næsta ári og því þarnæsta. Það fer því ekki leynt hve geigvænleg áhrif ríkisjármálin hafa á vaxtastig og þar með kjör heimila og fyrirtækja í landinu. Að lokum er rétt að nefna að aðhaldsaðgerðir á útgjaldahlið hafa jafnan meiri áhrif en aðgerðir á tekjuhlið ríkisfjármála. Aðhaldsaðgerðir á tekjuhlið hafa óbein áhrif í gegnum ráðstöfunartekjur landsmanna og útgjaldaákvarðanir þeirra á sama tíma og aðhald útgjalda hefur bein áhrif á hagvöxt í gegnum eftirspurn hins opinbera eftir vörum og þjónustu. Þá er jafnframt óvíst að aðgerðir á tekjuhlið, sem í daglegu tali kallast skattahækkanir, skili raunverulegum ábata þegar allt kemur til alls, en þær aðgerðir hafa áhrif á efnahagslega hvata og geta því stuðlað að breyttri hegðun. Auk þess hefur tekjuhlið ríkisfjármálanna ekki verið vandamál í rekstri hins opinbera og því vekur það mikla undrun að þær aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru í fjármálaáætlun snúi í frekari mæli að aukinni tekjuöflun en ekki að sjálfri útgjaldahliðinni. Það var ákveðin tilhlökkun og eftirvænting í loftinu þegar að ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að vinna gegn verðbólgunni í vikunni. Þar bárust fréttir af því að afkoma ríkissjóðs yrði bætt með til að mynda frestun á framkvæmdum og minni launahækkunum þingmanna og æðstu embættismanna en viðmið laga gera ráð fyrir. Það voru þó töluverð vonbrigði að nær allar aðgerðirnar miða við tímabilið 2024 til 2028 en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax á þessu ári. Það er auk þess ekkert nýtt undir sólinni í þetta skiptið en aðhald útfært í fjárlögum 2024 bætir afkomu ríkissjóðs um 9 ma. kr. á sama tíma og tekjuráðstafanir fyrir fjárlög næsta árs nema 18,4 ma.kr. Nærtækara væri að ráðast í frekari tiltekt á útgjaldahliðinni líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn benda á. Þannig má ná verðbólgunni niður með bæði hraðari og skilvirkari hætti sem að lokum stuðlar að lægra vaxtastigi en ella. Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi hagstjórnar og kallar á samstillt átak allra, ekki bara ríkisstjórnarinnar, en dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að leggja sitt af mörkum verður varla augljósara. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun