Heimilin hugi að breytingu lánasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2023 08:42 Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hvetur heimilin til að huga að breytingum á lánaskilmálum húnsæðislána nú þegar tímabil fastra vaxta er að renna sitt skeið hjá mörgum heimilum á næstu misserum. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun kemur fram að heimili og fyrirtæki standi aftur á móti frammi fyrir versnandi fjármálaskilyrðum. Vanskil útlána væru þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Þá hafi nýlegar útgáfur á erlendum skuldabréfamörkuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu þótt vaxtakjörin hefðu versnað. Nefndin telji viðnámsþrótt kerfisins góðan og hefði því ákveðið að halda framlögum banka í sveiflujöfnunarauka óbreyttum í 2,5%. „Skörp hækkun fasteignaverðs og neikvæðir raunvextir hafa skilað hraðri eiginfjármyndun, sérstaklega hjá þeim sem hafa fjármagnað fasteignakaup með nafnvaxtalánum. Setning lánþegaskilyrða, bæði hámark veðsetningar- og greiðslubyrðarhlutfalls, dró úr hættunni á því að hröð eiginfjármyndun skapaði forsendur fyrir óhóflega skuldsetningu," segir í yfirlýsingunni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóriog aðrir í peningastefnunefnd Seðlabankans munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á kynningarfundi klukkan 9:30. Fundinum verður streymt á Vísi.Vísir/Vilhelm Það sjáist m.a. af því að skuldahlutfall heimila hafi verið stöðugt í 150% af ráðstöfunartekjum þeirra. Sterk eiginfjárstaða heimila skapi viðnámsþrótt til að mæta versnandi fjármálaskilyrðum. Bankinn vekur athygli á að umsaminn tími fastra vaxta á íbúðarlánum hjá mjög mörgum líði á næstu mánuðum og því þurfi mörg heimili að gera ráðstafanir. „Verðbólga og skörp hækkun vaxta leiðir þó til þyngri greiðslubyrði þeirra sem hafa tekið lán með breytilegum nafnvöxtum. Þá mun vaxtafesta margra lántaka brátt renna sitt skeið og hækkandi raunvextir þyngja greiðslubyrði," segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. „Þar sem þörf krefur ber að skoða að lengja lánstíma, taka upp jafngreiðsluskilmála, setja þak á greidda nafnvexti og líta til ólíkra lánaforma sem bjóða upp á mismunandi greiðslubyrði. Rúm eiginfjárstaða margra lántaka ætti að gefa töluvert svigrúm til að tryggja að greiðslubyrði haldist í takti við viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett," segir í yfirlýsingunni. Nefdin segir einnig nauðsynlegt er að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Þau skref sem hafi verið stigin í átt að innlendri, óháðri smágreiðslumiðlun séu jákvæð í því samhengi. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti," segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Halda örvandi úrræðum til streitu þrátt fyrir varnarorð Seðlabankans Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast við umsögn Seðlabankans Íslands um framlengingu á úrræðum sem gerir fólki kleift að nýta séreignarsparnað til innborgunar á húsnæðislán. Seðlabankinn telur úrræðin „fremur óheppileg“ á tímum eftirspurnarþenslu. 5. júní 2023 11:30 Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun kemur fram að heimili og fyrirtæki standi aftur á móti frammi fyrir versnandi fjármálaskilyrðum. Vanskil útlána væru þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð. Þá hafi nýlegar útgáfur á erlendum skuldabréfamörkuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu þótt vaxtakjörin hefðu versnað. Nefndin telji viðnámsþrótt kerfisins góðan og hefði því ákveðið að halda framlögum banka í sveiflujöfnunarauka óbreyttum í 2,5%. „Skörp hækkun fasteignaverðs og neikvæðir raunvextir hafa skilað hraðri eiginfjármyndun, sérstaklega hjá þeim sem hafa fjármagnað fasteignakaup með nafnvaxtalánum. Setning lánþegaskilyrða, bæði hámark veðsetningar- og greiðslubyrðarhlutfalls, dró úr hættunni á því að hröð eiginfjármyndun skapaði forsendur fyrir óhóflega skuldsetningu," segir í yfirlýsingunni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóriog aðrir í peningastefnunefnd Seðlabankans munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á kynningarfundi klukkan 9:30. Fundinum verður streymt á Vísi.Vísir/Vilhelm Það sjáist m.a. af því að skuldahlutfall heimila hafi verið stöðugt í 150% af ráðstöfunartekjum þeirra. Sterk eiginfjárstaða heimila skapi viðnámsþrótt til að mæta versnandi fjármálaskilyrðum. Bankinn vekur athygli á að umsaminn tími fastra vaxta á íbúðarlánum hjá mjög mörgum líði á næstu mánuðum og því þurfi mörg heimili að gera ráðstafanir. „Verðbólga og skörp hækkun vaxta leiðir þó til þyngri greiðslubyrði þeirra sem hafa tekið lán með breytilegum nafnvöxtum. Þá mun vaxtafesta margra lántaka brátt renna sitt skeið og hækkandi raunvextir þyngja greiðslubyrði," segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. „Þar sem þörf krefur ber að skoða að lengja lánstíma, taka upp jafngreiðsluskilmála, setja þak á greidda nafnvexti og líta til ólíkra lánaforma sem bjóða upp á mismunandi greiðslubyrði. Rúm eiginfjárstaða margra lántaka ætti að gefa töluvert svigrúm til að tryggja að greiðslubyrði haldist í takti við viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett," segir í yfirlýsingunni. Nefdin segir einnig nauðsynlegt er að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Þau skref sem hafi verið stigin í átt að innlendri, óháðri smágreiðslumiðlun séu jákvæð í því samhengi. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti," segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Halda örvandi úrræðum til streitu þrátt fyrir varnarorð Seðlabankans Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast við umsögn Seðlabankans Íslands um framlengingu á úrræðum sem gerir fólki kleift að nýta séreignarsparnað til innborgunar á húsnæðislán. Seðlabankinn telur úrræðin „fremur óheppileg“ á tímum eftirspurnarþenslu. 5. júní 2023 11:30 Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Halda örvandi úrræðum til streitu þrátt fyrir varnarorð Seðlabankans Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast við umsögn Seðlabankans Íslands um framlengingu á úrræðum sem gerir fólki kleift að nýta séreignarsparnað til innborgunar á húsnæðislán. Seðlabankinn telur úrræðin „fremur óheppileg“ á tímum eftirspurnarþenslu. 5. júní 2023 11:30
Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. 31. maí 2023 11:36
Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31
Segir nauðsynlegt að gera hófsama kjarasamninga til langs tíma Seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að gerðir verði hóflegir langtíma kjarasamningar og aðhald aukið í ríkisfjármálum til að ná verðbólgunni niður. Ef Seðlabankinn eigi einn að ná niður verðbólgu þurfi að hækka vexti enn frekar. 24. maí 2023 12:12