Bein útsending: Rostungur í fjörunni á Álftanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2023 15:49 Rostungurinn hefur lítið hreyft sig undanfarna klukkustund. Vísir/Vilhelm Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að lögregla reyni að takmarka ferðir fólks að dýrinu. Þar sé öryggi fólks í fyrirrúmi. „Rostungar geta ferðast hratt ef þeim finnst þeim ógnað og geta ráðist að fóli. Notað höggtennur ef þeir telja sig þurfa að verja sig. Geta einnig borið smitsjúkdóma. Með tilliti til velferðar dýrsins er vont að stressa það í hvíld,“ segir Þóra. Lögregla ætli að skoða aðstæður og leiðbeina fólki um að vera ekki of nálægt dýrinu. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar og dýralæknir hjá Matvælastofnun eru á leið á vettvang að meta ástand dýrsins. „Við ætlum að reyna að skoða núna þessar myndir af sárum og ætlum að fara þangað að meta aðstæður,“ segir Þóra. Það sé á ábyrgð sveitarfélagsins að bregðast við. Fylgjast má með streymi úr fjörunni á Stöð 2 Vísi, hér að neðan. Jón Sólmundsson fiskifræðingur lýsti því í samtali við Vísi í morgun þar sem hann hjólaði úr Norðurbænum í Hafnarfirði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og sá hann syndandi í flæðarmálinu. „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Hvert vissi Jón eðlilega ekki en ekki löngu síðar var hann kominn upp í fjöru hjá nágrönnum Hafnfirðinga á Álftanesi. Ljósmyndari Vísis náði nokkrum myndum af Rollsa.Vísir/Vilhelm Garðabær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41 Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að lögregla reyni að takmarka ferðir fólks að dýrinu. Þar sé öryggi fólks í fyrirrúmi. „Rostungar geta ferðast hratt ef þeim finnst þeim ógnað og geta ráðist að fóli. Notað höggtennur ef þeir telja sig þurfa að verja sig. Geta einnig borið smitsjúkdóma. Með tilliti til velferðar dýrsins er vont að stressa það í hvíld,“ segir Þóra. Lögregla ætli að skoða aðstæður og leiðbeina fólki um að vera ekki of nálægt dýrinu. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar og dýralæknir hjá Matvælastofnun eru á leið á vettvang að meta ástand dýrsins. „Við ætlum að reyna að skoða núna þessar myndir af sárum og ætlum að fara þangað að meta aðstæður,“ segir Þóra. Það sé á ábyrgð sveitarfélagsins að bregðast við. Fylgjast má með streymi úr fjörunni á Stöð 2 Vísi, hér að neðan. Jón Sólmundsson fiskifræðingur lýsti því í samtali við Vísi í morgun þar sem hann hjólaði úr Norðurbænum í Hafnarfirði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og sá hann syndandi í flæðarmálinu. „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Hvert vissi Jón eðlilega ekki en ekki löngu síðar var hann kominn upp í fjöru hjá nágrönnum Hafnfirðinga á Álftanesi. Ljósmyndari Vísis náði nokkrum myndum af Rollsa.Vísir/Vilhelm
Garðabær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41 Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41
Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21