Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2023 11:43 Hér má sjá auglýsingu þar sem Seltjarnarnesbær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti sem sætti sig við ýmislegt. Auglýsingin er þó runnin undan rifjum BSRB, ekki Seltjarnarnesbæjar. BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira