Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2023 11:43 Hér má sjá auglýsingu þar sem Seltjarnarnesbær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti sem sætti sig við ýmislegt. Auglýsingin er þó runnin undan rifjum BSRB, ekki Seltjarnarnesbæjar. BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira