Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 20:27 Alls óvíst er hvort svona hátíðlegt verði um að litast í Gullhömrum þegar aðalmeðferð í alvarlegu sakamáli fer fram. Facebook/Gullhamrar Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem öllum verjendum í málinu barst nýverið og Vísir hefur undir höndum. Þar segir að aðalmeðferðin fari fram dagana 25. til 29. september næstkomandi. „Aðalmeðferðin mun fara fram í sal að Þjóðhildarstíg 2, í Gullhömrum, en öll aðstaða þar uppfyllir þarfagreiningu dómsins,“ segir í póstinum. Málið var þingfest þann 21. mars síðastliðinn, við heldur óvenjulegar aðstæður. Sakborningar í málinu eru 25 karlmenn á aldrinum átján til 36 ára og því þurfti að þingfesta málið í fjórum hollum. Ljóst er að ekki er unnt að skipta aðalmeðferð með þeim hætti og því þurfti að leita annara lausna. Nú er sú lausn fundin í formi veislusals, sem undir venjulegum kringumstæðum hýsir viðburði á við árshátíðir menntaskóla og fyrirtækja og brúðkaup. Í tölvupóstinum kemur jafnframt fram að fyrirtöku til framlagningar greinargerða og fleira verði frestað til haustsins, en það stafi meðal annars af því að beðið er matsgerðar. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Augljóst að aðalmeðferð geti ekki farið fram við Lækjartorg Verjandi nítján ára manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra segir gæsluvarðhald sem hann hefur sætt leggjast verulega á hann. Hann sér ekki hvernig aðalmeðferð í málinu eigi að geta farið fram í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur. 21. mars 2023 14:45 Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00 25 ákærðir fyrir hnífaárásina á Bankastræti Club Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. 10. febrúar 2023 17:26 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem öllum verjendum í málinu barst nýverið og Vísir hefur undir höndum. Þar segir að aðalmeðferðin fari fram dagana 25. til 29. september næstkomandi. „Aðalmeðferðin mun fara fram í sal að Þjóðhildarstíg 2, í Gullhömrum, en öll aðstaða þar uppfyllir þarfagreiningu dómsins,“ segir í póstinum. Málið var þingfest þann 21. mars síðastliðinn, við heldur óvenjulegar aðstæður. Sakborningar í málinu eru 25 karlmenn á aldrinum átján til 36 ára og því þurfti að þingfesta málið í fjórum hollum. Ljóst er að ekki er unnt að skipta aðalmeðferð með þeim hætti og því þurfti að leita annara lausna. Nú er sú lausn fundin í formi veislusals, sem undir venjulegum kringumstæðum hýsir viðburði á við árshátíðir menntaskóla og fyrirtækja og brúðkaup. Í tölvupóstinum kemur jafnframt fram að fyrirtöku til framlagningar greinargerða og fleira verði frestað til haustsins, en það stafi meðal annars af því að beðið er matsgerðar.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Augljóst að aðalmeðferð geti ekki farið fram við Lækjartorg Verjandi nítján ára manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra segir gæsluvarðhald sem hann hefur sætt leggjast verulega á hann. Hann sér ekki hvernig aðalmeðferð í málinu eigi að geta farið fram í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur. 21. mars 2023 14:45 Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00 25 ákærðir fyrir hnífaárásina á Bankastræti Club Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. 10. febrúar 2023 17:26 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Augljóst að aðalmeðferð geti ekki farið fram við Lækjartorg Verjandi nítján ára manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra segir gæsluvarðhald sem hann hefur sætt leggjast verulega á hann. Hann sér ekki hvernig aðalmeðferð í málinu eigi að geta farið fram í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur. 21. mars 2023 14:45
Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00
25 ákærðir fyrir hnífaárásina á Bankastræti Club Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. 10. febrúar 2023 17:26