„Slaufaðir“ Greifarnir hundfúlir með sögulega samantekt á RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2023 10:51 Greifarnir á hápunkti frægðarinnar. Liðsmenn Greifanna eru allt annað en sáttir með að hafa verið hundsaðir í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands á RÚV. Þeir líta svo á að þeim hafi verið slaufað enda ekkert fjallað um sviðsljós sveitarinnar á því tímabili sem var til umfjöllunar í þætti fyrir tímabilið 1986 til 1992. Kristján Viðar Haraldsson, söngvari sveitarinnar, hefur orð fyrir félögum sínum í ítarlegri færslu á Facebook. Hann lýsir því þannig að sveitinni hafi hreinlega verið slaufað en áður hafði Sveinbjörn Grétarsson gítarleikari sveitarinnar velt því sama upp á Facebook. Þættirnir eru frá árinu 2015 en var endursýndur um helgina og virðist hafa rifið upp gömul sár liðsmanna sveitarinnar. „Ég er ekki vanur að tjá mig mikið á Facebook en finn mig nú knúinn til að leggja orð í belg. Ég verð að vera sammála Bjössa gítarleikara vini mínum í Greifunum þegar hann spyr á sama miðli eftir að hafa horft á þáttinn um árin 1986 til 1992 í Popp- og rokksögu Íslands á RÚV um helgina. Er ég í einhverju egó trippi eða er þetta bara eðlilegt? Gerðist þetta aldrei? Var mig bara að dreyma þetta 80’s tímabil sem ég tel mig hafa upplifað?“ Greifarnir skutust fram á sjónarsviðið árið 1986 með sigri í Músíktilraunum. Sveitin á rætur að rekja til Húsavíkur og naut gríðarlegra vinsælda í fimm ár eða svo, spilaði streitulaust á böllum, en lagðist svo í dvala. Nokkrum árum síðan átti sveitin öfluga endurkomu en hefur verið róleg síðustu ár. Hún telur þó enn í á dansleikjum endrum og sinnum. Sveitin naut mikilla vinsælda á þessu tímabil. Lög eins og Útihátíð og Frystikistulagið voru á vörum hvers manns. Hljómsveitirnar sem fengu sviðið í þættinum voru Bjartmar Guðlaugsson, Todmobile, Sykurmolarnir, Bubbi Morthens, Síðan skein sól, Risaeðlan, HAM, Bítlavinafélagið, Sálin hans Jóns míns og Ný dönsk. Kristján Viðar heldur áfram. „Fyrst vil ég segja. Jú Bjössi þetta gerðist. Ég var þarna líka. Ég hef sjálfur stundum velt þessu sama fyrir mér þegar ég hef lesið umfjöllun sjálfskipaðra sérfræðinga með sjálfskipaðar doktorsgráður sem hafa fjallað um þetta tímabil. Ég hef meira að segja leitað mér upplýsinga hjá raunverulegum sérfræðingum um tónlist þessa tímabils og talað við ýmsa samferðamenn sem eru enn á lífi og hafa engu gleymt. Ég hef sem sagt staðfestingu á því að allt það sem við upplifðum og tókum okkur fyrir hendur á þessum tíma, það gerðist í raun. Og það sem er kannski undarlegast af öllu er að í öllum þeim umfjöllunum sem ákveðnir aðilar hafa fjallað um okkur. Hvort sem það voru þáttargerðarmenn á Rás 2 eða einhverjir sem þóttust vera skrifa sögu íslenskrar popptónlistar hefur aldrei, ég endurtek ALDREI, verið talað við okkur um hvernig þetta var fyrr en núna. Ég fór í tveggja klukkutíma viðtal í tengslum við þessa þáttagerð. Mig grunar að ég sjáist einhverntímann í nokkrar sekúndur í einhverjum öðrum þætti en ekkert er fjallað um okkur í þessum þætti sem þó fjallaði um þau ár sem við komum stormandi inn í íslenska tónlistarsenu,“ segir Kristján ósáttur. Greifarnir með gæsilega hárgreiðslu í anda níunda áratugarins. Hann segir sveitina hafa verið alls staðar á þessum árum sem þátturinn, sem endursýndur var á RÚV um helgina, fjallaði um. Sérstaklega árin 1986 til ársins 1989 hafi sveitin verið í aðalhlutverki. Fjallað var um 25 ára afmæli Greifanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2011. „Án vafa ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. Það er mjög auðvelt að sjá ef þeir sem gerðu þættinum hefðu haft metnað til þess að fara í einhverja heimildavinnu. Við spiluðum stanslaust frá því við byrjuðum um mitt ár 1986 til 1988-89 fyrir fullu húsi. ALLTAF. Svona um það bil 350-400 tónleikar/böll bæði í Reykjavík og um allt land. Eins vorum við fastagestir á þeim vinsældarlistum sem voru í boði. Öll lögin okkar af plötunni Blátt blóð fóru á topp 20 á vinsældarlista rásar 2 haustið 1986. Það hefur aldrei verið leikið eftir eftir því sem ég best veit. Bara þetta ætti að vera nóg til þess að fjalla um okkur og okkar framlag þegar gerðir eru heimildarþættir um popp- og rokksögu Íslands.“ Þá séu fleiri merki þess hve mikil áhrif koma sveitarinnar á tónlistarmarkaðinn hafi haft. Greifarnir í seinni tíð, búnir að setja upp hatta og greiðslan orðin önnur. „Það sést best á sigurvegurum Músíktilrauna árin á eftir. Í kjölfarið komu nefnilega aðrar hljómsveitir sem voru að spila svipaða tónlist. Við höfðum meira að segja svo mikil áhrif að talað var um að hljómsveitir spiluðu Greifapopp. Eins og ágætur maður sem er sérfróður um íslenska dægurtónlist orðaði þetta: „Að minni hyggju voru Greifarnir svona undanfari poppbylgjunnar sem kom með Sálinni og Nýdönsk. Sem sagt, það er hægt að gera alvöru gleði- og stuðtónlist og það þarf ekkert að afsaka það. Á undan Greifunum voru svona pönk/rokkþyngsli en svo er öllu snúið á haus með gleðipoppinu (sem harmoneraði ágætlega við svipaða late 80s þróun í U.K. og U.S.A.). Það komu svona post-Greifabönd eins og Stuðkompaníið, Stertimenni, Fjörkallar og Herramenn en ég las alltaf Greifana sem Bítla þessarar senu.“ Felix Bergsson, sem var líka söngvari Greifanna á sínum tíma, tekur undir með Kristjáni sem bætir við: „Þetta er eins og gera heimildarmynd um íslenskt bakkelsi og sleppa því að fjalla um kleinur, flatkökur og ástarpunga.“ Greifarnir í heimapartýi árið 2011. Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Kristján Viðar Haraldsson, söngvari sveitarinnar, hefur orð fyrir félögum sínum í ítarlegri færslu á Facebook. Hann lýsir því þannig að sveitinni hafi hreinlega verið slaufað en áður hafði Sveinbjörn Grétarsson gítarleikari sveitarinnar velt því sama upp á Facebook. Þættirnir eru frá árinu 2015 en var endursýndur um helgina og virðist hafa rifið upp gömul sár liðsmanna sveitarinnar. „Ég er ekki vanur að tjá mig mikið á Facebook en finn mig nú knúinn til að leggja orð í belg. Ég verð að vera sammála Bjössa gítarleikara vini mínum í Greifunum þegar hann spyr á sama miðli eftir að hafa horft á þáttinn um árin 1986 til 1992 í Popp- og rokksögu Íslands á RÚV um helgina. Er ég í einhverju egó trippi eða er þetta bara eðlilegt? Gerðist þetta aldrei? Var mig bara að dreyma þetta 80’s tímabil sem ég tel mig hafa upplifað?“ Greifarnir skutust fram á sjónarsviðið árið 1986 með sigri í Músíktilraunum. Sveitin á rætur að rekja til Húsavíkur og naut gríðarlegra vinsælda í fimm ár eða svo, spilaði streitulaust á böllum, en lagðist svo í dvala. Nokkrum árum síðan átti sveitin öfluga endurkomu en hefur verið róleg síðustu ár. Hún telur þó enn í á dansleikjum endrum og sinnum. Sveitin naut mikilla vinsælda á þessu tímabil. Lög eins og Útihátíð og Frystikistulagið voru á vörum hvers manns. Hljómsveitirnar sem fengu sviðið í þættinum voru Bjartmar Guðlaugsson, Todmobile, Sykurmolarnir, Bubbi Morthens, Síðan skein sól, Risaeðlan, HAM, Bítlavinafélagið, Sálin hans Jóns míns og Ný dönsk. Kristján Viðar heldur áfram. „Fyrst vil ég segja. Jú Bjössi þetta gerðist. Ég var þarna líka. Ég hef sjálfur stundum velt þessu sama fyrir mér þegar ég hef lesið umfjöllun sjálfskipaðra sérfræðinga með sjálfskipaðar doktorsgráður sem hafa fjallað um þetta tímabil. Ég hef meira að segja leitað mér upplýsinga hjá raunverulegum sérfræðingum um tónlist þessa tímabils og talað við ýmsa samferðamenn sem eru enn á lífi og hafa engu gleymt. Ég hef sem sagt staðfestingu á því að allt það sem við upplifðum og tókum okkur fyrir hendur á þessum tíma, það gerðist í raun. Og það sem er kannski undarlegast af öllu er að í öllum þeim umfjöllunum sem ákveðnir aðilar hafa fjallað um okkur. Hvort sem það voru þáttargerðarmenn á Rás 2 eða einhverjir sem þóttust vera skrifa sögu íslenskrar popptónlistar hefur aldrei, ég endurtek ALDREI, verið talað við okkur um hvernig þetta var fyrr en núna. Ég fór í tveggja klukkutíma viðtal í tengslum við þessa þáttagerð. Mig grunar að ég sjáist einhverntímann í nokkrar sekúndur í einhverjum öðrum þætti en ekkert er fjallað um okkur í þessum þætti sem þó fjallaði um þau ár sem við komum stormandi inn í íslenska tónlistarsenu,“ segir Kristján ósáttur. Greifarnir með gæsilega hárgreiðslu í anda níunda áratugarins. Hann segir sveitina hafa verið alls staðar á þessum árum sem þátturinn, sem endursýndur var á RÚV um helgina, fjallaði um. Sérstaklega árin 1986 til ársins 1989 hafi sveitin verið í aðalhlutverki. Fjallað var um 25 ára afmæli Greifanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2011. „Án vafa ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. Það er mjög auðvelt að sjá ef þeir sem gerðu þættinum hefðu haft metnað til þess að fara í einhverja heimildavinnu. Við spiluðum stanslaust frá því við byrjuðum um mitt ár 1986 til 1988-89 fyrir fullu húsi. ALLTAF. Svona um það bil 350-400 tónleikar/böll bæði í Reykjavík og um allt land. Eins vorum við fastagestir á þeim vinsældarlistum sem voru í boði. Öll lögin okkar af plötunni Blátt blóð fóru á topp 20 á vinsældarlista rásar 2 haustið 1986. Það hefur aldrei verið leikið eftir eftir því sem ég best veit. Bara þetta ætti að vera nóg til þess að fjalla um okkur og okkar framlag þegar gerðir eru heimildarþættir um popp- og rokksögu Íslands.“ Þá séu fleiri merki þess hve mikil áhrif koma sveitarinnar á tónlistarmarkaðinn hafi haft. Greifarnir í seinni tíð, búnir að setja upp hatta og greiðslan orðin önnur. „Það sést best á sigurvegurum Músíktilrauna árin á eftir. Í kjölfarið komu nefnilega aðrar hljómsveitir sem voru að spila svipaða tónlist. Við höfðum meira að segja svo mikil áhrif að talað var um að hljómsveitir spiluðu Greifapopp. Eins og ágætur maður sem er sérfróður um íslenska dægurtónlist orðaði þetta: „Að minni hyggju voru Greifarnir svona undanfari poppbylgjunnar sem kom með Sálinni og Nýdönsk. Sem sagt, það er hægt að gera alvöru gleði- og stuðtónlist og það þarf ekkert að afsaka það. Á undan Greifunum voru svona pönk/rokkþyngsli en svo er öllu snúið á haus með gleðipoppinu (sem harmoneraði ágætlega við svipaða late 80s þróun í U.K. og U.S.A.). Það komu svona post-Greifabönd eins og Stuðkompaníið, Stertimenni, Fjörkallar og Herramenn en ég las alltaf Greifana sem Bítla þessarar senu.“ Felix Bergsson, sem var líka söngvari Greifanna á sínum tíma, tekur undir með Kristjáni sem bætir við: „Þetta er eins og gera heimildarmynd um íslenskt bakkelsi og sleppa því að fjalla um kleinur, flatkökur og ástarpunga.“ Greifarnir í heimapartýi árið 2011.
Greifarnir skutust fram á sjónarsviðið árið 1986 með sigri í Músíktilraunum. Sveitin á rætur að rekja til Húsavíkur og naut gríðarlegra vinsælda í fimm ár eða svo, spilaði streitulaust á böllum, en lagðist svo í dvala. Nokkrum árum síðan átti sveitin öfluga endurkomu en hefur verið róleg síðustu ár. Hún telur þó enn í á dansleikjum endrum og sinnum.
Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira