Maður og bolti Ólafur Arnar Jónsson skrifar 14. júní 2023 13:31 Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Frá því að byrjað var að virkja Þjórsá hefur laxastofninn í ánni fjórfaldast og er nú sá stærsti á landinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem raktar voru í grein hér á Vísi fyrir skemmstu. Auk þess sem þar kom fram má nefna hlut Veiðifélags Þjórsár. Veiðifélagið hefur jafnan gert miklar kröfur til Landsvirkjunar um búnað, hönnun og skipulag svo fiskur og seiði eigi greiða leið upp og niður ána á virkjanasvæðunum. Sá metnaður hefur borið þennan góða árangur sem að framan greinir. Hvammsvirkjun engin undantekning Hvammsvirkjun er þarna engin undantekning. Meðfram hönnun virkjunarinnar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir til að tryggja áframhaldandi góða fiskigengd. Margir umhverfisþættir verða svo vaktaðir áfram, bæði fyrir og eftir gangsetningu. Nú ber hins vegar svo við að stjórnarmaður í Veiðifélaginu vegur illa að starfsheiðri dr. Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings. Í grein Jóns Árna Vignissonar sem birtist í gær segir beinlínis að sérfræðiþekking Sigurðar sé einskis virði, hann sé aðeins að „greiða leið stórfyrirtækja.“ Jón Árni virðist komast að þessari niðurstöðu vegna þess að Sigurður hafi starfað fyrir Hafrannsóknastofnun áður en hann kom til starfa fyrir Landsvirkjun. Megnið af sinni starfsævi starfaði dr. Sigurður hjá Veiðimálastofnun og eftir sameiningu stofnananna varð hann forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann lét af störfum þar árið 2021. Dr. Sigurður hefur sem sagt rannsakað og stýrt rannsóknum á fiskistofnum áratugum saman. Það er ljóst að fengur er að fræðimanni með slíka reynslu og þekkingu í umhverfisrannsóknateymi Landsvirkjunar en þar hefur hann starfað síðastliðið ár við góðan orðstír. Fagleg umræða mikils virði Landsvirkjun tekur allri málefnalegri gagnrýni fagnandi. Dylgjur um annarleg sjónarmið sérfræðinga falla ekki í þann flokk og óskandi að hægt sé að halda umræðunni á faglegri nótum. Um 40% af laxastofninum í Þjórsá eru veidd í net fyrir neðan virkjanir á ári hverju. Veiðifélag Þjórsár hefur því uppskorið margfalda veiði vegna þeirrar miklu áherslu sem Landsvirkjun hefur lagt á að búa vel að fiskistofnum árinnar samhliða uppbyggingu virkjana gegnum tíðina. Hvammsvirkjun verður engin undantekning og alveg óþarfi að vega að heiðri reynslumikilla fræðimanna í þeim skoðanaskiptum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér umgjörð framkvæmdarinnar, þá bendi ég á vefsíðuna: landsvirkjun.is/hvammsvirkjun Höfundur er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar. Frá því að byrjað var að virkja Þjórsá hefur laxastofninn í ánni fjórfaldast og er nú sá stærsti á landinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem raktar voru í grein hér á Vísi fyrir skemmstu. Auk þess sem þar kom fram má nefna hlut Veiðifélags Þjórsár. Veiðifélagið hefur jafnan gert miklar kröfur til Landsvirkjunar um búnað, hönnun og skipulag svo fiskur og seiði eigi greiða leið upp og niður ána á virkjanasvæðunum. Sá metnaður hefur borið þennan góða árangur sem að framan greinir. Hvammsvirkjun engin undantekning Hvammsvirkjun er þarna engin undantekning. Meðfram hönnun virkjunarinnar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir til að tryggja áframhaldandi góða fiskigengd. Margir umhverfisþættir verða svo vaktaðir áfram, bæði fyrir og eftir gangsetningu. Nú ber hins vegar svo við að stjórnarmaður í Veiðifélaginu vegur illa að starfsheiðri dr. Sigurðar Guðjónssonar, fiskifræðings. Í grein Jóns Árna Vignissonar sem birtist í gær segir beinlínis að sérfræðiþekking Sigurðar sé einskis virði, hann sé aðeins að „greiða leið stórfyrirtækja.“ Jón Árni virðist komast að þessari niðurstöðu vegna þess að Sigurður hafi starfað fyrir Hafrannsóknastofnun áður en hann kom til starfa fyrir Landsvirkjun. Megnið af sinni starfsævi starfaði dr. Sigurður hjá Veiðimálastofnun og eftir sameiningu stofnananna varð hann forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann lét af störfum þar árið 2021. Dr. Sigurður hefur sem sagt rannsakað og stýrt rannsóknum á fiskistofnum áratugum saman. Það er ljóst að fengur er að fræðimanni með slíka reynslu og þekkingu í umhverfisrannsóknateymi Landsvirkjunar en þar hefur hann starfað síðastliðið ár við góðan orðstír. Fagleg umræða mikils virði Landsvirkjun tekur allri málefnalegri gagnrýni fagnandi. Dylgjur um annarleg sjónarmið sérfræðinga falla ekki í þann flokk og óskandi að hægt sé að halda umræðunni á faglegri nótum. Um 40% af laxastofninum í Þjórsá eru veidd í net fyrir neðan virkjanir á ári hverju. Veiðifélag Þjórsár hefur því uppskorið margfalda veiði vegna þeirrar miklu áherslu sem Landsvirkjun hefur lagt á að búa vel að fiskistofnum árinnar samhliða uppbyggingu virkjana gegnum tíðina. Hvammsvirkjun verður engin undantekning og alveg óþarfi að vega að heiðri reynslumikilla fræðimanna í þeim skoðanaskiptum. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér umgjörð framkvæmdarinnar, þá bendi ég á vefsíðuna: landsvirkjun.is/hvammsvirkjun Höfundur er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar