Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 15:51 Hagkaup stefnir að opnun netverslunar á næstu misserum. Vísir/Vilhelm Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Í gær bættist verslunarrisinn Costco í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar með Costco-kort geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt samdægurs í verslunina í Kauptúni. Síðasta sumar hófu Heimkaup netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir fyrirtækið undirbúa vefverslun áfengis.Aðsent Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í viðtali við Mbl í dag það ekki ólíklegt að áfengisverslun opni í netverslun Hagkaupa á komandi misserum og að verslunin sé farin að undirbúa útfærslu á slíkri vefverslun. Hagkaup er nú þegar með vefverslun fyrir snyrtivörur, leikföng, sérvörur og veisluþjónusta. Verslunin er því með vettvang fyrir reksturinn. Í viðtalinu sagði hann einnig að Hagkaup hafi ákveðið að vera ekki fremst í flokki í vefverslun áfengis en það væri orðið ljóst að verslanirnar fái að opna og starfrækja vefverslunina án inngripa frá yfirvöldum. Þess vegna teldi fyrirtækið óhætt að hefja undirbúning á sölunni. Vefverslun áfengis sé lögmæt Fráfarandi dómsmálaráðherra segir það ljóst að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Sjálfur lagði hann fram frumvarp um vefverslun áfengis í desember en það hafi strandað á Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hann fagnar innkomu einkaframtaksins. „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt,“ sagði Jón Gunnarsson í viðtali við Mbl í tilefni af því að Costco opnaði vefverslun með áfengi. Jón Gunnarsson fagnar innkomu einkaaðila á áfengissölumarkaði.Vísir/Vilhelm Hann sagði að hérlendis hefðu verið margar vefverslanir um nokkurra ára skeið og þær hafi gengið vel. Um sjálfsagða þróun í takt við almenna verslunarhætti væri að ræða. Í raun mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Fyrirtæki hafa smeygt sér fram hjá lagabókstafnum með því að nota birgja eða milliliði sem eru skráðir erlendis. Þannig virka lögin í raun ekki sem skyldi. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í gær bættist verslunarrisinn Costco í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar með Costco-kort geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt samdægurs í verslunina í Kauptúni. Síðasta sumar hófu Heimkaup netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir fyrirtækið undirbúa vefverslun áfengis.Aðsent Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í viðtali við Mbl í dag það ekki ólíklegt að áfengisverslun opni í netverslun Hagkaupa á komandi misserum og að verslunin sé farin að undirbúa útfærslu á slíkri vefverslun. Hagkaup er nú þegar með vefverslun fyrir snyrtivörur, leikföng, sérvörur og veisluþjónusta. Verslunin er því með vettvang fyrir reksturinn. Í viðtalinu sagði hann einnig að Hagkaup hafi ákveðið að vera ekki fremst í flokki í vefverslun áfengis en það væri orðið ljóst að verslanirnar fái að opna og starfrækja vefverslunina án inngripa frá yfirvöldum. Þess vegna teldi fyrirtækið óhætt að hefja undirbúning á sölunni. Vefverslun áfengis sé lögmæt Fráfarandi dómsmálaráðherra segir það ljóst að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Sjálfur lagði hann fram frumvarp um vefverslun áfengis í desember en það hafi strandað á Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hann fagnar innkomu einkaframtaksins. „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt,“ sagði Jón Gunnarsson í viðtali við Mbl í tilefni af því að Costco opnaði vefverslun með áfengi. Jón Gunnarsson fagnar innkomu einkaaðila á áfengissölumarkaði.Vísir/Vilhelm Hann sagði að hérlendis hefðu verið margar vefverslanir um nokkurra ára skeið og þær hafi gengið vel. Um sjálfsagða þróun í takt við almenna verslunarhætti væri að ræða. Í raun mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Fyrirtæki hafa smeygt sér fram hjá lagabókstafnum með því að nota birgja eða milliliði sem eru skráðir erlendis. Þannig virka lögin í raun ekki sem skyldi.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18