Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 15:51 Hagkaup stefnir að opnun netverslunar á næstu misserum. Vísir/Vilhelm Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Í gær bættist verslunarrisinn Costco í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar með Costco-kort geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt samdægurs í verslunina í Kauptúni. Síðasta sumar hófu Heimkaup netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir fyrirtækið undirbúa vefverslun áfengis.Aðsent Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í viðtali við Mbl í dag það ekki ólíklegt að áfengisverslun opni í netverslun Hagkaupa á komandi misserum og að verslunin sé farin að undirbúa útfærslu á slíkri vefverslun. Hagkaup er nú þegar með vefverslun fyrir snyrtivörur, leikföng, sérvörur og veisluþjónusta. Verslunin er því með vettvang fyrir reksturinn. Í viðtalinu sagði hann einnig að Hagkaup hafi ákveðið að vera ekki fremst í flokki í vefverslun áfengis en það væri orðið ljóst að verslanirnar fái að opna og starfrækja vefverslunina án inngripa frá yfirvöldum. Þess vegna teldi fyrirtækið óhætt að hefja undirbúning á sölunni. Vefverslun áfengis sé lögmæt Fráfarandi dómsmálaráðherra segir það ljóst að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Sjálfur lagði hann fram frumvarp um vefverslun áfengis í desember en það hafi strandað á Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hann fagnar innkomu einkaframtaksins. „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt,“ sagði Jón Gunnarsson í viðtali við Mbl í tilefni af því að Costco opnaði vefverslun með áfengi. Jón Gunnarsson fagnar innkomu einkaaðila á áfengissölumarkaði.Vísir/Vilhelm Hann sagði að hérlendis hefðu verið margar vefverslanir um nokkurra ára skeið og þær hafi gengið vel. Um sjálfsagða þróun í takt við almenna verslunarhætti væri að ræða. Í raun mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Fyrirtæki hafa smeygt sér fram hjá lagabókstafnum með því að nota birgja eða milliliði sem eru skráðir erlendis. Þannig virka lögin í raun ekki sem skyldi. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Í gær bættist verslunarrisinn Costco í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar með Costco-kort geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt samdægurs í verslunina í Kauptúni. Síðasta sumar hófu Heimkaup netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir fyrirtækið undirbúa vefverslun áfengis.Aðsent Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í viðtali við Mbl í dag það ekki ólíklegt að áfengisverslun opni í netverslun Hagkaupa á komandi misserum og að verslunin sé farin að undirbúa útfærslu á slíkri vefverslun. Hagkaup er nú þegar með vefverslun fyrir snyrtivörur, leikföng, sérvörur og veisluþjónusta. Verslunin er því með vettvang fyrir reksturinn. Í viðtalinu sagði hann einnig að Hagkaup hafi ákveðið að vera ekki fremst í flokki í vefverslun áfengis en það væri orðið ljóst að verslanirnar fái að opna og starfrækja vefverslunina án inngripa frá yfirvöldum. Þess vegna teldi fyrirtækið óhætt að hefja undirbúning á sölunni. Vefverslun áfengis sé lögmæt Fráfarandi dómsmálaráðherra segir það ljóst að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Sjálfur lagði hann fram frumvarp um vefverslun áfengis í desember en það hafi strandað á Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hann fagnar innkomu einkaframtaksins. „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt,“ sagði Jón Gunnarsson í viðtali við Mbl í tilefni af því að Costco opnaði vefverslun með áfengi. Jón Gunnarsson fagnar innkomu einkaaðila á áfengissölumarkaði.Vísir/Vilhelm Hann sagði að hérlendis hefðu verið margar vefverslanir um nokkurra ára skeið og þær hafi gengið vel. Um sjálfsagða þróun í takt við almenna verslunarhætti væri að ræða. Í raun mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Fyrirtæki hafa smeygt sér fram hjá lagabókstafnum með því að nota birgja eða milliliði sem eru skráðir erlendis. Þannig virka lögin í raun ekki sem skyldi.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18