„Veldur greindarskerðingu sem ekki verður tekin til baka“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2023 16:55 Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum ræddi áhrif málma á taugakerfi barna. Samsett/Aðsent/Getty Rannsóknir sýna að lífshættulegt magn þungmálma líkt og blýs er að finna í rafrettum. Doktor í lýðheilsuvísindum segir mikið magn blýs, sérstaklega hjá börnum, geta haft óafturkræf áhrif á miðtaugakerfi og heilastarfsemi. Í nýlegri umfjöllun BBC segir að í rafrettum, sem teknar voru af skólabörnum og færðar á tilraunastofu, hafi fundist mikið magn blýs, nikkels og króms í rafrettuvökvanum sjálfum. Niðurstöðurnar þaðan sýna að börn, sem nota rafrettur, séu að anda að sér tvöfalt meira magni en öruggt er af blýi og nífalt meira magni af nikkeli. Þá innihéldu einhverjar rafrettur sömu skaðlegu efni og finnast í sígarettum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun getur slík neysla haft alvarleg áhrif á miðtaugakerfið og þróun heilans. Fram kemur að flestir vökvarnir hafi verið ólöglegir en Neytendastofa hérlendis hefur talið að enn sé mikið af rafrettum og rafrettuvökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Blý safnast upp í líkama sem getur haft alvarlegar afleiðingar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum er einn helsti sérfræðingur landsins um rafrettur og áhrif þeirra. „Samkvæmt þessari grein er talað um örugg mörk á blýi en Alþjóðaheilbrigðisstofunin heldur fast í að það eru engin örugg mörk á blýi. Ástæðan er sú að blý getur safnast upp í líkamanum og er sérlega hættulegt börnum. Börn taka upp fjórum til fimm sinnum meira blý en fullorðnir,“ segir Lára í samtali við Vísi og bætir við: „Þetta getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og þroska þess og valdið greindarskerðingu og hegðunarvandamálum eins og athyglisbresti og andfélagslegri hegðun.“ Blý safnast upp í beinum og tönnum og varar Lára því sérstaklega við því að barnshafandi konur noti rafrettur. „Þá getur blý losnað úr beinum og valdið fóstri skaða. Í framtíðinni, þegar blý fara að safnast upp og maður kemst yfir í sitt besta skeið og bein fara að þynnast, getur blý losnað og valdið miðtaugakerfinu skaða,“ segir Lára en bendir á að aðaláhersla sé á að vernda börn frá rafrettum. Lára Sigurðardóttir hefur að auki starfað sem fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. Óafturkræft Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þegar rafrettuvökvi er hitaður verða efnahvörf sem verða til þess að styrkleiki blýs verður meiri en í vökvanum sjálfum. „Þannig það getur verið margfalt meira af blýi.“ Í umfjöllun Vísis fyrir fimm árum kom fram að helmingur barna í tíunda bekk sögðust hafa notað rafrettur. „Árlega er gerð rannsókn með fyrirspurn þar sem niðurstöðurnar eru þannig að börn eru enn að veipa. En það er ekki víst hvort allir séu að segja satt og rétt frá. Maður veit til þess að þau eru að fikta við þetta en vissulega hafa nikótínpúðar komið að einhverju leyti í staðinn,“ segir Lára sem hefur kynnt sér áhrif nikótínpúða vel, sem er efni í aðra frétt. Þannig þetta er í raun stórhættulegt? „Já, algjörlega. Þú losnar ekkert auðveldlega við blý úr líkamanum þegar það er einu sinni komið inn í líkamann. Það hefur sýnt sig að þegar barn fær blýeitrun, þá er greindarskerðingin og skaðinn á taugakerfið óafurkræfur. Hér erum við að tala um varnalegan skaða sem ekki verður tekinn til baka.“ Lára segir ljóst að vekja verði meiri athygli á þessum áhrifum. „Ef að börnin okkar eru enn þá að nota þetta þá er virkilega þörf á því. Foreldrar eiga að vera vakandi fyrir þessu með börnin sín og fræða þau. Ræða við þau á jafningjagrundvelli,“ segir Lára að lokum. Rafrettur Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í nýlegri umfjöllun BBC segir að í rafrettum, sem teknar voru af skólabörnum og færðar á tilraunastofu, hafi fundist mikið magn blýs, nikkels og króms í rafrettuvökvanum sjálfum. Niðurstöðurnar þaðan sýna að börn, sem nota rafrettur, séu að anda að sér tvöfalt meira magni en öruggt er af blýi og nífalt meira magni af nikkeli. Þá innihéldu einhverjar rafrettur sömu skaðlegu efni og finnast í sígarettum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun getur slík neysla haft alvarleg áhrif á miðtaugakerfið og þróun heilans. Fram kemur að flestir vökvarnir hafi verið ólöglegir en Neytendastofa hérlendis hefur talið að enn sé mikið af rafrettum og rafrettuvökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Blý safnast upp í líkama sem getur haft alvarlegar afleiðingar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum er einn helsti sérfræðingur landsins um rafrettur og áhrif þeirra. „Samkvæmt þessari grein er talað um örugg mörk á blýi en Alþjóðaheilbrigðisstofunin heldur fast í að það eru engin örugg mörk á blýi. Ástæðan er sú að blý getur safnast upp í líkamanum og er sérlega hættulegt börnum. Börn taka upp fjórum til fimm sinnum meira blý en fullorðnir,“ segir Lára í samtali við Vísi og bætir við: „Þetta getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og þroska þess og valdið greindarskerðingu og hegðunarvandamálum eins og athyglisbresti og andfélagslegri hegðun.“ Blý safnast upp í beinum og tönnum og varar Lára því sérstaklega við því að barnshafandi konur noti rafrettur. „Þá getur blý losnað úr beinum og valdið fóstri skaða. Í framtíðinni, þegar blý fara að safnast upp og maður kemst yfir í sitt besta skeið og bein fara að þynnast, getur blý losnað og valdið miðtaugakerfinu skaða,“ segir Lára en bendir á að aðaláhersla sé á að vernda börn frá rafrettum. Lára Sigurðardóttir hefur að auki starfað sem fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. Óafturkræft Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þegar rafrettuvökvi er hitaður verða efnahvörf sem verða til þess að styrkleiki blýs verður meiri en í vökvanum sjálfum. „Þannig það getur verið margfalt meira af blýi.“ Í umfjöllun Vísis fyrir fimm árum kom fram að helmingur barna í tíunda bekk sögðust hafa notað rafrettur. „Árlega er gerð rannsókn með fyrirspurn þar sem niðurstöðurnar eru þannig að börn eru enn að veipa. En það er ekki víst hvort allir séu að segja satt og rétt frá. Maður veit til þess að þau eru að fikta við þetta en vissulega hafa nikótínpúðar komið að einhverju leyti í staðinn,“ segir Lára sem hefur kynnt sér áhrif nikótínpúða vel, sem er efni í aðra frétt. Þannig þetta er í raun stórhættulegt? „Já, algjörlega. Þú losnar ekkert auðveldlega við blý úr líkamanum þegar það er einu sinni komið inn í líkamann. Það hefur sýnt sig að þegar barn fær blýeitrun, þá er greindarskerðingin og skaðinn á taugakerfið óafurkræfur. Hér erum við að tala um varnalegan skaða sem ekki verður tekinn til baka.“ Lára segir ljóst að vekja verði meiri athygli á þessum áhrifum. „Ef að börnin okkar eru enn þá að nota þetta þá er virkilega þörf á því. Foreldrar eiga að vera vakandi fyrir þessu með börnin sín og fræða þau. Ræða við þau á jafningjagrundvelli,“ segir Lára að lokum.
Rafrettur Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira