„Veldur greindarskerðingu sem ekki verður tekin til baka“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2023 16:55 Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum ræddi áhrif málma á taugakerfi barna. Samsett/Aðsent/Getty Rannsóknir sýna að lífshættulegt magn þungmálma líkt og blýs er að finna í rafrettum. Doktor í lýðheilsuvísindum segir mikið magn blýs, sérstaklega hjá börnum, geta haft óafturkræf áhrif á miðtaugakerfi og heilastarfsemi. Í nýlegri umfjöllun BBC segir að í rafrettum, sem teknar voru af skólabörnum og færðar á tilraunastofu, hafi fundist mikið magn blýs, nikkels og króms í rafrettuvökvanum sjálfum. Niðurstöðurnar þaðan sýna að börn, sem nota rafrettur, séu að anda að sér tvöfalt meira magni en öruggt er af blýi og nífalt meira magni af nikkeli. Þá innihéldu einhverjar rafrettur sömu skaðlegu efni og finnast í sígarettum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun getur slík neysla haft alvarleg áhrif á miðtaugakerfið og þróun heilans. Fram kemur að flestir vökvarnir hafi verið ólöglegir en Neytendastofa hérlendis hefur talið að enn sé mikið af rafrettum og rafrettuvökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Blý safnast upp í líkama sem getur haft alvarlegar afleiðingar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum er einn helsti sérfræðingur landsins um rafrettur og áhrif þeirra. „Samkvæmt þessari grein er talað um örugg mörk á blýi en Alþjóðaheilbrigðisstofunin heldur fast í að það eru engin örugg mörk á blýi. Ástæðan er sú að blý getur safnast upp í líkamanum og er sérlega hættulegt börnum. Börn taka upp fjórum til fimm sinnum meira blý en fullorðnir,“ segir Lára í samtali við Vísi og bætir við: „Þetta getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og þroska þess og valdið greindarskerðingu og hegðunarvandamálum eins og athyglisbresti og andfélagslegri hegðun.“ Blý safnast upp í beinum og tönnum og varar Lára því sérstaklega við því að barnshafandi konur noti rafrettur. „Þá getur blý losnað úr beinum og valdið fóstri skaða. Í framtíðinni, þegar blý fara að safnast upp og maður kemst yfir í sitt besta skeið og bein fara að þynnast, getur blý losnað og valdið miðtaugakerfinu skaða,“ segir Lára en bendir á að aðaláhersla sé á að vernda börn frá rafrettum. Lára Sigurðardóttir hefur að auki starfað sem fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. Óafturkræft Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þegar rafrettuvökvi er hitaður verða efnahvörf sem verða til þess að styrkleiki blýs verður meiri en í vökvanum sjálfum. „Þannig það getur verið margfalt meira af blýi.“ Í umfjöllun Vísis fyrir fimm árum kom fram að helmingur barna í tíunda bekk sögðust hafa notað rafrettur. „Árlega er gerð rannsókn með fyrirspurn þar sem niðurstöðurnar eru þannig að börn eru enn að veipa. En það er ekki víst hvort allir séu að segja satt og rétt frá. Maður veit til þess að þau eru að fikta við þetta en vissulega hafa nikótínpúðar komið að einhverju leyti í staðinn,“ segir Lára sem hefur kynnt sér áhrif nikótínpúða vel, sem er efni í aðra frétt. Þannig þetta er í raun stórhættulegt? „Já, algjörlega. Þú losnar ekkert auðveldlega við blý úr líkamanum þegar það er einu sinni komið inn í líkamann. Það hefur sýnt sig að þegar barn fær blýeitrun, þá er greindarskerðingin og skaðinn á taugakerfið óafurkræfur. Hér erum við að tala um varnalegan skaða sem ekki verður tekinn til baka.“ Lára segir ljóst að vekja verði meiri athygli á þessum áhrifum. „Ef að börnin okkar eru enn þá að nota þetta þá er virkilega þörf á því. Foreldrar eiga að vera vakandi fyrir þessu með börnin sín og fræða þau. Ræða við þau á jafningjagrundvelli,“ segir Lára að lokum. Rafrettur Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Í nýlegri umfjöllun BBC segir að í rafrettum, sem teknar voru af skólabörnum og færðar á tilraunastofu, hafi fundist mikið magn blýs, nikkels og króms í rafrettuvökvanum sjálfum. Niðurstöðurnar þaðan sýna að börn, sem nota rafrettur, séu að anda að sér tvöfalt meira magni en öruggt er af blýi og nífalt meira magni af nikkeli. Þá innihéldu einhverjar rafrettur sömu skaðlegu efni og finnast í sígarettum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun getur slík neysla haft alvarleg áhrif á miðtaugakerfið og þróun heilans. Fram kemur að flestir vökvarnir hafi verið ólöglegir en Neytendastofa hérlendis hefur talið að enn sé mikið af rafrettum og rafrettuvökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Blý safnast upp í líkama sem getur haft alvarlegar afleiðingar Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum er einn helsti sérfræðingur landsins um rafrettur og áhrif þeirra. „Samkvæmt þessari grein er talað um örugg mörk á blýi en Alþjóðaheilbrigðisstofunin heldur fast í að það eru engin örugg mörk á blýi. Ástæðan er sú að blý getur safnast upp í líkamanum og er sérlega hættulegt börnum. Börn taka upp fjórum til fimm sinnum meira blý en fullorðnir,“ segir Lára í samtali við Vísi og bætir við: „Þetta getur haft alvarleg áhrif á taugakerfið og þroska þess og valdið greindarskerðingu og hegðunarvandamálum eins og athyglisbresti og andfélagslegri hegðun.“ Blý safnast upp í beinum og tönnum og varar Lára því sérstaklega við því að barnshafandi konur noti rafrettur. „Þá getur blý losnað úr beinum og valdið fóstri skaða. Í framtíðinni, þegar blý fara að safnast upp og maður kemst yfir í sitt besta skeið og bein fara að þynnast, getur blý losnað og valdið miðtaugakerfinu skaða,“ segir Lára en bendir á að aðaláhersla sé á að vernda börn frá rafrettum. Lára Sigurðardóttir hefur að auki starfað sem fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. Óafturkræft Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þegar rafrettuvökvi er hitaður verða efnahvörf sem verða til þess að styrkleiki blýs verður meiri en í vökvanum sjálfum. „Þannig það getur verið margfalt meira af blýi.“ Í umfjöllun Vísis fyrir fimm árum kom fram að helmingur barna í tíunda bekk sögðust hafa notað rafrettur. „Árlega er gerð rannsókn með fyrirspurn þar sem niðurstöðurnar eru þannig að börn eru enn að veipa. En það er ekki víst hvort allir séu að segja satt og rétt frá. Maður veit til þess að þau eru að fikta við þetta en vissulega hafa nikótínpúðar komið að einhverju leyti í staðinn,“ segir Lára sem hefur kynnt sér áhrif nikótínpúða vel, sem er efni í aðra frétt. Þannig þetta er í raun stórhættulegt? „Já, algjörlega. Þú losnar ekkert auðveldlega við blý úr líkamanum þegar það er einu sinni komið inn í líkamann. Það hefur sýnt sig að þegar barn fær blýeitrun, þá er greindarskerðingin og skaðinn á taugakerfið óafurkræfur. Hér erum við að tala um varnalegan skaða sem ekki verður tekinn til baka.“ Lára segir ljóst að vekja verði meiri athygli á þessum áhrifum. „Ef að börnin okkar eru enn þá að nota þetta þá er virkilega þörf á því. Foreldrar eiga að vera vakandi fyrir þessu með börnin sín og fræða þau. Ræða við þau á jafningjagrundvelli,“ segir Lára að lokum.
Rafrettur Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira