Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 12:46 Ný ríkisstjórn var kynnt til sögunnar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jón Gunnarssyni en ekki er víst að ráðherratíð hennar verði löng, nú hriktir í samstarfinu sem aldrei fyrr. vísir/vilhelm Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Veruleg óánægja, svo vægt sé til orða tekið, er innan Sjálfstæðisflokksins með skyndilega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar. Svandís greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðun hennar hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en þá ekki til atkvæðagreiðslu; þetta væri alfarið hennar ákvörðun. Átakanleg innanmein í Sjálfstæðisflokknum Og eins og til að strá salti í sárin birtir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún fer háðulegum orðum um innanmein Sjálfstæðisflokksins. „Innanmein Sjálfstæðisflokksins eru átakanleg á að horfa. Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk,“ skrifar Jódís. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við stjórnartaumum í dómsmálaráðuneytinu í gær og lét Jón Gunnarsson af störfum við það sama tækifæri. Jódís Skúladóttir segir þeirra tangódans hafa verið taktlaus og þar hafi verið stigið á sárar tærnar aftur og aftur.Vísir/Vilhelm Viðmælendur Vísis úr ranni Sjálfstæðismanna segja að stjórnarsamstarfið sé komið að fótum fram og sé nánast sama hvert litið sé. Ágreiningur í efnahagsmálum varðandi aðhaldsaðgerðir, ágreiningur um orkumálin, í lögreglumálum … eiginlega sama hvert litið er og nú blasi við fyrirvaralaus ákvörðun Svandísar varðandi hvalveiðina sem mun reynast kostnaðarsöm. Hvalfangarar Hvals hf. ætluðu sér að sigla á morgun og er búið að verja hundruðum milljóna við undirbúning veiðanna. Og þeir benda á pistil Jódísar sem dæmi um að þetta samstarf sé ekki til fagnaðar. Þeim er ekki skemmt. Velta sér upp úr rasíska drullupollinum Svo áfram sé vitnað í Jódísi sem gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og telur samstarfið óþolandi, einkum í öllu því sem snýr að verkum Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra: „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“ Jódís vandar ekki samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í háðulegum pistli.vísir/vilhelm Jódís segir þó merkilegast við allt þetta það að allt sem miður hefur farið í lífi Sjálfstæðisflokksins virðist vera VG að kenna, að sögn fráfarandi dómsmálaráðherra: „Hann opnar ekki á sér þverrifuna nema koma því að hvernig Vinstri græn stoppa góðu málin hans. Þetta er sérlega áhugavert í því ljósi að ítrekað fæ ég að heyra hvernig VG lætur íhaldið teyma sig yfir öll mörk og við séum viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins.“ Jódís segir að sér renni blóðið til skyldunnar og tekur þá til við að lesa Jóni og Sjálfstæðismönnum pistilinn; vill kenna þeim sitthvað um lagasetningar og mikilvægi þess að þær séu „vel ígrundaðar og að mannréttindi fólks séu höfð í forgrunni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Litla kaffistofan skellir í lás Innlent Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Erlent „Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Innlent Bryndís vill íslenska hermenn á blað Innlent Miðflokkur rýkur upp en Sjálfstæðisflokkur dalar Innlent „Ég mun standa með mínum ráðherra“ Innlent Umbóta þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati OECD Innlent Hafnaði öllum kröfum Ásthildar Lóu nema einni Innlent Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Erlent Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Innlent Fleiri fréttir Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Sameiningarhugur á Vestfjörðum Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar réðu illa við læknana í Reykjavík Benedikt nýr skólameistari VMA Sjá meira
Veruleg óánægja, svo vægt sé til orða tekið, er innan Sjálfstæðisflokksins með skyndilega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar. Svandís greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðun hennar hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en þá ekki til atkvæðagreiðslu; þetta væri alfarið hennar ákvörðun. Átakanleg innanmein í Sjálfstæðisflokknum Og eins og til að strá salti í sárin birtir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún fer háðulegum orðum um innanmein Sjálfstæðisflokksins. „Innanmein Sjálfstæðisflokksins eru átakanleg á að horfa. Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk,“ skrifar Jódís. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við stjórnartaumum í dómsmálaráðuneytinu í gær og lét Jón Gunnarsson af störfum við það sama tækifæri. Jódís Skúladóttir segir þeirra tangódans hafa verið taktlaus og þar hafi verið stigið á sárar tærnar aftur og aftur.Vísir/Vilhelm Viðmælendur Vísis úr ranni Sjálfstæðismanna segja að stjórnarsamstarfið sé komið að fótum fram og sé nánast sama hvert litið sé. Ágreiningur í efnahagsmálum varðandi aðhaldsaðgerðir, ágreiningur um orkumálin, í lögreglumálum … eiginlega sama hvert litið er og nú blasi við fyrirvaralaus ákvörðun Svandísar varðandi hvalveiðina sem mun reynast kostnaðarsöm. Hvalfangarar Hvals hf. ætluðu sér að sigla á morgun og er búið að verja hundruðum milljóna við undirbúning veiðanna. Og þeir benda á pistil Jódísar sem dæmi um að þetta samstarf sé ekki til fagnaðar. Þeim er ekki skemmt. Velta sér upp úr rasíska drullupollinum Svo áfram sé vitnað í Jódísi sem gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og telur samstarfið óþolandi, einkum í öllu því sem snýr að verkum Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra: „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“ Jódís vandar ekki samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í háðulegum pistli.vísir/vilhelm Jódís segir þó merkilegast við allt þetta það að allt sem miður hefur farið í lífi Sjálfstæðisflokksins virðist vera VG að kenna, að sögn fráfarandi dómsmálaráðherra: „Hann opnar ekki á sér þverrifuna nema koma því að hvernig Vinstri græn stoppa góðu málin hans. Þetta er sérlega áhugavert í því ljósi að ítrekað fæ ég að heyra hvernig VG lætur íhaldið teyma sig yfir öll mörk og við séum viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins.“ Jódís segir að sér renni blóðið til skyldunnar og tekur þá til við að lesa Jóni og Sjálfstæðismönnum pistilinn; vill kenna þeim sitthvað um lagasetningar og mikilvægi þess að þær séu „vel ígrundaðar og að mannréttindi fólks séu höfð í forgrunni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Litla kaffistofan skellir í lás Innlent Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Erlent „Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Innlent Bryndís vill íslenska hermenn á blað Innlent Miðflokkur rýkur upp en Sjálfstæðisflokkur dalar Innlent „Ég mun standa með mínum ráðherra“ Innlent Umbóta þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati OECD Innlent Hafnaði öllum kröfum Ásthildar Lóu nema einni Innlent Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Erlent Fimm sviptir réttindum fyrir að aka of hratt á vinnusvæði Innlent Fleiri fréttir Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Sameiningarhugur á Vestfjörðum Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar réðu illa við læknana í Reykjavík Benedikt nýr skólameistari VMA Sjá meira