Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðsögn í útlendingamálum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 20. júní 2023 15:01 Þá er hann farinn. Eini ráðherrann sem virtist að minnsta kosti hafa skilning á þeim gríðarlega vanda sem við er að eiga í útlendingamálum. Samtímis virðast aðrir ráðherrar flokksins vera byrjaðir að átta sig á því að þetta sé mál sem fólk gæti haft áhyggjur af og að nú þegar Jón er horfinn á braut þurfi hugsanlega að kasta einhverju fram svona til að „róa liðið.” Í ræðu við lok þings kom háskólaráðherrann á óvart með því að velta því fyrir sér hvort ekki kynni hugsanlega að vera ástæða til að ræða þessi mál. Eftir innvígslu nýs dómsmálaráðherra sagði svo formaður Sjálfstæðisflokksins að þingið hefði brugðist í útlendingamálum. Þetta var álíka undarleg yfirlýsing og þegar fjármálaráðherrann kenndi þinginu um gengdarlausan hallarekstur ríkissjóðs, verandi nýbúinn að leggja til met-útgjaldaukningu. Það er ríkisstjórnin sem leggur línurnar og segir öllu sínu liði í meirihlutanum hvernig það eigi að greiða atkvæði. Það er ríkisstjórnin sem hefur brugðist í útlendingamálum og stærsti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, alveg sérstaklega. Byrjum á byrjuninni: Stjórnleysið, útgjöldin og öll vandamálin nú eru afleiðing nýrra laga um útlendinga sem lögð voru fram og keyrð áfram af innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Viðkomandi ráðherra hafði af óskiljanlegum ástæðum skipað nefnd þingmanna undir forystu hinnar fjölskrúðugu vinstristjórnarandstöðu þess tíma og falið henni að semja lögin. Ég brást vægast sagt illa við þessum áformum og sagði að ef málið reyndist verða eins og mig grunaði færi það aldrei í gegnum ríkisstjórn. Það kæmist ekki einu sinni á dagskrá. Ekki hafði ég fyrr brugðið mér frá „svo að ríkisstjórnin hefði frið til að vinna áfram að endurskipulagningu fjármálakerfisins” en U-beygja var tekin í því verkefni um leið og Sjálfstæðisflokkurinn keyrði nýju útlendingalögin í gegnum þingið. Stjórnarandstaðan var himinlifandi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði tryggt henni allt sem hún gat óskað sér og meira til. Þetta var allt fyrirsjáanlegt Þegar innihald laganna var skoðað var augljóst hvaða áhrif þau myndu hafa. Það hef ég margsinnis bent á bæði áður en og eftir að áhrifin fóru að koma fram. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gefið lítið fyrir það og á stundum leikið þann leik að segja efasemdir og ábendingar til marks um fordóma. Loks kom þó sá tími að augljóst varð að lagfæringa væri þörf. Það skildi a.m.k. Sigríður Andersen, þá dómsmálaráðherra, og lagði fram tillögur til úrbóta. Fremur en að keyra það mál, eða önnur, í gegn fyrir ráðherra sinn leyfði Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri grænum að víkja prinsippráðherranum úr ríkisstjórn. Við tóku aðrir ráðherrar sem veltu málinu áfram fyrir sér og á undan sér og þynntu það í hvert sinn án þess að það kæmist í gegnum nálarauga VG. Í fjórðu tilraun töldu sjálfstæðismennirnir sig hafa hlotið náð fyrir augum samstarfsflokksins og fengið loforð um að litla útlendingafrumvarpið, eins og það þá var orðið, yrði samþykkt. Fóru í þveröfuga átt við eigið mál Á meðan sjálfstæðismenn biðu þess sem verða vildi með litla málið sitt tóku þeir fullan þátt í að keyra áfram útlendingamál samstarfsflokkanna. Mál sem gekk þvert á litla útlendingafrumvarpið. Þar var um að ræða svo kallaða „samræmda móttöku”. Mál til að tryggja að allir hælisleitendur sem fá landvistarleyfi eignist sama rétt á húsnæði, þjónustu og greiðslum eins og kvótaflóttamenn. Afleiðingin er sú að kerfi sem var hannað fyrir að meðaltali 24 einstaklinga á ári gildir nú fyrir þúsundir. Í tvígang tókst Miðflokknum að stoppa þetta mál. Við bentum á að með samþykkt þess, ofan á ónýtu útlendingalögin, yrði ekki við neitt ráðið. Stór rauður hringur yrði settur utan um Ísland sem áfangastað. Þegar svo var komið að bæði litla útlendingamál Sjálfstæðisflokksins og stóra samræmingar- og landkynningarmál hinna flokkanna biðu afgreiðslu hefði átt að heita augljóst að sjálfst.menn myndu a.m.k gera kröfu um að ná sínu fram. Þingmenn Miðflokksins reyndu hvað þeir gátu að vara þingmenn Sjálfstæðisflokksins við samræmingarmálinu. Allt kom fyrir ekki. Þeir höfðu ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér málið sem við höfðum tvisvar stoppað en voru þó til í að berjast fyrir innleiðingu þess af mikilli hörku. Þeir höfðu tekið að sér að keyra í gegn stóru Íslandsauglýsinguna án þess að ná eigin máli í gegn. Þetta töldu sjálfstæðismennirnir í lagi af því að þeir hefðu fengið loforð um að litla málið þeirra færi í gegn strax í byrjun næsta þings. Ekki var trú hinna trúgjörnu þó meiri en svo að þeir þynntu litla frumvarpið sitt enn út og fjarlægðu mikilvægasta atriðið að eigin frumkvæði. Svona eins og til að færa VG fórn í von um miskunn. Þegar málið náðist í gegn seint og um síðir stóðu fyrst og fremst eftir kerfisflækjur sem litlu breyta. Ánægðir með ósigurinn Þótt þessi síðbúna hálf-afgreiðsla litla útlendingamálsins hafi eflaust pirrað ráðherrann sem nú hefur verið skipt út úr ríkisstjórninni er engin ástæða til ætla að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi áhyggjur af því. Það er nefnilega skammt um liðið síðan Sjálfstæðisflokkurinn hélt landsfund og samþykkti nýja stefnu í málefnum hælisleitenda. Stefnan, sem ber yfirskriftina „Bjóðum þau velkomin” reyndist nákvæmlega eins og stefna Samfylkingarinnar í málaflokknum nema hvað Sjálfstæðisflokkurinn bætti því við að hann vildi taka frumkvæði í því að fjölga kvótaflóttamönnum til viðbótar við alla hina. Vaskur hópur fundarmanna reyndi að ná fram breytingum á ályktuninni. Ekkert stórvægilegt, bara smá vott af skynsemi og viðurkenningu á alvarleika ástandsins. Það tókst í fyrstu og samþykktur var breyttur texti, m.a. með leiðréttri málfræði. Þá var brugðið á það ráð að kalla málið aftur inn í sal og láta kjósa á ný svo að rétt niðurstaða fengist. Þeir sem höfðu lagt fram breytingarnar voru hæddir og skammaðir frammi fyrir salnum og sagt að tillögur þeirra mættu alls ekki fara út (birtast). Það myndi líta hræðilega illa út fyrir flokkinn [þ.e. að fylgja ekki nýja vinstrinu 100% í útlendingamálum]. Auk þess var útskýrt að ungir sjálfstæðismenn hefðu ekki verið vaknaðir þegar fyrri atkvæðagreiðslan fór fram og því ekki getað hindrað að breytingar gamaldags sjálfstæðismannanna næðu í gegn. Niðurstaðan varð sú að engar breytingar voru leyfðar, engin ný varnaðarorð. Það mátti ekki einu sinni leiðrétta málfræðina. Sjálfstæðisflokkurinn vildi sýna að þegar hann talar um útlendingamál beiti hann tungutaki vinstrimanna og meira að segja nýjustu málfræði þeirra. Fyrir vikið er stefna Sjálfstæðisflokksins nú enn opnari en stefna kratanna (þeirra íslensku, ekki þeirra dönsku, illu heilli). Hvernig ber að túlka nýjustu yfirlýsingar? Nýjustu meldingar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eftir að sá eini þeirra sem virtist hafa einhvern skilning eða áhuga á málinu var settur út úr ríkisstjórn, virðast fyrst og fremst snúast um að senda merki um að brotthvarf ráðherrans sé ekkert til að hafa áhyggjur af. Auk þess birtast í þeim einkenni flokks sem reynir umfram allt að elta nýjustu vendingar fremur en að tala og berjast fyrir raunverulegri stefnu. Einhver hefur líklega bent á að fólk væri farið að hafa áhyggjur af stjórnleysinu í útlendingamálum og þá hafa menn hugsað sem svo: „Jæja, ætli við verðum þá ekki að segja að við höfum áhyggjur líka”. - Óháð öllu sem á undan er gengið. Hvað þarf til? Vitið til. Sama hversu alvarlegt ástandið verður, í þessari ríkisstjórn mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki gera neitt sem máli skiptir í útlendingamálum. Ef einhver vilji er til að ná stjórn á málaflokknum dugar ekkert annað en ný heildarlöggjöf þar sem litið verður til raunveruleikans og staðreynda. Í núverandi félagsskap mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki áorka því og langar líklega ekki til þess. Telur betra að afgreiða áhyggjur fólks með því að kasta við og við fram innihaldslausum varnaðarorðum en fylgja áfram stefnu vinstriflokkanna og það í umbúðum þeirra og með sama tungutaki en þó með eigin dygðaskreyttum merkimiða sem segir „Bjóðum þau velkomin.” Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þá er hann farinn. Eini ráðherrann sem virtist að minnsta kosti hafa skilning á þeim gríðarlega vanda sem við er að eiga í útlendingamálum. Samtímis virðast aðrir ráðherrar flokksins vera byrjaðir að átta sig á því að þetta sé mál sem fólk gæti haft áhyggjur af og að nú þegar Jón er horfinn á braut þurfi hugsanlega að kasta einhverju fram svona til að „róa liðið.” Í ræðu við lok þings kom háskólaráðherrann á óvart með því að velta því fyrir sér hvort ekki kynni hugsanlega að vera ástæða til að ræða þessi mál. Eftir innvígslu nýs dómsmálaráðherra sagði svo formaður Sjálfstæðisflokksins að þingið hefði brugðist í útlendingamálum. Þetta var álíka undarleg yfirlýsing og þegar fjármálaráðherrann kenndi þinginu um gengdarlausan hallarekstur ríkissjóðs, verandi nýbúinn að leggja til met-útgjaldaukningu. Það er ríkisstjórnin sem leggur línurnar og segir öllu sínu liði í meirihlutanum hvernig það eigi að greiða atkvæði. Það er ríkisstjórnin sem hefur brugðist í útlendingamálum og stærsti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, alveg sérstaklega. Byrjum á byrjuninni: Stjórnleysið, útgjöldin og öll vandamálin nú eru afleiðing nýrra laga um útlendinga sem lögð voru fram og keyrð áfram af innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Viðkomandi ráðherra hafði af óskiljanlegum ástæðum skipað nefnd þingmanna undir forystu hinnar fjölskrúðugu vinstristjórnarandstöðu þess tíma og falið henni að semja lögin. Ég brást vægast sagt illa við þessum áformum og sagði að ef málið reyndist verða eins og mig grunaði færi það aldrei í gegnum ríkisstjórn. Það kæmist ekki einu sinni á dagskrá. Ekki hafði ég fyrr brugðið mér frá „svo að ríkisstjórnin hefði frið til að vinna áfram að endurskipulagningu fjármálakerfisins” en U-beygja var tekin í því verkefni um leið og Sjálfstæðisflokkurinn keyrði nýju útlendingalögin í gegnum þingið. Stjórnarandstaðan var himinlifandi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði tryggt henni allt sem hún gat óskað sér og meira til. Þetta var allt fyrirsjáanlegt Þegar innihald laganna var skoðað var augljóst hvaða áhrif þau myndu hafa. Það hef ég margsinnis bent á bæði áður en og eftir að áhrifin fóru að koma fram. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gefið lítið fyrir það og á stundum leikið þann leik að segja efasemdir og ábendingar til marks um fordóma. Loks kom þó sá tími að augljóst varð að lagfæringa væri þörf. Það skildi a.m.k. Sigríður Andersen, þá dómsmálaráðherra, og lagði fram tillögur til úrbóta. Fremur en að keyra það mál, eða önnur, í gegn fyrir ráðherra sinn leyfði Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri grænum að víkja prinsippráðherranum úr ríkisstjórn. Við tóku aðrir ráðherrar sem veltu málinu áfram fyrir sér og á undan sér og þynntu það í hvert sinn án þess að það kæmist í gegnum nálarauga VG. Í fjórðu tilraun töldu sjálfstæðismennirnir sig hafa hlotið náð fyrir augum samstarfsflokksins og fengið loforð um að litla útlendingafrumvarpið, eins og það þá var orðið, yrði samþykkt. Fóru í þveröfuga átt við eigið mál Á meðan sjálfstæðismenn biðu þess sem verða vildi með litla málið sitt tóku þeir fullan þátt í að keyra áfram útlendingamál samstarfsflokkanna. Mál sem gekk þvert á litla útlendingafrumvarpið. Þar var um að ræða svo kallaða „samræmda móttöku”. Mál til að tryggja að allir hælisleitendur sem fá landvistarleyfi eignist sama rétt á húsnæði, þjónustu og greiðslum eins og kvótaflóttamenn. Afleiðingin er sú að kerfi sem var hannað fyrir að meðaltali 24 einstaklinga á ári gildir nú fyrir þúsundir. Í tvígang tókst Miðflokknum að stoppa þetta mál. Við bentum á að með samþykkt þess, ofan á ónýtu útlendingalögin, yrði ekki við neitt ráðið. Stór rauður hringur yrði settur utan um Ísland sem áfangastað. Þegar svo var komið að bæði litla útlendingamál Sjálfstæðisflokksins og stóra samræmingar- og landkynningarmál hinna flokkanna biðu afgreiðslu hefði átt að heita augljóst að sjálfst.menn myndu a.m.k gera kröfu um að ná sínu fram. Þingmenn Miðflokksins reyndu hvað þeir gátu að vara þingmenn Sjálfstæðisflokksins við samræmingarmálinu. Allt kom fyrir ekki. Þeir höfðu ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér málið sem við höfðum tvisvar stoppað en voru þó til í að berjast fyrir innleiðingu þess af mikilli hörku. Þeir höfðu tekið að sér að keyra í gegn stóru Íslandsauglýsinguna án þess að ná eigin máli í gegn. Þetta töldu sjálfstæðismennirnir í lagi af því að þeir hefðu fengið loforð um að litla málið þeirra færi í gegn strax í byrjun næsta þings. Ekki var trú hinna trúgjörnu þó meiri en svo að þeir þynntu litla frumvarpið sitt enn út og fjarlægðu mikilvægasta atriðið að eigin frumkvæði. Svona eins og til að færa VG fórn í von um miskunn. Þegar málið náðist í gegn seint og um síðir stóðu fyrst og fremst eftir kerfisflækjur sem litlu breyta. Ánægðir með ósigurinn Þótt þessi síðbúna hálf-afgreiðsla litla útlendingamálsins hafi eflaust pirrað ráðherrann sem nú hefur verið skipt út úr ríkisstjórninni er engin ástæða til ætla að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi áhyggjur af því. Það er nefnilega skammt um liðið síðan Sjálfstæðisflokkurinn hélt landsfund og samþykkti nýja stefnu í málefnum hælisleitenda. Stefnan, sem ber yfirskriftina „Bjóðum þau velkomin” reyndist nákvæmlega eins og stefna Samfylkingarinnar í málaflokknum nema hvað Sjálfstæðisflokkurinn bætti því við að hann vildi taka frumkvæði í því að fjölga kvótaflóttamönnum til viðbótar við alla hina. Vaskur hópur fundarmanna reyndi að ná fram breytingum á ályktuninni. Ekkert stórvægilegt, bara smá vott af skynsemi og viðurkenningu á alvarleika ástandsins. Það tókst í fyrstu og samþykktur var breyttur texti, m.a. með leiðréttri málfræði. Þá var brugðið á það ráð að kalla málið aftur inn í sal og láta kjósa á ný svo að rétt niðurstaða fengist. Þeir sem höfðu lagt fram breytingarnar voru hæddir og skammaðir frammi fyrir salnum og sagt að tillögur þeirra mættu alls ekki fara út (birtast). Það myndi líta hræðilega illa út fyrir flokkinn [þ.e. að fylgja ekki nýja vinstrinu 100% í útlendingamálum]. Auk þess var útskýrt að ungir sjálfstæðismenn hefðu ekki verið vaknaðir þegar fyrri atkvæðagreiðslan fór fram og því ekki getað hindrað að breytingar gamaldags sjálfstæðismannanna næðu í gegn. Niðurstaðan varð sú að engar breytingar voru leyfðar, engin ný varnaðarorð. Það mátti ekki einu sinni leiðrétta málfræðina. Sjálfstæðisflokkurinn vildi sýna að þegar hann talar um útlendingamál beiti hann tungutaki vinstrimanna og meira að segja nýjustu málfræði þeirra. Fyrir vikið er stefna Sjálfstæðisflokksins nú enn opnari en stefna kratanna (þeirra íslensku, ekki þeirra dönsku, illu heilli). Hvernig ber að túlka nýjustu yfirlýsingar? Nýjustu meldingar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eftir að sá eini þeirra sem virtist hafa einhvern skilning eða áhuga á málinu var settur út úr ríkisstjórn, virðast fyrst og fremst snúast um að senda merki um að brotthvarf ráðherrans sé ekkert til að hafa áhyggjur af. Auk þess birtast í þeim einkenni flokks sem reynir umfram allt að elta nýjustu vendingar fremur en að tala og berjast fyrir raunverulegri stefnu. Einhver hefur líklega bent á að fólk væri farið að hafa áhyggjur af stjórnleysinu í útlendingamálum og þá hafa menn hugsað sem svo: „Jæja, ætli við verðum þá ekki að segja að við höfum áhyggjur líka”. - Óháð öllu sem á undan er gengið. Hvað þarf til? Vitið til. Sama hversu alvarlegt ástandið verður, í þessari ríkisstjórn mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki gera neitt sem máli skiptir í útlendingamálum. Ef einhver vilji er til að ná stjórn á málaflokknum dugar ekkert annað en ný heildarlöggjöf þar sem litið verður til raunveruleikans og staðreynda. Í núverandi félagsskap mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki áorka því og langar líklega ekki til þess. Telur betra að afgreiða áhyggjur fólks með því að kasta við og við fram innihaldslausum varnaðarorðum en fylgja áfram stefnu vinstriflokkanna og það í umbúðum þeirra og með sama tungutaki en þó með eigin dygðaskreyttum merkimiða sem segir „Bjóðum þau velkomin.” Höfundur er formaður Miðflokksins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun