Ráðherrar til bjargar Reykvíkingum? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. júní 2023 07:01 Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi. Í vetur hvatti ég ráðherra einmitt til að gera þessa breytingu sem kemur sér vonandi vel og gerir sitt til að minnka pressuna á foreldra ungra barna í Reykjavík. Þar bíða hátt í þúsund börn eftir leikskólaplássi og meðalaldur barna við innritun á leikskóla er 23 mánuðir. Þetta er þung staða og kjósendur meirihlutans í Reykjavík, sem létu m.a. glepjast af margendurunnu kosningaloforði um leikskólapláss fyrir 12 mánaða borgarbúa, eru orðnir þreyttir á ástandinu. Ég verð ekki mjög hissa ef þeir endurvekja mótmælin frá s.l. hausti og mæta í Ráðhúsið eftir sumarleyfi. Fróðlegt verður líka að fylgjast með stöðunni á frístundamálum borgarinnar í haust. Ég hef fengið samhljóða tölvupóst öll mín ár sem foreldri grunnskólabarns í Reykjavík – „Barn á biðlista um sinn“ – og læt mér því ekki bregða ef hann poppar upp núna í ágúst. Ég leyfi spenntum lesendum hér á Vísi að fylgjast með framvindunni. Ég er þingmaður Reykvíkinga og er boðin og búin að aðstoða íbúana í mínu kjördæmi eftir fremsta megni. Það er jákvætt að ríkið hafi tekið skref til að koma til móts við foreldra í dagvistunarmálum. Munar um það vegna vangetu sumra sveitarfélaga til að brúa bilið frá fæðingarorlofi. Ég hef því áfram augun opin varðandi önnur mál í borginni okkar, a.m.k. þar til ný stjórnvöld sem forgangsraða í þágu grunnþjónustu borgarbúa taka þar við stjórnartaumunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alþingi Fjölskyldumál Leikskólar Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi. Í vetur hvatti ég ráðherra einmitt til að gera þessa breytingu sem kemur sér vonandi vel og gerir sitt til að minnka pressuna á foreldra ungra barna í Reykjavík. Þar bíða hátt í þúsund börn eftir leikskólaplássi og meðalaldur barna við innritun á leikskóla er 23 mánuðir. Þetta er þung staða og kjósendur meirihlutans í Reykjavík, sem létu m.a. glepjast af margendurunnu kosningaloforði um leikskólapláss fyrir 12 mánaða borgarbúa, eru orðnir þreyttir á ástandinu. Ég verð ekki mjög hissa ef þeir endurvekja mótmælin frá s.l. hausti og mæta í Ráðhúsið eftir sumarleyfi. Fróðlegt verður líka að fylgjast með stöðunni á frístundamálum borgarinnar í haust. Ég hef fengið samhljóða tölvupóst öll mín ár sem foreldri grunnskólabarns í Reykjavík – „Barn á biðlista um sinn“ – og læt mér því ekki bregða ef hann poppar upp núna í ágúst. Ég leyfi spenntum lesendum hér á Vísi að fylgjast með framvindunni. Ég er þingmaður Reykvíkinga og er boðin og búin að aðstoða íbúana í mínu kjördæmi eftir fremsta megni. Það er jákvætt að ríkið hafi tekið skref til að koma til móts við foreldra í dagvistunarmálum. Munar um það vegna vangetu sumra sveitarfélaga til að brúa bilið frá fæðingarorlofi. Ég hef því áfram augun opin varðandi önnur mál í borginni okkar, a.m.k. þar til ný stjórnvöld sem forgangsraða í þágu grunnþjónustu borgarbúa taka þar við stjórnartaumunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar