Fólk þurfi að átta sig á stærð verkefnisins Helena Rós Sturludóttir skrifar 22. júní 2023 12:25 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, segir loftslagsmál ekki málefni eins ráðherra og ekki einnar ríkisstjórnar. Allir ráðherrar séu loftslagsráðherrar og þurfi að taka virkan þátt í loftslagsmálum. Vísir/Vilhelm Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri að mati Loftslagsráðs. Formaður ráðsins segir stjórnsýslu loftslagsmála þurfa færast á neyðarstig og taka á málunum eins og kórónuveirufaraldrinum. Umhverfisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Það komi í ljós á næstu misserum hvort Ísland nái markmiðunum. Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum og af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst síðustu fjögur árin. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2040. Stórt verkefni Að mati ráðsins er brýnast að stjórnvöld móti markvissa loftslagsstefnu. Stórefli og styrki stjórnsýslu loftslagsmála á landsvísu og í sveitarfélögum. Skerpi aðgerðir sínar og beiti öllum stjórntækum skilvirkar til að ná markmiðum og nýti sérfræðiþekkingu á sviði loftslagsmála við stefnumótum og eftirfylgni. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir flest af því sem komi fram í uppgjöri ráðsins sé í vinnslu og margt þurfi að gera betur. Hins vegar þurfi fólk að átta sig á því hversu stórt verkefnið er. „Grunnurinn verður alltaf að vera aðgerðaráætlun. og eins og margoft hefur verið bent á þá var hún ekki tímasett og nógu nákvæm þegar við komum við og þess vegna höfum við verið að vinna með atvinnulífinu. Aðrar þjóðir voru búnar að þessu þegar við byrjuðum á þessu, þær sem við berum okkur saman við. við höfum unnið þetta eins hratt og við getum en svona kallar á mikið samráð,“ segir Guðlaugur Þór sem vill ekki meina að stjórnvöld hafi brugðist í loftslagsmálum. „Við hefðum þurft að fara fyrr af stað. Menn þurfa líka að átta sig á verkefninu, hversu stórt það er. Það er það stórt að það þurfa allir að leggjast á eitt.“ Þá séu loftslagsmál ekki málefni eins ráðherra né einnar ríkisstjórnar. „Það eru allir ráðherrar loftslagsráðherrar eins og ég hef margoft bent á,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að þáttaskil hafi orðið í samstarfi. Það sé grunnurinn að árangri. Græn orka grunnurinn „Þegar kemur að markmiðunum þá er góð sátt um það. En það sem vantar er að fólk átti sig á því hvað það þýðir. Til dæmis er það útilokað, algjörlega útilokað, að við náum markmiðunum nema við komum hér fram með græna orku. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Stjórnsýslan þurfi að vera skilvirk til að ná markmiðunum. „Okkur liggur á 2030 er bara á morgun. Allt það sem við gerum til að ná þeim markmiðum það eru teknar ákvarðanir um það mörgum árum áður en þær koma í framkvæmd.“ Guðlaugur Þór segir það koma í ljóst á næstu misserum hvort Ísland muni ná tilsettum markmiðum í loftslagsmálum. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál á neyðarstig Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, hefur sagt stjórnsýslu loftslagsmála þurfa að færast á neyðarstig. „Neyð gefur stjórnvöldum mun meira umboð frá þjóðinni. Þetta sáum við á Covid-tímanum. Það þarf í raun og veru að taka á þessu með svipuðum hætti,“ segir Halldór. Samdráttur hafi aðeins náðst í loftslagsmálum á nokkrum sviðum en á sama tíma hafi heildarlosun aukist. „Það sem Loftslagsráð er fyrst og fremst að benda á að það þarf að taka á málunum af miklu meiri festu. Þess vegna kallar Loftslagsráð eftir markvissri loftslagsstefnu með tímasettum og mælanlegum markmiðum en slík stefna liggur ekki fyrir,“ segir Halldór. Aðgerðaráætlun veiti ákveðið falskt öryggi, það sé listi af hugmyndum sumum þeirra hafi verið hleypt í framkvæmd en flestum ekki. Það sé mat ráðsins að ef ekki verði gripið í taumana þá muni Ísland ekki uppfylla skuldbindingar sínar um samdrátt fyrir 2030. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum og af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst síðustu fjögur árin. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2040. Stórt verkefni Að mati ráðsins er brýnast að stjórnvöld móti markvissa loftslagsstefnu. Stórefli og styrki stjórnsýslu loftslagsmála á landsvísu og í sveitarfélögum. Skerpi aðgerðir sínar og beiti öllum stjórntækum skilvirkar til að ná markmiðum og nýti sérfræðiþekkingu á sviði loftslagsmála við stefnumótum og eftirfylgni. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir flest af því sem komi fram í uppgjöri ráðsins sé í vinnslu og margt þurfi að gera betur. Hins vegar þurfi fólk að átta sig á því hversu stórt verkefnið er. „Grunnurinn verður alltaf að vera aðgerðaráætlun. og eins og margoft hefur verið bent á þá var hún ekki tímasett og nógu nákvæm þegar við komum við og þess vegna höfum við verið að vinna með atvinnulífinu. Aðrar þjóðir voru búnar að þessu þegar við byrjuðum á þessu, þær sem við berum okkur saman við. við höfum unnið þetta eins hratt og við getum en svona kallar á mikið samráð,“ segir Guðlaugur Þór sem vill ekki meina að stjórnvöld hafi brugðist í loftslagsmálum. „Við hefðum þurft að fara fyrr af stað. Menn þurfa líka að átta sig á verkefninu, hversu stórt það er. Það er það stórt að það þurfa allir að leggjast á eitt.“ Þá séu loftslagsmál ekki málefni eins ráðherra né einnar ríkisstjórnar. „Það eru allir ráðherrar loftslagsráðherrar eins og ég hef margoft bent á,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að þáttaskil hafi orðið í samstarfi. Það sé grunnurinn að árangri. Græn orka grunnurinn „Þegar kemur að markmiðunum þá er góð sátt um það. En það sem vantar er að fólk átti sig á því hvað það þýðir. Til dæmis er það útilokað, algjörlega útilokað, að við náum markmiðunum nema við komum hér fram með græna orku. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Stjórnsýslan þurfi að vera skilvirk til að ná markmiðunum. „Okkur liggur á 2030 er bara á morgun. Allt það sem við gerum til að ná þeim markmiðum það eru teknar ákvarðanir um það mörgum árum áður en þær koma í framkvæmd.“ Guðlaugur Þór segir það koma í ljóst á næstu misserum hvort Ísland muni ná tilsettum markmiðum í loftslagsmálum. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál á neyðarstig Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, hefur sagt stjórnsýslu loftslagsmála þurfa að færast á neyðarstig. „Neyð gefur stjórnvöldum mun meira umboð frá þjóðinni. Þetta sáum við á Covid-tímanum. Það þarf í raun og veru að taka á þessu með svipuðum hætti,“ segir Halldór. Samdráttur hafi aðeins náðst í loftslagsmálum á nokkrum sviðum en á sama tíma hafi heildarlosun aukist. „Það sem Loftslagsráð er fyrst og fremst að benda á að það þarf að taka á málunum af miklu meiri festu. Þess vegna kallar Loftslagsráð eftir markvissri loftslagsstefnu með tímasettum og mælanlegum markmiðum en slík stefna liggur ekki fyrir,“ segir Halldór. Aðgerðaráætlun veiti ákveðið falskt öryggi, það sé listi af hugmyndum sumum þeirra hafi verið hleypt í framkvæmd en flestum ekki. Það sé mat ráðsins að ef ekki verði gripið í taumana þá muni Ísland ekki uppfylla skuldbindingar sínar um samdrátt fyrir 2030.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55