Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2023 12:00 Frá höfninni á Hólmavík. Vísir/Vilhelm Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. „Verði engu bætt við mun veiðum ljúka í annarri viku júlímánaðar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við fréttastofu. Hann segir að í fyrra hafi strandveiðum lokið 21. júlí, sem þá var stysta veiðitímabilið frá upphafi veiðanna, en þær hófust árið 2009. Þorskafli strandveiðibátanna eftir gærdaginn nemur núna 7.951 tonni. Óveidd eru 2.049 tonn. Örn áætlar að strandveiðikvótinn dugi út næstu viku, sem gæti þá orðið síðasta heila vika veiðanna. Stoppið núna gæti orðið á tímabilinu 10. til 13. júlí. Forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda funduðu í síðustu viku með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og óskuðu eftir því að ráðherra kæmi í veg fyrir stöðvun strandveiða svo snemma með því að auka kvótann. „Ráðherra útilokaði ekkert. Ég er sannfærður um að hann mun gera allt til að finna heimildir til að tryggja áframhaldandi veiðar,“ segir Örn Pálsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. STÖÐ 2/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Alls eru 756 bátar komnir með strandveiðileyfi í ár, miðað við 694 báta í fyrrasumar. Af þeim hafa 735 bátar landað afla til þessa, eða tíu prósent fleiri en í fyrra. Þeim sem stunda strandveiðarnar hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Þannig tóku 476 bátar þátt í veiðunum árið 2018. Þetta sumar eru þeir orðnir 735 talsins, sem fyrr segir, eða 54 prósent fleiri en 2018. Hátt fiskverð á undanförnum á árum á vafalaust þátt í vinsældum veiðanna. Þannig var meðalverðið fyrstu þrjátíu daga strandveiðtímabilsins núna 432 krónur fyrir kílóið af óslægðum þorski. Árið 2018 var meðalverðið 229 krónur á kíló. Verðhækkunin á þessu tímabili er 89 prósent. Meðalafli í róðri er núna 766 kíló á bát, þar af 667 kíló af þorski. Annar afli er einkum ufsi en fyrir hann er meðalverð 210 krónur kílóið. Miðað við þetta má ætla að meðaldagur á strandveiðunum hafi til þessa gefið um 310 þúsund krónur í brúttótekjur, og vikan 1.240 þúsund krónur, þá fjóra daga sem veitt er, en tekið skal fram að umtalsverður kostnaður fylgir veiðunum. Hér má heyra áhyggjur strandveiðisjómanns í Grímsey, um að stutt gæti verið í stoppið, í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku: Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
„Verði engu bætt við mun veiðum ljúka í annarri viku júlímánaðar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við fréttastofu. Hann segir að í fyrra hafi strandveiðum lokið 21. júlí, sem þá var stysta veiðitímabilið frá upphafi veiðanna, en þær hófust árið 2009. Þorskafli strandveiðibátanna eftir gærdaginn nemur núna 7.951 tonni. Óveidd eru 2.049 tonn. Örn áætlar að strandveiðikvótinn dugi út næstu viku, sem gæti þá orðið síðasta heila vika veiðanna. Stoppið núna gæti orðið á tímabilinu 10. til 13. júlí. Forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda funduðu í síðustu viku með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og óskuðu eftir því að ráðherra kæmi í veg fyrir stöðvun strandveiða svo snemma með því að auka kvótann. „Ráðherra útilokaði ekkert. Ég er sannfærður um að hann mun gera allt til að finna heimildir til að tryggja áframhaldandi veiðar,“ segir Örn Pálsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. STÖÐ 2/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Alls eru 756 bátar komnir með strandveiðileyfi í ár, miðað við 694 báta í fyrrasumar. Af þeim hafa 735 bátar landað afla til þessa, eða tíu prósent fleiri en í fyrra. Þeim sem stunda strandveiðarnar hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Þannig tóku 476 bátar þátt í veiðunum árið 2018. Þetta sumar eru þeir orðnir 735 talsins, sem fyrr segir, eða 54 prósent fleiri en 2018. Hátt fiskverð á undanförnum á árum á vafalaust þátt í vinsældum veiðanna. Þannig var meðalverðið fyrstu þrjátíu daga strandveiðtímabilsins núna 432 krónur fyrir kílóið af óslægðum þorski. Árið 2018 var meðalverðið 229 krónur á kíló. Verðhækkunin á þessu tímabili er 89 prósent. Meðalafli í róðri er núna 766 kíló á bát, þar af 667 kíló af þorski. Annar afli er einkum ufsi en fyrir hann er meðalverð 210 krónur kílóið. Miðað við þetta má ætla að meðaldagur á strandveiðunum hafi til þessa gefið um 310 þúsund krónur í brúttótekjur, og vikan 1.240 þúsund krónur, þá fjóra daga sem veitt er, en tekið skal fram að umtalsverður kostnaður fylgir veiðunum. Hér má heyra áhyggjur strandveiðisjómanns í Grímsey, um að stutt gæti verið í stoppið, í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku:
Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01
Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44
Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10