Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. júní 2023 20:12 Jakubs Polkowski á heimili sínu í Keflavík. Stöð 2 Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski hefur vakið gríðarlega athygli síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi að hús Jakubs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir. Hann keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk árið 2018 og hefur búið þar síðan með foreldrum sínum og bróður. Engir reikningar vegna reksturs húseignarinnar hafa verið greiddir. Formaður Bæjarráðs Reykjanesbæjar lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Ég var að keyra Reykjanesbrautina í gærkvöldi og heyrði þetta í fréttunum og hugsaði: Hver andskotinn er að gerast? Þetta er harmleikur,“ sagði Friðjón Einarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að óbreyttu verður fjölskyldan borin út á föstudag en Friðjón segir að eina lausnin til að vinda ofan af því sé í samstarfi við þann sem að keypti eignina. „Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á það. Svo þetta eru kannski tvö mál, annars vegar að reyna finna lausn með húsið þeirra og annars vegar að tryggja þeim húsnæði til framtíðar. Og við munum gera það, við munum tryggja búsetu fyrir þau,“ segir hann. Útgerðarstjóri segist ekkert rangt hafa gert Sá sem keypti húsið er útgerðarstjóri úr Sandgerði. Þegar fréttastofa náði af honum tali í dag sagðist hann ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann segist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði fyrir stuttu. Aðspurður hvort hann hyggðist draga kaupin til baka í ljósi umfjöllunarinnar var hann ekki á því en vildi að öðru leyti ekki tjá sig mikið um málið. Hann sagði málið þó ekki svo einfalt að hann gæti hætt við kaupin, þá kæmi næsti maður einfaldlega í hans stað. Fréttastofa sótti Jakub og fjölskyldu heim í dag en að höfðu samráði við lögmann ákvað fjölskyldan að tjá sig ekki frekar um málið að sinni, enda er það á mjög viðkvæmu stigi. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Fasteignamarkaður Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skora á kaupandann að hætta við kaupin Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. 28. júní 2023 11:40 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski hefur vakið gríðarlega athygli síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi að hús Jakubs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir. Hann keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk árið 2018 og hefur búið þar síðan með foreldrum sínum og bróður. Engir reikningar vegna reksturs húseignarinnar hafa verið greiddir. Formaður Bæjarráðs Reykjanesbæjar lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Ég var að keyra Reykjanesbrautina í gærkvöldi og heyrði þetta í fréttunum og hugsaði: Hver andskotinn er að gerast? Þetta er harmleikur,“ sagði Friðjón Einarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að óbreyttu verður fjölskyldan borin út á föstudag en Friðjón segir að eina lausnin til að vinda ofan af því sé í samstarfi við þann sem að keypti eignina. „Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á það. Svo þetta eru kannski tvö mál, annars vegar að reyna finna lausn með húsið þeirra og annars vegar að tryggja þeim húsnæði til framtíðar. Og við munum gera það, við munum tryggja búsetu fyrir þau,“ segir hann. Útgerðarstjóri segist ekkert rangt hafa gert Sá sem keypti húsið er útgerðarstjóri úr Sandgerði. Þegar fréttastofa náði af honum tali í dag sagðist hann ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann segist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði fyrir stuttu. Aðspurður hvort hann hyggðist draga kaupin til baka í ljósi umfjöllunarinnar var hann ekki á því en vildi að öðru leyti ekki tjá sig mikið um málið. Hann sagði málið þó ekki svo einfalt að hann gæti hætt við kaupin, þá kæmi næsti maður einfaldlega í hans stað. Fréttastofa sótti Jakub og fjölskyldu heim í dag en að höfðu samráði við lögmann ákvað fjölskyldan að tjá sig ekki frekar um málið að sinni, enda er það á mjög viðkvæmu stigi.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Fasteignamarkaður Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skora á kaupandann að hætta við kaupin Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. 28. júní 2023 11:40 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Skora á kaupandann að hætta við kaupin Öryrkjabandalag Íslands skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum og sveitarfélagið Reykjanesbæ að endurskoða ákvörðun sem leiddi til þess að einbýlishús ungs öryrkja var selt tugmilljónum undir markaðsverði á nauðungaruppboði. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. 28. júní 2023 11:40
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03