Mokveiði hjá efnilegustu dorgurum landsins Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 10:57 Sigurvegararnir með verðlaunin sín. Hafnarfjarðarbær Árleg Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar fór fram við Flensborgarhöfn í gær. Keppendur voru krakkar á grunnskólaaldri en um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni landsins. Keppnin hefur verið haldin á hverju ári í yfir þrjátíu ár og er á vegum sveitarfélagsins sem skaffar keppendum færi og beitu. Fjölmörg börn voru mætt á bryggjuna, ýmist með foreldrum sínum eða leikjanámskeiðahópum úr Hafnarfirði. Það er þó ekki alltaf góð veiði. Klippa: Bjartsýnir veiðimenn í Hafnarfirði „Í gamla daga veiddum við mjög vel, það var áður en það var búið að hreinsa hér strandirnar, skólpið fór beint í ströndina og menn veiddu slatta. Nú veiðast kannski 30-40 fiskar yfir daginn, ekki meira en það,“ segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, sem sér um keppnina. Hann var einnig einn af þeim sem hélt fyrstu keppnina fyrir rúmum þrjátíu árum. Geir Bjarnason hefur staðið vaktina á Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar frá upphafi, þó með hléum.Vísir/Dúi Þrátt fyrir erfiða veiði í gegnum árin voru krakkarnir vongóðir á bryggjunni áður en keppnin hófst. „Ég er að svona veiða og ég er að reyna að veiða svona rosalega stóran fisk og svona alls konar,“ segir Steinar Pálmi Ólafsson, sex ára veiðimaður. Hvað veiðir þú marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, ég held að ég veiði kannski svona fimm fiska, en ég er alltaf úti á bryggju að veiða og ég náði einu sinni að veiða fisk með franskri kartöflu.“ Steinar Pálmi er reyndur veiðimaður.Vísir/Dúi Hin átta ára Emma var einnig stórhuga. Hvað ætlarðu að veiða marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, kannski hundrað fiska,“ segir Emma. Emma sagðist mögulega ætla að veiða hundrað fiska.Vísir/Dúi Og fór það sem svo að 350 veiðimenn mættu á svæðið og unnu bæði Emma og Steinar til verðlauna. Emma veiddi næst mest af öllum, alls fimm fiska, sama og Starkaður sem er sex ára gamall. Sú sem veiddi hins vegar mest var hin níu ára gamla Ebba Katrín sem veiddi níu fiska. Krakkar við bryggjuna að bíða eftir að fiskur biti á agnið.Hafnarfjarðarbær Steinar fékk síðan verðlaun fyrir að veiða stærsta fiskinn. Hann landaði 315 gramma kola en fengu þau öll fjögur veiðistangir í verðlaun. Hafnarfjörður Grín og gaman Börn og uppeldi Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Óða boðflennan fangelsuð Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Keppnin hefur verið haldin á hverju ári í yfir þrjátíu ár og er á vegum sveitarfélagsins sem skaffar keppendum færi og beitu. Fjölmörg börn voru mætt á bryggjuna, ýmist með foreldrum sínum eða leikjanámskeiðahópum úr Hafnarfirði. Það er þó ekki alltaf góð veiði. Klippa: Bjartsýnir veiðimenn í Hafnarfirði „Í gamla daga veiddum við mjög vel, það var áður en það var búið að hreinsa hér strandirnar, skólpið fór beint í ströndina og menn veiddu slatta. Nú veiðast kannski 30-40 fiskar yfir daginn, ekki meira en það,“ segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, sem sér um keppnina. Hann var einnig einn af þeim sem hélt fyrstu keppnina fyrir rúmum þrjátíu árum. Geir Bjarnason hefur staðið vaktina á Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar frá upphafi, þó með hléum.Vísir/Dúi Þrátt fyrir erfiða veiði í gegnum árin voru krakkarnir vongóðir á bryggjunni áður en keppnin hófst. „Ég er að svona veiða og ég er að reyna að veiða svona rosalega stóran fisk og svona alls konar,“ segir Steinar Pálmi Ólafsson, sex ára veiðimaður. Hvað veiðir þú marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, ég held að ég veiði kannski svona fimm fiska, en ég er alltaf úti á bryggju að veiða og ég náði einu sinni að veiða fisk með franskri kartöflu.“ Steinar Pálmi er reyndur veiðimaður.Vísir/Dúi Hin átta ára Emma var einnig stórhuga. Hvað ætlarðu að veiða marga fiska í dag? „Ég veit það ekki, kannski hundrað fiska,“ segir Emma. Emma sagðist mögulega ætla að veiða hundrað fiska.Vísir/Dúi Og fór það sem svo að 350 veiðimenn mættu á svæðið og unnu bæði Emma og Steinar til verðlauna. Emma veiddi næst mest af öllum, alls fimm fiska, sama og Starkaður sem er sex ára gamall. Sú sem veiddi hins vegar mest var hin níu ára gamla Ebba Katrín sem veiddi níu fiska. Krakkar við bryggjuna að bíða eftir að fiskur biti á agnið.Hafnarfjarðarbær Steinar fékk síðan verðlaun fyrir að veiða stærsta fiskinn. Hann landaði 315 gramma kola en fengu þau öll fjögur veiðistangir í verðlaun.
Hafnarfjörður Grín og gaman Börn og uppeldi Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Óða boðflennan fangelsuð Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira