Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Jaden á dögunum vísindaráðstefnu í Denver sem tileinkuð var hugvíkkandi efnum. Hann sagði að í langan tíma hafi móðir sín verið ein um að nota hugvíkkandi efni en síðan hafi hin í fjölskyldunni „fundið þau á eigin vegu.“
Samkvæmt Huffington Post sagði Jaden einnig á ráðstefnunni að hann hafi rifist við fjölskylduna sína oft en að hugvíkkandi efnin hafi hjálpað. Hann sagðist finna fyrir mikilli ást og skilning fyrir systkinum sínum bæði á meðan hann tekur hugvíkkandi efni og eftir það.
Þá sagði hann að sér hafi liðið eins og egóið hafi gufað upp. Það hafi verið augnablikið sem „virkilega breytti“ honum. Hann segist hafa notað hugvíkkandi efni sem „leið til að rífa niður veggi“ og „sjá hvað er þar á bakvið.“