Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júlí 2023 15:01 Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, bíður sjálf í röð eftir pylsu. Það gerðu þó heimsfrægu systurnar ekki. Vísir/Vilhelm Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan. Vinsældir Bæjarins beztu eru svo miklar að suma daga hefur verið settur upp auka vagn við hlið þess sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún segir það vera gert til að koma í veg fyrir að túristarnir þurfi að bíða of lengi í röð. „Sérstaklega eins og þeir túristar sem eru að koma með þessum skipum, sem eru kannski bara í einn dag í Reykjavík. Þeir koma og verða að fá pylsu, það er eiginlega ástæðan fyrir því að við setjum upp þennan auka vagn, til þess að anna því. Af því þetta er svo stuttur tími sem þau eru að stoppa,“ segir Guðrún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hún þetta ekki vera nýtt af nálinni, þetta hafi einnig verið gert fyrir Covid. „Við höfum alltaf gert þetta öðru hvoru yfir sumartímann.“ Mikil vinna á bakvið vinsældirnar Eins og frægt er orðið fyrir löngu fékk Bill Clinton sér pylsu hjá Bæjarins beztu árið 2004. Aðspurð um hvort vinsældir pylsuvagnsins séu honum að þakka segir hún að það sé að hluta til svo. „Það eru ameríkanarnir. Þeir eru náttúrulega svolítið sérstakir stundum.“ Hins vegar megi frekar rekja vinsældir vagnsins til mikillar vinnu sem farið var á sínum tíma. „Þetta er náttúrulega bara vinna sem við byrjuðum á fyrir mörgum árum síðan. Við fórum að koma okkur í alla túristabæklinga um Ísland og svo smám saman vindur þetta upp á sig.“ Yfirleitt er röð í Bæjarins beztu pylsur í bænum.Vísir/Vilhelm Yfir röðina hafnar Fleira frægt fólk hefur gert sér ferð á Bæjarins beztu síðan Clinton gerði það hér um árið. Mesta fjaðrafokið varð þó þegar frægustu systur heims gerðu sér ferð þangað. „Það hefur fullt af frægu fólki komið til okkar. Svona á síðustu árum var mesta havaríið þegar þær Kardashian-systur komu. Venjulega leyfum við frægu fólki að vera í friði sem kemur, það fer bara í biðröðina eins og aðrir og það er ekki tekin mynd af því eða neitt svoleiðis. En þær náttúrulega voru með tíu myndatökumenn með sér þannig það komst alls staðar í blöðin.“ Guðrún segir að systurnar hafi ekki beðið í röð eftir pylsu: „Nei, þær fóru nefnilega ekki í röð. Mér finnst persónulega að þær hefðu átt að fara í röð. Ég fer í röð þegar ég fer niður á Bæjarins bestu og fæ mér pulsu, af hverju ekki Kardashian systur líka?“ Clinton ennþá sá frægasti Guðrún er þó á því að Bill Clinton vermi ennþá sætið sem sá frægasti sem hefur komið á Bæjarins beztu. Í þættinum í morgun rifjar hún upp söguna af því þegar forsetinn fékk sér pylsu hjá þeim. „Sagan er þannig að hún Mæja mín sem vann hjá mér í mörg ár, hún sá hann bara á labbinu niðri í bæ með fullt af lífvörðum. Hún svona hallaði sér út um gluggann, kallaði á hann og sagði bara: „World's best hotdog!“ Hann svona horfir á hana, lífverðirnir fara í smá panikk og hann bara ákveður að fá sér pylsu. Lífverðirnir leituðu á meðan í ruslatunnunum að sprengjum, sem var ótrúlega fyndið. Clinton fékk sér pylsu með engu nema sinnepi, síðan þá hefur slík pylsa verið kennd við hann. „Hann vissi ekkert hvað hann var að fara út í. Ég hugsa að hann hefði fengið sér með öllu ef hann hefði vitað hvað væri málið.“ Matur Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Vinsældir Bæjarins beztu eru svo miklar að suma daga hefur verið settur upp auka vagn við hlið þess sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún segir það vera gert til að koma í veg fyrir að túristarnir þurfi að bíða of lengi í röð. „Sérstaklega eins og þeir túristar sem eru að koma með þessum skipum, sem eru kannski bara í einn dag í Reykjavík. Þeir koma og verða að fá pylsu, það er eiginlega ástæðan fyrir því að við setjum upp þennan auka vagn, til þess að anna því. Af því þetta er svo stuttur tími sem þau eru að stoppa,“ segir Guðrún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þá segir hún þetta ekki vera nýtt af nálinni, þetta hafi einnig verið gert fyrir Covid. „Við höfum alltaf gert þetta öðru hvoru yfir sumartímann.“ Mikil vinna á bakvið vinsældirnar Eins og frægt er orðið fyrir löngu fékk Bill Clinton sér pylsu hjá Bæjarins beztu árið 2004. Aðspurð um hvort vinsældir pylsuvagnsins séu honum að þakka segir hún að það sé að hluta til svo. „Það eru ameríkanarnir. Þeir eru náttúrulega svolítið sérstakir stundum.“ Hins vegar megi frekar rekja vinsældir vagnsins til mikillar vinnu sem farið var á sínum tíma. „Þetta er náttúrulega bara vinna sem við byrjuðum á fyrir mörgum árum síðan. Við fórum að koma okkur í alla túristabæklinga um Ísland og svo smám saman vindur þetta upp á sig.“ Yfirleitt er röð í Bæjarins beztu pylsur í bænum.Vísir/Vilhelm Yfir röðina hafnar Fleira frægt fólk hefur gert sér ferð á Bæjarins beztu síðan Clinton gerði það hér um árið. Mesta fjaðrafokið varð þó þegar frægustu systur heims gerðu sér ferð þangað. „Það hefur fullt af frægu fólki komið til okkar. Svona á síðustu árum var mesta havaríið þegar þær Kardashian-systur komu. Venjulega leyfum við frægu fólki að vera í friði sem kemur, það fer bara í biðröðina eins og aðrir og það er ekki tekin mynd af því eða neitt svoleiðis. En þær náttúrulega voru með tíu myndatökumenn með sér þannig það komst alls staðar í blöðin.“ Guðrún segir að systurnar hafi ekki beðið í röð eftir pylsu: „Nei, þær fóru nefnilega ekki í röð. Mér finnst persónulega að þær hefðu átt að fara í röð. Ég fer í röð þegar ég fer niður á Bæjarins bestu og fæ mér pulsu, af hverju ekki Kardashian systur líka?“ Clinton ennþá sá frægasti Guðrún er þó á því að Bill Clinton vermi ennþá sætið sem sá frægasti sem hefur komið á Bæjarins beztu. Í þættinum í morgun rifjar hún upp söguna af því þegar forsetinn fékk sér pylsu hjá þeim. „Sagan er þannig að hún Mæja mín sem vann hjá mér í mörg ár, hún sá hann bara á labbinu niðri í bæ með fullt af lífvörðum. Hún svona hallaði sér út um gluggann, kallaði á hann og sagði bara: „World's best hotdog!“ Hann svona horfir á hana, lífverðirnir fara í smá panikk og hann bara ákveður að fá sér pylsu. Lífverðirnir leituðu á meðan í ruslatunnunum að sprengjum, sem var ótrúlega fyndið. Clinton fékk sér pylsu með engu nema sinnepi, síðan þá hefur slík pylsa verið kennd við hann. „Hann vissi ekkert hvað hann var að fara út í. Ég hugsa að hann hefði fengið sér með öllu ef hann hefði vitað hvað væri málið.“
Matur Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira