Skjálfti yfir þremur í Fagradalsfjalli Kristinn Haukur Guðnason og Eiður Þór Árnason skrifa 4. júlí 2023 23:22 Upptök skjálftahrinunnar eru nærri gosstöðvunum í Meradölum. Vísir/Vilhelm Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu. Flestir skjálftarnir ná ekki 2 að stærð en eftir klukkan 21:45 hafa 15 skjálftar í Fagradalsfjalla mælst yfir 2 af stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í nótt og jafnvel næstu daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Í byrjum apríl fór að mælast landris við Fagradalsfjall og bendir þessi virkni til innflæðis kviku undir fjallinu. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að áfram verði vel fylgst með svæðinu. Tíðari skjálftar og landris á svæðinu séu vísbendingar um innskotsflæði. „Þannig að kvikan er á hreyfingu þarna ofan í en hversu langt undir yfirborðinu getum við ekki staðfest núna, hún er kannski á sirka sex kílómetra dýpri,“ segir Minney Sigurðardóttir. Sennilega ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Meradölum Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því að meginvirknin sé norðan við gosstöðvarnar í fyrra, nálægt Litla Hrút og Kistufelli. „Þau kvikuhlaup sem orðið hafa frá 2021 hafa átt uppruna sinn á svipuðum slóðum og þá hlaupið til suðurs, sem í tveim tilfellum endaði með eldgosi,“ segir í færslu hópsins. Hefur skjálftavirkni eins og nú er ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Merardölum. Landris hefur mælst á öllum Reykjanesskaga síðan í apríl, um 2,5 sentimetri. Að sögn jarðfræðinga er landrisið til komið vegna kvikuhreyfinga sem lyfti jarðlögum fyrir ofan sig. Mega íbúar Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins alls búast við viðvarandi skjálftavirkni. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Flestir skjálftarnir ná ekki 2 að stærð en eftir klukkan 21:45 hafa 15 skjálftar í Fagradalsfjalla mælst yfir 2 af stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í nótt og jafnvel næstu daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Í byrjum apríl fór að mælast landris við Fagradalsfjall og bendir þessi virkni til innflæðis kviku undir fjallinu. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að áfram verði vel fylgst með svæðinu. Tíðari skjálftar og landris á svæðinu séu vísbendingar um innskotsflæði. „Þannig að kvikan er á hreyfingu þarna ofan í en hversu langt undir yfirborðinu getum við ekki staðfest núna, hún er kannski á sirka sex kílómetra dýpri,“ segir Minney Sigurðardóttir. Sennilega ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Meradölum Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá því að meginvirknin sé norðan við gosstöðvarnar í fyrra, nálægt Litla Hrút og Kistufelli. „Þau kvikuhlaup sem orðið hafa frá 2021 hafa átt uppruna sinn á svipuðum slóðum og þá hlaupið til suðurs, sem í tveim tilfellum endaði með eldgosi,“ segir í færslu hópsins. Hefur skjálftavirkni eins og nú er ekki sést síðan í aðdraganda eldgossins í Merardölum. Landris hefur mælst á öllum Reykjanesskaga síðan í apríl, um 2,5 sentimetri. Að sögn jarðfræðinga er landrisið til komið vegna kvikuhreyfinga sem lyfti jarðlögum fyrir ofan sig. Mega íbúar Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins alls búast við viðvarandi skjálftavirkni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. 3. júlí 2023 14:11