Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2023 08:40 Skjálftavirknin í Fagradalsfjalli hefur verið linnulaus í morgun. Vísir/Vilhelm Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38
Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09