Sjálfbært Ísland og smitáhrif okkar á heimsvísu Katrín Jakobsdóttir skrifar 6. júlí 2023 08:00 Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum. Árið 1970 dugði ársskammtur af auðlindum jarðar í eitt ár, þannig að ekki var gengið á höfuðstólinn. Núna er staðan hins vegar sú að árskammtur af auðlindum er uppurinn í byrjun ágúst og gæðin því ofnýtt sem því nemur. Skuldin fellur á framtíðarkynslóðir ef ekkert verður að gert. Þjóðir með hátt neyslustig, eins og Ísland, ganga enn hraðar á innstæðuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt ríka áherslu á að þessari þróun verði snúið við.Árið 2015 settu þær fram metnaðarfull markmið um sjálfbæra þróun sem Ísland á aðild að. Í forsætisráðuneytinu hefur nú verið settur á fót sérstakur vettvangur, Sjálfbært Ísland, til að vinna markvisst að framgangi þessara markmiða og mótun stefnu um sjálfbært Ísland í breiðu samfélagslegu samráði. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og ætlunin er að þeim verði náð árið 2030. Við erum því hálfnuð á þeirri vegferð. Um miðjan júlí mun Ísland kynna stöðu sína gagnvart heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í annað sinn. Eitt af því sem Ísland hefur lagt áherslu á, samhliða gerð stöðuskýrslu til Sameinuðu þjóðanna, er að vekja athygli á svokölluðum neikvæðum smitáhrifum eða (negative spillover effects) á sjálfbæra þróun heimsins. Smitáhrif verða m.a. þegar auðugri þjóðir með hátt neyslustig, eins og við Íslendingar, flytja inn vörur frá efnaminni löndum og geta með því haft margvísleg neikvæð smitáhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og öryggi. Slíkt dregur úr sjálfbærri þróun í viðkomandi landi. Umræðan um smitáhrif hefur hingað til ekki verið mikil. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hefur nú að beiðni íslenskra stjórnvalda gert úttekt smitáhrifum Íslands og lagt mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess draga úr þeim. Þar kemur fram að m.a. þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn, greina betur neikvæð smitáhrif Íslands en þar vega neysla og innflutningur þyngst, efla hringrásarhagkerfið og auka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Ísland mun standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00 og fylgjast má með honum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands . Þar verður ítarleg umfjöllun um smitáhrif og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar með það að markmiði að vekja upp umræðu um smitáhrif á alþjóðavettvangi og hvað stjórnvöld og samfélög þurfi að gera til þess að draga úr þeim eins og kostur er. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum. Árið 1970 dugði ársskammtur af auðlindum jarðar í eitt ár, þannig að ekki var gengið á höfuðstólinn. Núna er staðan hins vegar sú að árskammtur af auðlindum er uppurinn í byrjun ágúst og gæðin því ofnýtt sem því nemur. Skuldin fellur á framtíðarkynslóðir ef ekkert verður að gert. Þjóðir með hátt neyslustig, eins og Ísland, ganga enn hraðar á innstæðuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt ríka áherslu á að þessari þróun verði snúið við.Árið 2015 settu þær fram metnaðarfull markmið um sjálfbæra þróun sem Ísland á aðild að. Í forsætisráðuneytinu hefur nú verið settur á fót sérstakur vettvangur, Sjálfbært Ísland, til að vinna markvisst að framgangi þessara markmiða og mótun stefnu um sjálfbært Ísland í breiðu samfélagslegu samráði. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og ætlunin er að þeim verði náð árið 2030. Við erum því hálfnuð á þeirri vegferð. Um miðjan júlí mun Ísland kynna stöðu sína gagnvart heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í annað sinn. Eitt af því sem Ísland hefur lagt áherslu á, samhliða gerð stöðuskýrslu til Sameinuðu þjóðanna, er að vekja athygli á svokölluðum neikvæðum smitáhrifum eða (negative spillover effects) á sjálfbæra þróun heimsins. Smitáhrif verða m.a. þegar auðugri þjóðir með hátt neyslustig, eins og við Íslendingar, flytja inn vörur frá efnaminni löndum og geta með því haft margvísleg neikvæð smitáhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og öryggi. Slíkt dregur úr sjálfbærri þróun í viðkomandi landi. Umræðan um smitáhrif hefur hingað til ekki verið mikil. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hefur nú að beiðni íslenskra stjórnvalda gert úttekt smitáhrifum Íslands og lagt mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess draga úr þeim. Þar kemur fram að m.a. þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn, greina betur neikvæð smitáhrif Íslands en þar vega neysla og innflutningur þyngst, efla hringrásarhagkerfið og auka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Ísland mun standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00 og fylgjast má með honum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands . Þar verður ítarleg umfjöllun um smitáhrif og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar með það að markmiði að vekja upp umræðu um smitáhrif á alþjóðavettvangi og hvað stjórnvöld og samfélög þurfi að gera til þess að draga úr þeim eins og kostur er. Höfundur er forsætisráðherra.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun