Kunnugleg atburðarás á Reykjanesskaga Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 12:56 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur ólíktlegt að komi til goss á Reykjanesskaga að það muni ná til Reykjanesbrautar. vísir/sigurjón Búist er við áframhaldandi skjálftavirkni í dag þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr henni á Reykjanesskaga í nótt. Jarðelisfræðingur segir atburðarásina kunnuglega. Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35
Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53
Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40