Seldu upp Eldborg á hálftíma Máni Snær Þorláksson skrifar 6. júlí 2023 17:21 Tinna, Tryggvi og Ingó troða upp í Eldborg í Hörpu í ágúst. Mikil eftirspurn var eftir miðunum. Vísir/Vilhelm/addinabblakusk Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi. Þarf alltaf að vera grín? heitir hlaðvarpið sem um ræðir og er það afar vinsæl. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum. „Það seldist upp í forsölu hjá okkur og þetta var einungis fyrir áskrifendur hlaðvarpsins,“ segir Ingó í samtali við Vísi. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþættina á helstu streymisveitum en áskrifendur fá auk þess fleiri þætti og aðganga að forsölu fyrir svona sýningar. „Allir miðarnir fóru í forsölu og allir miðarnir seldust í forsölunni á þrjátíu og fimm mínútum,“ segir Tinna. „Meira fjör, meira gaman“ Hlaðvarpið fagnar fimm ára afmæli sínu á þessu ári og er það ástæðan fyrir því að ákveðið var að halda sýninguna í Eldborg. Alls hafa þau haldið sýningar sem þessar átta sinnum áður. Það þýðir þó ekki að þær séu allar eins. „Þú færð aldrei það sama,“ segir Ingó. Hann segir að einu sinni hafi þau haldið tvær sýningar í röð á Akureyri. Þær hafi þó verið alveg ólíkar, í raun hafi verið um tvær mismunandi sýningar að ræða. Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að sýningarnar séu aldrei eins.addinabblakusk Þá eru sýningarnar ekki alveg eins og hlaðvarpsþættirnir. „Þetta er meira „show“ heldur en þegar það er hlustað á okkur í eyrunum. Þetta er meira fjör, meira gaman og það verður afmælisstemning þarna í Eldborg. Þannig það verður mögulega einhver smá breyting á showinu,“ segir Ingó. „En alla jafna er þetta með mjög svipuðu sniði og þátturinn en með aðeins meiri stemningu. Áhorfendur taka þátt, geta sent spurningar og svoleiðis,“ segir Tinna svo. Hugmyndin kom frá hlustendum Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að þetta sé klárlega það stærsta sem þau hafa gert. Hugmyndin um að vera með sýningu í Eldborg hafi þó ekki upphaflega verið þeirra. „Við ákváðum að fara í Eldborg út af áskorun frá hlustendunum okkar. Við höfum verið að selja fjögur hundruð miða á undir mínútu þannig það þurfti að fara í eitthvað stærra. Þau gerðu svona undirskriftarlista, þannig við erum mjög þakklát þeim að hafa peppað okkur upp í þetta.“ Að lokum vilja þau fá að þakka hlustendum sínum. Harpa Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Þarf alltaf að vera grín? heitir hlaðvarpið sem um ræðir og er það afar vinsæl. Að sögn stjórnendanna fær hver hlaðvarpsþáttur um tuttugu þúsund hlustanir. Það var því mikil eftirspurn eftir miðunum. „Það seldist upp í forsölu hjá okkur og þetta var einungis fyrir áskrifendur hlaðvarpsins,“ segir Ingó í samtali við Vísi. Hægt er að nálgast hlaðvarpsþættina á helstu streymisveitum en áskrifendur fá auk þess fleiri þætti og aðganga að forsölu fyrir svona sýningar. „Allir miðarnir fóru í forsölu og allir miðarnir seldust í forsölunni á þrjátíu og fimm mínútum,“ segir Tinna. „Meira fjör, meira gaman“ Hlaðvarpið fagnar fimm ára afmæli sínu á þessu ári og er það ástæðan fyrir því að ákveðið var að halda sýninguna í Eldborg. Alls hafa þau haldið sýningar sem þessar átta sinnum áður. Það þýðir þó ekki að þær séu allar eins. „Þú færð aldrei það sama,“ segir Ingó. Hann segir að einu sinni hafi þau haldið tvær sýningar í röð á Akureyri. Þær hafi þó verið alveg ólíkar, í raun hafi verið um tvær mismunandi sýningar að ræða. Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að sýningarnar séu aldrei eins.addinabblakusk Þá eru sýningarnar ekki alveg eins og hlaðvarpsþættirnir. „Þetta er meira „show“ heldur en þegar það er hlustað á okkur í eyrunum. Þetta er meira fjör, meira gaman og það verður afmælisstemning þarna í Eldborg. Þannig það verður mögulega einhver smá breyting á showinu,“ segir Ingó. „En alla jafna er þetta með mjög svipuðu sniði og þátturinn en með aðeins meiri stemningu. Áhorfendur taka þátt, geta sent spurningar og svoleiðis,“ segir Tinna svo. Hugmyndin kom frá hlustendum Hlaðvarpsstjórnendurnir segja að þetta sé klárlega það stærsta sem þau hafa gert. Hugmyndin um að vera með sýningu í Eldborg hafi þó ekki upphaflega verið þeirra. „Við ákváðum að fara í Eldborg út af áskorun frá hlustendunum okkar. Við höfum verið að selja fjögur hundruð miða á undir mínútu þannig það þurfti að fara í eitthvað stærra. Þau gerðu svona undirskriftarlista, þannig við erum mjög þakklát þeim að hafa peppað okkur upp í þetta.“ Að lokum vilja þau fá að þakka hlustendum sínum.
Harpa Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“