Kobe verður á kápunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2023 11:01 Kobe Bryant spilaði allan sinn NBA feril með liði Los Angeles Lakers og varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu. Getty/Ronald Martinez Heiðurshallarmeðlimurinn Kobe Bryant verður á forsíðu á nýju útgáfu NBA körfubolta tölvuleiksins NBA 2K en útgefendur leiksins tilkynntu þetta í gær. Það kom líka fram á miðlum fyrirtækisins að í raun verða tvær kápur í boði því leikurinn kemur út í tveimur útgáfum. 8 2 4 Sharing the Mamba Mentality with the next generation. Introducing our #NBA2K24 cover athlete, Kobe Bryant. Kobe Bryant Edition Black Mamba EditionPre-order your copy tomorrow. pic.twitter.com/afcqMh5qr8— NBA 2K (@NBA2K) July 6, 2023 Kobe mun prýða báðar forsíður beggja útgáfa sem heita upp á ensku „the Kobe Bryant Edition“ og „the Black Mamba Edition“. Fyrirtækið er að halda upp á 25 ára afmæli leiksins og vildi gera það með því að heiðra einn vinsælasta körfuboltamann heims á þessum aldarfjórðungi. Leikurinn er og hefur verið gríðarlega vinsæll. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Kobe prýðir kápu leiksins því hann er að gera það nú í fjórða sinn. #NBA2K24 News: In honor of Kobe returning to the NBA 2K cover, players can celebrate his legacy and channel their inner-Mamba mentality in the brand-new Mamba Moments mode" (@2KIntel) pic.twitter.com/74CiunkOto— The Laker Files (@LakerFiles) July 6, 2023 Þar er talið með 2K21 útgáfan en Bryant var á forsíðunni á sérstakri Mamba Forever útgáfu sem var gefin út nokkrum mánuðum eftir að Kobe fórst ásamt dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum í þyrluslysi í janúar 2020. Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA meistari með Los Angeles Lakers en hann spilaði í tuttugu ár með félaginu áður en hann setti skóna upp á hillu árið 2016. Kobe var einu sinni valinn bestur í deildinni (2007-08) en hann er í fjórða sæti yfir flest skoruð stig í sögu NBA með alls 33.643 stig. Hann var tekinn inn Heiðurshöll Naismith árið 2020. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NBA Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Það kom líka fram á miðlum fyrirtækisins að í raun verða tvær kápur í boði því leikurinn kemur út í tveimur útgáfum. 8 2 4 Sharing the Mamba Mentality with the next generation. Introducing our #NBA2K24 cover athlete, Kobe Bryant. Kobe Bryant Edition Black Mamba EditionPre-order your copy tomorrow. pic.twitter.com/afcqMh5qr8— NBA 2K (@NBA2K) July 6, 2023 Kobe mun prýða báðar forsíður beggja útgáfa sem heita upp á ensku „the Kobe Bryant Edition“ og „the Black Mamba Edition“. Fyrirtækið er að halda upp á 25 ára afmæli leiksins og vildi gera það með því að heiðra einn vinsælasta körfuboltamann heims á þessum aldarfjórðungi. Leikurinn er og hefur verið gríðarlega vinsæll. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Kobe prýðir kápu leiksins því hann er að gera það nú í fjórða sinn. #NBA2K24 News: In honor of Kobe returning to the NBA 2K cover, players can celebrate his legacy and channel their inner-Mamba mentality in the brand-new Mamba Moments mode" (@2KIntel) pic.twitter.com/74CiunkOto— The Laker Files (@LakerFiles) July 6, 2023 Þar er talið með 2K21 útgáfan en Bryant var á forsíðunni á sérstakri Mamba Forever útgáfu sem var gefin út nokkrum mánuðum eftir að Kobe fórst ásamt dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum í þyrluslysi í janúar 2020. Kobe Bryant varð fimm sinnum NBA meistari með Los Angeles Lakers en hann spilaði í tuttugu ár með félaginu áður en hann setti skóna upp á hillu árið 2016. Kobe var einu sinni valinn bestur í deildinni (2007-08) en hann er í fjórða sæti yfir flest skoruð stig í sögu NBA með alls 33.643 stig. Hann var tekinn inn Heiðurshöll Naismith árið 2020. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NBA Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira