„Fyrsta hugsun hjá mér var að nú væri komið stríð“ Máni Snær Þorláksson skrifar 8. júlí 2023 23:17 Kristín hélt fyrst að það væri komið stríð. Henni var létt þegar hún komst að því að um eldgos væri að ræða. Ingvar Friðleifsson/Björn Steinbekk Tveir Vestmanneyingar sem upplifðu gosið í Heimaey árið 1973 minnast þess hvernig það var í nýju myndbandi 66° Norður. Kristín Jóhannsdóttir var þrettán ára gömul þegar eldgos hófst í Eyjum. Hún segir að sín fyrsta minning af gosinu hafi verið svolítið sérstök. Hún var heima hjá pabba sínum ásamt bræðrum sínum þegar hún var vakin. „Pabbi gekk um gólf og hrópaði: „Guð minn góður, guð minn góður.“ Maður kemur svona fram, ég var þrettán ára, og við erum með stóran stofuglugga sem vísar í austur og ég horfi þarna út. Það er bara eins og það sé kviknað í, mér datt fyrst í hug að það hefði fallið sprengja. Fyrsta hugsun hjá mér var að nú væri komið stríð.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem framleitt er af Birni Steinbekk. Kristín segir að pabbi sinn hafi svo róað sig aðeins niður og sagt þeim að það væri komið eldgos. „Það var mikill léttir,“ segir hún og minnist fyrstu spurningunnar sem bróður hennar datt í hug á þessum tímapunkti: „Heldurðu að við þurfum að fara í skólann?“ Pabbi Kristínar fór með hana og bræður hennar niður að höfninni og í skip. Þar sem sagt fórum við bara í lestina og láum þarna ásamt öðrum sjóveikum,“ segir hún. „Það er sagt að þetta hafi verið sjö klukkutímar. Maður var alveg búinn að missa allt tímaskyn, ráð og rænu þegar maður kom í land. Strætó í Reykjavík hafði náttúrulega verið settur í að sækja Vestmanneyinga og við fórum man ég einmitt með strætó í Austurbæjarskóla og þar kom mamma og sótti okkur.“ Hugurinn leitaði til Eyja Stefán Örn Jónsson ræðir einnig um sína upplifun af gosinu en hann var nítján ára gamall þegar það hófst. Hann var nýbúinn að leggjast á koddann eftir langan vinnudag þegar hraunið byrjaði að flæða að bænum. „Ég reyndi náttúrulega eins og margir aðrir að komast til Eyja sem fyrst aftur. Reyndi að komast bæði með flugi hingað út í Eyjar og komast með bátum og annað, með þeim farartækjum sem fóru hingað. En það var borin von.“ Hugur Stefáns leitaði til Eyja þegar hann heyrði af gosinu.Björn Steinbekk Gekk í slökkviliðið Á fyrsta laugardeginum eftir að gosið hófst tókst Stefáni að komast til Eyja. Hann sigldi þá með bát frá Grindavík ásamt föður sínum og öðrum mönnum. „Þessi bátur hafði þann eina tilgang að fara út í Eyjar að ná í búslóðir fyrir sjö, átta aðila sem var bara híft um borð í lestina á bátnum. Síðan sigldum við bara strax úr Eyjum aftur til Grindavíkur. Þar var búslóðinni komið fyrir í veiðafærageymslu.“ Eftir þetta sá Stefán að það var verið að auglýsa eftir fólki í slökkvilið Vestmannaeyja. Hann sótti um og fékk starfið. „Það sem fólst í því að vera slökkviliðsmaður í gosinu var náttúrulega bara þessi hefðbundnu björgunarstörf, ekkert annað. Menn unnu bara hér saman, bæði við að bjargar úr húsum sem var tekin ákvörðun um að bjarga úr, sumt var bara vonlaust, þegar áhlaupin komu þá réðirðu ekki við nema bara brot af því.“ Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Kristín Jóhannsdóttir var þrettán ára gömul þegar eldgos hófst í Eyjum. Hún segir að sín fyrsta minning af gosinu hafi verið svolítið sérstök. Hún var heima hjá pabba sínum ásamt bræðrum sínum þegar hún var vakin. „Pabbi gekk um gólf og hrópaði: „Guð minn góður, guð minn góður.“ Maður kemur svona fram, ég var þrettán ára, og við erum með stóran stofuglugga sem vísar í austur og ég horfi þarna út. Það er bara eins og það sé kviknað í, mér datt fyrst í hug að það hefði fallið sprengja. Fyrsta hugsun hjá mér var að nú væri komið stríð.“ Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem framleitt er af Birni Steinbekk. Kristín segir að pabbi sinn hafi svo róað sig aðeins niður og sagt þeim að það væri komið eldgos. „Það var mikill léttir,“ segir hún og minnist fyrstu spurningunnar sem bróður hennar datt í hug á þessum tímapunkti: „Heldurðu að við þurfum að fara í skólann?“ Pabbi Kristínar fór með hana og bræður hennar niður að höfninni og í skip. Þar sem sagt fórum við bara í lestina og láum þarna ásamt öðrum sjóveikum,“ segir hún. „Það er sagt að þetta hafi verið sjö klukkutímar. Maður var alveg búinn að missa allt tímaskyn, ráð og rænu þegar maður kom í land. Strætó í Reykjavík hafði náttúrulega verið settur í að sækja Vestmanneyinga og við fórum man ég einmitt með strætó í Austurbæjarskóla og þar kom mamma og sótti okkur.“ Hugurinn leitaði til Eyja Stefán Örn Jónsson ræðir einnig um sína upplifun af gosinu en hann var nítján ára gamall þegar það hófst. Hann var nýbúinn að leggjast á koddann eftir langan vinnudag þegar hraunið byrjaði að flæða að bænum. „Ég reyndi náttúrulega eins og margir aðrir að komast til Eyja sem fyrst aftur. Reyndi að komast bæði með flugi hingað út í Eyjar og komast með bátum og annað, með þeim farartækjum sem fóru hingað. En það var borin von.“ Hugur Stefáns leitaði til Eyja þegar hann heyrði af gosinu.Björn Steinbekk Gekk í slökkviliðið Á fyrsta laugardeginum eftir að gosið hófst tókst Stefáni að komast til Eyja. Hann sigldi þá með bát frá Grindavík ásamt föður sínum og öðrum mönnum. „Þessi bátur hafði þann eina tilgang að fara út í Eyjar að ná í búslóðir fyrir sjö, átta aðila sem var bara híft um borð í lestina á bátnum. Síðan sigldum við bara strax úr Eyjum aftur til Grindavíkur. Þar var búslóðinni komið fyrir í veiðafærageymslu.“ Eftir þetta sá Stefán að það var verið að auglýsa eftir fólki í slökkvilið Vestmannaeyja. Hann sótti um og fékk starfið. „Það sem fólst í því að vera slökkviliðsmaður í gosinu var náttúrulega bara þessi hefðbundnu björgunarstörf, ekkert annað. Menn unnu bara hér saman, bæði við að bjargar úr húsum sem var tekin ákvörðun um að bjarga úr, sumt var bara vonlaust, þegar áhlaupin komu þá réðirðu ekki við nema bara brot af því.“
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið