Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 18:05 Aðgerðum er stjórnað úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. Útkallið barst rétt um klukkan 18.30 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt nær öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Enn á eftir að staðsetja flugvélina og nær leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt. Lögreglan á Austurlandi tekur einnig þátt í aðgerðum og þá hafa viðbragðaðilar komið saman í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta herma upplýsingar frá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Við vitum í sjálfu sér mjög lítið á þessu stigi enn þá, það er verið að leita fyrir austan og búið að boða út nánast allar björgunarsveitir á Austurlandi, og þær eru bara á leið á vettvang,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leitarsvæðið sé enn nokkuð óljóst en neyðarboðin komi einhvers staðar upp á Öxi og þar vestur af. Landhelgisgæslan fer með stjórn aðgerða og streymir nú fólk í Samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan fréttina. Ef hún birtist ekki er ráðlagt að endurhlaða síðuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugvélin fannst á áttunda tímanum.
Útkallið barst rétt um klukkan 18.30 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt nær öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Enn á eftir að staðsetja flugvélina og nær leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt. Lögreglan á Austurlandi tekur einnig þátt í aðgerðum og þá hafa viðbragðaðilar komið saman í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta herma upplýsingar frá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Við vitum í sjálfu sér mjög lítið á þessu stigi enn þá, það er verið að leita fyrir austan og búið að boða út nánast allar björgunarsveitir á Austurlandi, og þær eru bara á leið á vettvang,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leitarsvæðið sé enn nokkuð óljóst en neyðarboðin komi einhvers staðar upp á Öxi og þar vestur af. Landhelgisgæslan fer með stjórn aðgerða og streymir nú fólk í Samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan fréttina. Ef hún birtist ekki er ráðlagt að endurhlaða síðuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugvélin fannst á áttunda tímanum.
Flugslys við Sauðahnjúka Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira