„Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júlí 2023 09:15 Líkt og Haraldur bendir á þá náði bróðir hans aldrei almennilegri fótfestu í samfélaginu á milli þess sem hann fór í fangelsi. Vísir/Vilhelm „Hann langaði svo mikið að öðlast eðlilegt líf. Hann sagði að hann ætlaði aldrei að fara í fangelsi aftur. Hann var búinn að ganga í gegnum svakalega hluti í gegnum ævina og var löngu búinn að fá nóg af þessu öllu,“ segir Haraldur Freyr Helgason sem í tæp tuttugu ár horfði upp á eldri bróður sinn, fara inn og út úr fangelsi. Bróðir hans náði aldrei almennilegri fótfestu í lífinu og lést af völdum ofskömmtunar árið 2020. Haraldur er fimm árum yngri en bróðir sinn Ásgeir Már Helgason og ólust þeir upp í Bökkunum í Breiðholtinu á áttunda áratugnum. „Við vorum aldir upp á góðu og stuðningsríku heimili. Okkur skorti aldrei neitt,“ segir Haraldur og reyndar lýsti bróðir hans Ásgeir Már því eins þegar hann steig fram í viðtali í sjónvarpsþættinum Paradísarheimt árið 2018, þá í afplánun á Litla Hrauni. „Ég fékk mikla ást og umhyggju. Það var ekkert þar sem vantaði,“ sagði Ásgeir Már í þættinum en á öðrum stað í viðtalinu sagði hann að hann „hefði vitað frá unga aldri að hann myndi enda á bak við lás og slá.“ Bræður á góðri stundu.Aðsend „Við vorum eins og svart og hvítt. Hann var vinsæll og vinamargur í skóla, uppátækjasamur og skemmtilegur. Og rosalega sjarmerandi. Ég var meira til baka. Hann hafði ýmislegt sem ég hafði ekki og auðvitað leit ég upp til hans á þessum tíma, hann var stóri bróðir og aðalspaðinn,“ segir Haraldur. Bræðurnir áttu eftir að fara gjörólíka leið í lífinu. Haraldur fór hina hefðbundnu leið, var kominn með fjölskyldu og íbúð um miðjan þrítugsaldur. Hjá Ásgeiri Má fór að halla á ógæfuhliðina snemma á unglingsaldri og leiðin lá síðan hratt niður á við. „Þetta byrjaði með fylleríum og fikti og þess háttar. Um tvítugt var hann kominn út í hörð efni.“ Fékk fyrsta dóminn um tvítugt Ásgeir Már var um tvítugt þegar hann fór fyrst í fangelsi. Þá fékk hann dóm fyrir uppsöfnuð smávægileg brot og afplánaði á Kvíabryggju. Það reyndist vera fyrsta afplánunin af mörgum. Næstu tvo áratugi átti eftir að hann fá marga refsidóma fyrir brot á við skjalafals, líkamsmeiðingar, mannrán og fíkniefnabrot. Það eina sem hann sat ekki inni fyrir voru manndráp og kynferðisbrot. Líkt og Haraldur bendir á þá náði Ásgeir Már aldrei almennilegri fótfestu í samfélaginu á milli þess sem hann fór í fangelsi. Stundum komu vikur og mánuðir þar sem Ásgeir Már náði að koma sér á strik og honum tókst jafnvel að ljúka einkaþjálfaranámi og setti stefnuna á að verða einkaþjálfari. En þess á milli fór hann af sporinu og sökk djúpt í undirheimana. Þeir bræður voru í „on and off“ sambandi á þessum árum. Haraldur bendir á að líkt og með marga aðstandendur hafi hann verið meðvirkur með bróður sínum fyrstu árin, og samþykkt líferni hans. Haraldur segir bróður sinn virkilega hafa þráð að snúa við blaðinu þegar seinustu afplánun hans lauk.Vísir/Vilhelm „Í gegnum hann, það er að segja þegar hann var frjáls og ekki í fangelsi, þá fékk ég að kynnast aðeins þessum heimi og því sem fer þar fram. Ég sá allskonar hluti og hitti fullt af skrýtnu og sérkennilegu fólki.“ Hann nefnir ákveðinn eiginleika í fari bróður síns sem stendur upp úr. „Hann má eiga það að hann gerði ýmsa slæma hluti í gegnum ævina en það kom aldrei nokkurn tímann fyrir að hann stal frá okkur fjölskyldunni, sviki okkur eða léti sitt líferni bitna á okkur. Það bönkuðu aldrei handrukkarar upp á hjá foreldrum okkar. Það fékk aldrei neinn að vita hvar þau bjuggu. Ef einhver var að skutla honum heim til þeirra þá passaði hann að fara út úr bílnum annars staðar í hverfinu og horfði síðan á bílinn fara, og sama þegar hann var sóttur, þá lét hann sækja sig annars staðar. Hann gætti þess rosalega vel, að halda öllum skítnum þarna fyrir utan. Hann vildi hlífa þeim, og okkur fjölskyldunni við öllum þessum sársauka sem hann var að upplifa.“ Sem dæmi um hversu stutt var á milli þess að Ásgeir Már næði sér á strik og félli aftur nefnir Haraldur sumarið 2007. „Hann tók syrpur og náði að halda sér edrú í einhvern tíma. Sumarið 2007 var besta sumarið hans í mörg ár. Hann bjó heima hjá mömmu og pabba og átti margar góðar stundir með mömmu, þau fóru mikið í golf. Svo fæ ég þær fréttir, á afmælisdaginn minn í ágúst, að hann hafi verið handtekinn úti í Kaupmannahöfn. Gripinn með tæp tvö kíló af kókaíni sem áttu að vera flutt inn til Íslands.“ Ásgeir Már hlaut dóm ytra fyrir brotið og sat í marga mánuði inni í Vestre, stærsta fangelsinu í Danmörku. „Hann kom mjög skaddaður úr þeirri dvöl.“ Var staðráðinn í að snúa við blaðinu Árið 2018 birtist viðtal við Ásgeir Má í sjónvarpsþættinum Paradísarheimt á RÚV. Þar rakti hann sögu sína og hvernig hann leiddist út á glæpabrautina. Á þessum tíma var hann að afplána dóm fyrir uppsöfnuð brot. Haraldur segir að sem aðstandandi hafi hann verið lengi að tileinka sér þann hugsunarhátt að örlög bróður hans hafi ekki verið sér eða öðrum að kenna.Vísir/Vilhelm Haraldur telur að á þessum tíma hafi bróðir hans virkilega farinn að þrá að snúa við blaðinu. „Honum langaði að fara í þetta viðtal og miðla af reynslu sinni, hjálpa öðrum. Mér fannst viðtalið við hann koma mjög vel út.“ En þegar Ásgeir Már losnaði af Litla Hrauni sama ár var það allt annað en auðvelt fyrir hann að ná undir sig fótunum, finna húsnæði til leigu og vinnu. Fólk hafði séð viðtalið í Paradísarheimt og það þurfti ekki nema stutta leit á netinu til að finna upplýsingar um Ásgeir Má og fortíð hans. Og það er ekki hver sem er reiðubúinn til að treysta einstakling sem er með fjölmarga dóma á bakinu. En smám saman fór þó að birta til. „Hann var heppinn að því leyti að hann gat fengið inni hjá mömmu og pabba og sofið á sófanum hjá þeim, það eru ekkert allir sem fá það í þessum aðstæðum. Seinna fékk hann svo íbúð í Grafarvogi í gegnum félagsbústaði og var ofboðslega glaður með það,“ segir Haraldur og nefnir fleiri dæmi sem bentu til þess að líf bróður hans væri nú loksins að komast á réttan kjöl. Ásgeir Már átti einn son sem búsettur var í Danmörku og hafði samband þeirra feðga verið stopult í gegnum árin. „Eftir að hann kom úr seinustu afplánuninni þá náðu þeir tveir að tengjast aftur. Hann fór út til Danmerkur að heimsækja strákinn sinn og þeir spjölluðu og áttu saman góðir stundir og náðu að „settla“ málin sín á milli. Það var dálítið fallegt, finnst mér.“ Bræðurnir á fullorðinsárum.Aðsend Á þessum tíma höfðu þeir bræður Haraldur og Ásgeir Már ekki talað saman í einhver ár. „En þarna fórum við að nálgast hvorn annan aftur, hægt og bítandi. Þarna komst ég að einu, einhverju sem ég hafði aldrei gert mér grein fyrir áður, sem var það að mitt álit á honum skipti hann alveg rosalega miklu máli. Ég var, eins og ég segi stundum, „stóri“ litli bróðir hans.“ Dóttir Haraldar var á þessum tíma tveggja ára gömul og það myndaðist einstakt samband á milli hennar og Ásgeirs Más. Haraldur hugsar til þess með mikilli hlýju. „Í eitt skipti fékk hann að dvelja í íbúðinni minni á meðan ég var erlendis og seinasta kvöldið fékk hann að passa dóttur mína yfir eina nótt. Þarna fékk hann að upplifa það að ég treysti honum og það var rosalega stór sigur fyrir hann. Hann var alveg í skýjunum með það og ég man hvað hann tók þessu alvarlega. Hann hringdi stöðugt í mömmu þetta kvöld og var að spyrja hana ráða, hvað hann ætti að gera ef stelpan færi að gráta eða eitthvað þess háttar. Hann var svo mikið að passa sig og vanda sig og vildi gera þetta algjörlega upp á tíu. Þetta var risastórt skref fyrir hann.“ Meðvirknin er sterkt afl En svo fór aftur að halla undan fæti hjá Ásgeiri Má. Fjölskyldan veit ekki hvað varð til að lífið hans fór aftur í sama farið. Hann fannst látinn á heimili sínu þann 28.október 2020, þá 49 ára gamall. Fjölskyldan situr eftir með margar spurningar en fá svör. Þau vita ekki hvað varð til þess eða hvernig Ásgeir Már fór aftur í sama farið eða hvernig andlát hans bar að nákvæmlega. „Hann sofnaði heima hjá sér,“ segir Haraldur. „Það bendir allt til að um ofskömmtun hafi verið að ræða.“ Haraldur segir að sem aðstandandi hafi hann verið lengi að tileinka sér þann hugsunarhátt að örlög bróður hans hafi ekki verið sér eða öðrum að kenna. Meðvirknin getur verið ansi sterk. „Lífið fór bara svona. Það er ekki hægt að breyta því. Það tók mig langan tíma að komast á þennan stað, að hugsa þannig að ég ber ekki ábyrgð á gjörðum bróður míns.“ Mikilvægt að fyrrum fangar fái aðhald og stuðning Aðstæður fanga í fangelsum, og endurkomutíðni hefur reglulega komið upp í umræðunni síðustu ár og hafa stjórnvöld boðað ýmsar breytingar. Samkvæmt nýlegum rannsóknum er endurkomutíðni í íslensk fangelsi um 20 prósent. Svo eru það aðstandendurnir sjálfir; foreldrar, systkini, makar, börn og fleiri sem þurfa líka skilning, stuðning og aðhald. Margir aðstandendur þurfa að glíma við sektarkennd, álag og streitu svo ekki sé minnst á skömm. Þegar Haraldur var yngri mátti hann helst ekki minnast á það að hann ætti bróður í fangelsi. Það kemur kannski ekki á óvart að Haraldur hefur sínar skoðanir á þessum málaflokki. Bróðir hans eyddi bróðurpartinum af ævi sinni á bak við lás og slá og átti þess á milli í stöðugri baráttu við ná fótfestu í samfélaginu. Hann var aldrei almennilega í stakk búinn fyrir frelsið. „Það er auðvitað bara staðreynd að fangelsin í dag eru geymslur, ekki betrunarstofnanir,“ segir Haraldur og bætir við að vissulega sé þjónusta í boði fyrir þennan hóp, en hér sé þó um að ræða skjólstæðingahóp sem þurfi sérstaka meðhöndlun. „Fyrir þessa einstaklinga, sem flestir hafa lengi verið í óreglu, er ekkert eins mikilvægt og að hafa rútínu, fasta punkta í deginum til að fara eftir. Það þarf að grípa þessa einstaklinga þegar þeir koma út. Það þarf að tryggja að þeir hafi aðgang að þessari þjónustu hvenær sem þeir þurfa, hvort sem það er í gegnum netið, síma eða annað. Þeir þurfa utanumhald, eitthvað eða einhvern sem tekur utan um þá og leiðbeinir þeim.“ Haraldur bendir á að einstaklingar sem lifað hafa í hörðum heimi afbrota og fíknar árum saman eigi það flestir sameiginlegt að vera í stöðugri vörn og treysta engum. Þar af leiðandi eigi þeir erfitt með að opna sig fyrir öðrum og gefa öðrum hlutdeild í tilfinningum sínum og líðan. Til þess þurfi þeir að stuðning og hvatningu. Þannig sé hægt að draga þá út úr skelinni. Þann 19. ágúst næstkomandi hyggst Haraldur hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrktar Afstöðu - félagi fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og endurhæfingu. Hann vill leggja sitt á vogarskálarnar svo hægt sé að stuðla að endurbótum. „Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins. Þar af leiðandi hef ég kynnst aðbúnaði fanga sem aðstandandi hversu lítið er gert til að gera einstaklingana í stakk búna fyrir frelsið. Með því að leggja mér lið og styrkja Afstöðu trúi ég því að við getum hjálpað við að fækka endurkomum í fangelsi landsins,“ ritar Haraldur á heimasíðu Hlaupastyrks en hægt er að heita á Harald og styrkja starf Afstöðu með því að smella hér. Hvað gerir Afstaða? „Þrátt fyrir að Afstaða sé að nafninu til hagsmunasamtök fanga þá hefur starfsemi félagsins breyst mikið í áranna rás og mikill fjöldi verkefna í dag snýr að aðstandendum fanga, upplýsingagjöf, leiðbeiningum, sáluhjálp og aðstoð með allt það sem getur komið upp þegar einstaklingur fer í afplánun. Viðkomandi fylgja nefnilega alltaf fjölskylda og aðrir nákomnir og þetta er oft meira áfall fyrir þá sem að fanganum koma,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. „Við hjá Afstöðu höfum í mörg ár hvatt fólk til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og heita á félagið og hafa viðtökur oftar en ekki verið góðar. Þá höfum við einnig farið þá leið að fá fanga í afplánun til að hlaupa, til dæmis eitt árið hlupu fangar á Kvíabryggju til styrktar félaginu og þótt það hafi ekki verið í gegnum Reykjavíkurmaraþonið héldum við hlaupið á sama tíma. Enn er opið fyrir skráningar og við hvetjum enn alla sem vilja hlaupa og heita á félagið að skrá sig.“ „Afstaða er rekin fyrir sjálfsaflafé og því skiptir allur fjárstuðningur miklu máli. Við höfum í áraraðir reynt að ná eyrum ráðamanna og koma félaginu á fjárlög enda eru verkefni félagsins gríðarlega mikilvægt og þeim ekki sinnt af ríki eða sveitarfélögum þrátt fyrir mikla nauðsyn þar um. Við höfum verið svo lánsöm að fá opinbera styrki á undanförnum árum en betur má ef duga skal í þeim efnum og félagið er ávallt stórhuga í áformum sínum.“ Heimasíða Afstöðu Facebook síða Afstöðu Reykjavíkurmaraþon Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Haraldur er fimm árum yngri en bróðir sinn Ásgeir Már Helgason og ólust þeir upp í Bökkunum í Breiðholtinu á áttunda áratugnum. „Við vorum aldir upp á góðu og stuðningsríku heimili. Okkur skorti aldrei neitt,“ segir Haraldur og reyndar lýsti bróðir hans Ásgeir Már því eins þegar hann steig fram í viðtali í sjónvarpsþættinum Paradísarheimt árið 2018, þá í afplánun á Litla Hrauni. „Ég fékk mikla ást og umhyggju. Það var ekkert þar sem vantaði,“ sagði Ásgeir Már í þættinum en á öðrum stað í viðtalinu sagði hann að hann „hefði vitað frá unga aldri að hann myndi enda á bak við lás og slá.“ Bræður á góðri stundu.Aðsend „Við vorum eins og svart og hvítt. Hann var vinsæll og vinamargur í skóla, uppátækjasamur og skemmtilegur. Og rosalega sjarmerandi. Ég var meira til baka. Hann hafði ýmislegt sem ég hafði ekki og auðvitað leit ég upp til hans á þessum tíma, hann var stóri bróðir og aðalspaðinn,“ segir Haraldur. Bræðurnir áttu eftir að fara gjörólíka leið í lífinu. Haraldur fór hina hefðbundnu leið, var kominn með fjölskyldu og íbúð um miðjan þrítugsaldur. Hjá Ásgeiri Má fór að halla á ógæfuhliðina snemma á unglingsaldri og leiðin lá síðan hratt niður á við. „Þetta byrjaði með fylleríum og fikti og þess háttar. Um tvítugt var hann kominn út í hörð efni.“ Fékk fyrsta dóminn um tvítugt Ásgeir Már var um tvítugt þegar hann fór fyrst í fangelsi. Þá fékk hann dóm fyrir uppsöfnuð smávægileg brot og afplánaði á Kvíabryggju. Það reyndist vera fyrsta afplánunin af mörgum. Næstu tvo áratugi átti eftir að hann fá marga refsidóma fyrir brot á við skjalafals, líkamsmeiðingar, mannrán og fíkniefnabrot. Það eina sem hann sat ekki inni fyrir voru manndráp og kynferðisbrot. Líkt og Haraldur bendir á þá náði Ásgeir Már aldrei almennilegri fótfestu í samfélaginu á milli þess sem hann fór í fangelsi. Stundum komu vikur og mánuðir þar sem Ásgeir Már náði að koma sér á strik og honum tókst jafnvel að ljúka einkaþjálfaranámi og setti stefnuna á að verða einkaþjálfari. En þess á milli fór hann af sporinu og sökk djúpt í undirheimana. Þeir bræður voru í „on and off“ sambandi á þessum árum. Haraldur bendir á að líkt og með marga aðstandendur hafi hann verið meðvirkur með bróður sínum fyrstu árin, og samþykkt líferni hans. Haraldur segir bróður sinn virkilega hafa þráð að snúa við blaðinu þegar seinustu afplánun hans lauk.Vísir/Vilhelm „Í gegnum hann, það er að segja þegar hann var frjáls og ekki í fangelsi, þá fékk ég að kynnast aðeins þessum heimi og því sem fer þar fram. Ég sá allskonar hluti og hitti fullt af skrýtnu og sérkennilegu fólki.“ Hann nefnir ákveðinn eiginleika í fari bróður síns sem stendur upp úr. „Hann má eiga það að hann gerði ýmsa slæma hluti í gegnum ævina en það kom aldrei nokkurn tímann fyrir að hann stal frá okkur fjölskyldunni, sviki okkur eða léti sitt líferni bitna á okkur. Það bönkuðu aldrei handrukkarar upp á hjá foreldrum okkar. Það fékk aldrei neinn að vita hvar þau bjuggu. Ef einhver var að skutla honum heim til þeirra þá passaði hann að fara út úr bílnum annars staðar í hverfinu og horfði síðan á bílinn fara, og sama þegar hann var sóttur, þá lét hann sækja sig annars staðar. Hann gætti þess rosalega vel, að halda öllum skítnum þarna fyrir utan. Hann vildi hlífa þeim, og okkur fjölskyldunni við öllum þessum sársauka sem hann var að upplifa.“ Sem dæmi um hversu stutt var á milli þess að Ásgeir Már næði sér á strik og félli aftur nefnir Haraldur sumarið 2007. „Hann tók syrpur og náði að halda sér edrú í einhvern tíma. Sumarið 2007 var besta sumarið hans í mörg ár. Hann bjó heima hjá mömmu og pabba og átti margar góðar stundir með mömmu, þau fóru mikið í golf. Svo fæ ég þær fréttir, á afmælisdaginn minn í ágúst, að hann hafi verið handtekinn úti í Kaupmannahöfn. Gripinn með tæp tvö kíló af kókaíni sem áttu að vera flutt inn til Íslands.“ Ásgeir Már hlaut dóm ytra fyrir brotið og sat í marga mánuði inni í Vestre, stærsta fangelsinu í Danmörku. „Hann kom mjög skaddaður úr þeirri dvöl.“ Var staðráðinn í að snúa við blaðinu Árið 2018 birtist viðtal við Ásgeir Má í sjónvarpsþættinum Paradísarheimt á RÚV. Þar rakti hann sögu sína og hvernig hann leiddist út á glæpabrautina. Á þessum tíma var hann að afplána dóm fyrir uppsöfnuð brot. Haraldur segir að sem aðstandandi hafi hann verið lengi að tileinka sér þann hugsunarhátt að örlög bróður hans hafi ekki verið sér eða öðrum að kenna.Vísir/Vilhelm Haraldur telur að á þessum tíma hafi bróðir hans virkilega farinn að þrá að snúa við blaðinu. „Honum langaði að fara í þetta viðtal og miðla af reynslu sinni, hjálpa öðrum. Mér fannst viðtalið við hann koma mjög vel út.“ En þegar Ásgeir Már losnaði af Litla Hrauni sama ár var það allt annað en auðvelt fyrir hann að ná undir sig fótunum, finna húsnæði til leigu og vinnu. Fólk hafði séð viðtalið í Paradísarheimt og það þurfti ekki nema stutta leit á netinu til að finna upplýsingar um Ásgeir Má og fortíð hans. Og það er ekki hver sem er reiðubúinn til að treysta einstakling sem er með fjölmarga dóma á bakinu. En smám saman fór þó að birta til. „Hann var heppinn að því leyti að hann gat fengið inni hjá mömmu og pabba og sofið á sófanum hjá þeim, það eru ekkert allir sem fá það í þessum aðstæðum. Seinna fékk hann svo íbúð í Grafarvogi í gegnum félagsbústaði og var ofboðslega glaður með það,“ segir Haraldur og nefnir fleiri dæmi sem bentu til þess að líf bróður hans væri nú loksins að komast á réttan kjöl. Ásgeir Már átti einn son sem búsettur var í Danmörku og hafði samband þeirra feðga verið stopult í gegnum árin. „Eftir að hann kom úr seinustu afplánuninni þá náðu þeir tveir að tengjast aftur. Hann fór út til Danmerkur að heimsækja strákinn sinn og þeir spjölluðu og áttu saman góðir stundir og náðu að „settla“ málin sín á milli. Það var dálítið fallegt, finnst mér.“ Bræðurnir á fullorðinsárum.Aðsend Á þessum tíma höfðu þeir bræður Haraldur og Ásgeir Már ekki talað saman í einhver ár. „En þarna fórum við að nálgast hvorn annan aftur, hægt og bítandi. Þarna komst ég að einu, einhverju sem ég hafði aldrei gert mér grein fyrir áður, sem var það að mitt álit á honum skipti hann alveg rosalega miklu máli. Ég var, eins og ég segi stundum, „stóri“ litli bróðir hans.“ Dóttir Haraldar var á þessum tíma tveggja ára gömul og það myndaðist einstakt samband á milli hennar og Ásgeirs Más. Haraldur hugsar til þess með mikilli hlýju. „Í eitt skipti fékk hann að dvelja í íbúðinni minni á meðan ég var erlendis og seinasta kvöldið fékk hann að passa dóttur mína yfir eina nótt. Þarna fékk hann að upplifa það að ég treysti honum og það var rosalega stór sigur fyrir hann. Hann var alveg í skýjunum með það og ég man hvað hann tók þessu alvarlega. Hann hringdi stöðugt í mömmu þetta kvöld og var að spyrja hana ráða, hvað hann ætti að gera ef stelpan færi að gráta eða eitthvað þess háttar. Hann var svo mikið að passa sig og vanda sig og vildi gera þetta algjörlega upp á tíu. Þetta var risastórt skref fyrir hann.“ Meðvirknin er sterkt afl En svo fór aftur að halla undan fæti hjá Ásgeiri Má. Fjölskyldan veit ekki hvað varð til að lífið hans fór aftur í sama farið. Hann fannst látinn á heimili sínu þann 28.október 2020, þá 49 ára gamall. Fjölskyldan situr eftir með margar spurningar en fá svör. Þau vita ekki hvað varð til þess eða hvernig Ásgeir Már fór aftur í sama farið eða hvernig andlát hans bar að nákvæmlega. „Hann sofnaði heima hjá sér,“ segir Haraldur. „Það bendir allt til að um ofskömmtun hafi verið að ræða.“ Haraldur segir að sem aðstandandi hafi hann verið lengi að tileinka sér þann hugsunarhátt að örlög bróður hans hafi ekki verið sér eða öðrum að kenna. Meðvirknin getur verið ansi sterk. „Lífið fór bara svona. Það er ekki hægt að breyta því. Það tók mig langan tíma að komast á þennan stað, að hugsa þannig að ég ber ekki ábyrgð á gjörðum bróður míns.“ Mikilvægt að fyrrum fangar fái aðhald og stuðning Aðstæður fanga í fangelsum, og endurkomutíðni hefur reglulega komið upp í umræðunni síðustu ár og hafa stjórnvöld boðað ýmsar breytingar. Samkvæmt nýlegum rannsóknum er endurkomutíðni í íslensk fangelsi um 20 prósent. Svo eru það aðstandendurnir sjálfir; foreldrar, systkini, makar, börn og fleiri sem þurfa líka skilning, stuðning og aðhald. Margir aðstandendur þurfa að glíma við sektarkennd, álag og streitu svo ekki sé minnst á skömm. Þegar Haraldur var yngri mátti hann helst ekki minnast á það að hann ætti bróður í fangelsi. Það kemur kannski ekki á óvart að Haraldur hefur sínar skoðanir á þessum málaflokki. Bróðir hans eyddi bróðurpartinum af ævi sinni á bak við lás og slá og átti þess á milli í stöðugri baráttu við ná fótfestu í samfélaginu. Hann var aldrei almennilega í stakk búinn fyrir frelsið. „Það er auðvitað bara staðreynd að fangelsin í dag eru geymslur, ekki betrunarstofnanir,“ segir Haraldur og bætir við að vissulega sé þjónusta í boði fyrir þennan hóp, en hér sé þó um að ræða skjólstæðingahóp sem þurfi sérstaka meðhöndlun. „Fyrir þessa einstaklinga, sem flestir hafa lengi verið í óreglu, er ekkert eins mikilvægt og að hafa rútínu, fasta punkta í deginum til að fara eftir. Það þarf að grípa þessa einstaklinga þegar þeir koma út. Það þarf að tryggja að þeir hafi aðgang að þessari þjónustu hvenær sem þeir þurfa, hvort sem það er í gegnum netið, síma eða annað. Þeir þurfa utanumhald, eitthvað eða einhvern sem tekur utan um þá og leiðbeinir þeim.“ Haraldur bendir á að einstaklingar sem lifað hafa í hörðum heimi afbrota og fíknar árum saman eigi það flestir sameiginlegt að vera í stöðugri vörn og treysta engum. Þar af leiðandi eigi þeir erfitt með að opna sig fyrir öðrum og gefa öðrum hlutdeild í tilfinningum sínum og líðan. Til þess þurfi þeir að stuðning og hvatningu. Þannig sé hægt að draga þá út úr skelinni. Þann 19. ágúst næstkomandi hyggst Haraldur hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum til styrktar Afstöðu - félagi fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og endurhæfingu. Hann vill leggja sitt á vogarskálarnar svo hægt sé að stuðla að endurbótum. „Bróðir minn eyddi allt of mörgum árum bak við lás og slá í flestum fangelsum landsins. Þar af leiðandi hef ég kynnst aðbúnaði fanga sem aðstandandi hversu lítið er gert til að gera einstaklingana í stakk búna fyrir frelsið. Með því að leggja mér lið og styrkja Afstöðu trúi ég því að við getum hjálpað við að fækka endurkomum í fangelsi landsins,“ ritar Haraldur á heimasíðu Hlaupastyrks en hægt er að heita á Harald og styrkja starf Afstöðu með því að smella hér. Hvað gerir Afstaða? „Þrátt fyrir að Afstaða sé að nafninu til hagsmunasamtök fanga þá hefur starfsemi félagsins breyst mikið í áranna rás og mikill fjöldi verkefna í dag snýr að aðstandendum fanga, upplýsingagjöf, leiðbeiningum, sáluhjálp og aðstoð með allt það sem getur komið upp þegar einstaklingur fer í afplánun. Viðkomandi fylgja nefnilega alltaf fjölskylda og aðrir nákomnir og þetta er oft meira áfall fyrir þá sem að fanganum koma,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. „Við hjá Afstöðu höfum í mörg ár hvatt fólk til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og heita á félagið og hafa viðtökur oftar en ekki verið góðar. Þá höfum við einnig farið þá leið að fá fanga í afplánun til að hlaupa, til dæmis eitt árið hlupu fangar á Kvíabryggju til styrktar félaginu og þótt það hafi ekki verið í gegnum Reykjavíkurmaraþonið héldum við hlaupið á sama tíma. Enn er opið fyrir skráningar og við hvetjum enn alla sem vilja hlaupa og heita á félagið að skrá sig.“ „Afstaða er rekin fyrir sjálfsaflafé og því skiptir allur fjárstuðningur miklu máli. Við höfum í áraraðir reynt að ná eyrum ráðamanna og koma félaginu á fjárlög enda eru verkefni félagsins gríðarlega mikilvægt og þeim ekki sinnt af ríki eða sveitarfélögum þrátt fyrir mikla nauðsyn þar um. Við höfum verið svo lánsöm að fá opinbera styrki á undanförnum árum en betur má ef duga skal í þeim efnum og félagið er ávallt stórhuga í áformum sínum.“ Heimasíða Afstöðu Facebook síða Afstöðu
Reykjavíkurmaraþon Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira