Á síðasta tímabili var Elvar með 8,9 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í deildarleik með Rytas Vilnius. Í Meistaradeild Evrópu var hann með 11,3 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Rytas Vilnius komst í sextán liða úrslit keppninnar, á kostnað PAOK.
It's official! PAOK basketball announces the agreement with Elvar Fridrikkson
— PAOK BC (@PAOKbasketball) July 10, 2023
Welcome to #PAOK @ElvarFridriks
https://t.co/Dwv1h5hnVz pic.twitter.com/i4zzQCqC8S
Elvar hefur átt farsælan feril sem atvinnumaður. Njarðvíkingurinn varð sænskur meistari með Borås Basket og stoðsendingahæstur í sænsku úrvalsdeildinni og valinn besti bakvörður hennar.
Elvar var svo valinn besti leikmaður litáísku deildarinnar 2021 þegar hann lék með Siauliai og var stoðsendingahæsti leikmaður BNXT deildarinnar ári seinna þegar hann lék með Antwerp Giants.
Á síðasta tímabili lenti PAOK í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar og tapaði fyrir Olympiacos, 3-0, í undanúrslitum úrslitakeppninnar. PAOK hefur tvisvar sinnum orðið grískur meistari, síðast 1992.