Erfitt að manna stöður við gosið: Vilja að stjórnvöld stígi fastar inn í Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júlí 2023 23:28 Otti Rafn Sigmarsson, forstjóri Landsbjargar, ræddi við fréttamann við gosstöðvarnar í kvöld. Vísir Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar. Að stjórnvöld mættu stíga fastar inn og hjálpa til við vöktun á svæðinu. „Það er auðvitað fullt af fólki sem vill leggja leið sína hingað og reynslan segir okkur að það er auðveldara að stika leið að gosinu og halda fólki á einum stað heldur en að reyna að hafa lokað og fá fólk alls staðar,“ segir Otti í samtali við Kristján Má við gosstöðvarnar. Hann segir að í kvöld verði unnið að því að stika leið að eldgosinu og gera megi ráð fyrir að hún verði tilbúin á morgun. Finnst ykkur það skynsamlegast að láta fólk fara þessa leið? „Já, eins og staðan er í dag, og miðað við það hættumat sem veðurstofan hefur gefið út þá er þetta skynsamlegasta leiðin.“ Aðspurður hvernig gangi að fá björgunarsveitarfólk til starfa í miðjum júlímánuði segir Otti það ekki ganga vel. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er bara fínt að koma hérna og heimsækja gosstöðvarnar en fólkið okkar er útivistarfólk upp til hópa og í sumarfríi og annars staðar en að vera hér,“ segir hann. Svo þið viljið að þessu ljúki sem fyrst? „Já, að þessu ljúki eða að stjórnvöld stígi sterkar inn í þetta strax. Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. 11. júlí 2023 21:35 Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. 11. júlí 2023 21:14 Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. 11. júlí 2023 17:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Það er auðvitað fullt af fólki sem vill leggja leið sína hingað og reynslan segir okkur að það er auðveldara að stika leið að gosinu og halda fólki á einum stað heldur en að reyna að hafa lokað og fá fólk alls staðar,“ segir Otti í samtali við Kristján Má við gosstöðvarnar. Hann segir að í kvöld verði unnið að því að stika leið að eldgosinu og gera megi ráð fyrir að hún verði tilbúin á morgun. Finnst ykkur það skynsamlegast að láta fólk fara þessa leið? „Já, eins og staðan er í dag, og miðað við það hættumat sem veðurstofan hefur gefið út þá er þetta skynsamlegasta leiðin.“ Aðspurður hvernig gangi að fá björgunarsveitarfólk til starfa í miðjum júlímánuði segir Otti það ekki ganga vel. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er bara fínt að koma hérna og heimsækja gosstöðvarnar en fólkið okkar er útivistarfólk upp til hópa og í sumarfríi og annars staðar en að vera hér,“ segir hann. Svo þið viljið að þessu ljúki sem fyrst? „Já, að þessu ljúki eða að stjórnvöld stígi sterkar inn í þetta strax. Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. 11. júlí 2023 21:35 Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. 11. júlí 2023 21:14 Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. 11. júlí 2023 17:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. 11. júlí 2023 21:35
Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. 11. júlí 2023 21:14
Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. 11. júlí 2023 17:57