Samþykkja minni hækkun launa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 17:54 Frá fundi borgarstjórnar í Ráðhúsinu. vísir/vilhelm Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð hafi samþykkt að hækka launin minna vegna efnahagsaðstæðna. Þannig munu grunnlaun borgarfulltrúa hækka úr 963.647 krónum í 987.738 kr. á mánuði. Hækkunin nemur því 24.091 kr. á mánuði utan launatengdra gjalda í stað hækkunar um 76.000 kr. væri launavísitölu fylgt. Álagsgreiðslur og starfskostnaður hækka hlutfallslega með sama hætti. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að laun borgarfulltrúa taki breytingum tvisvar á ári samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert og miðast hækkunin við þróun launavísitölu samkvæmt Samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Vísitala launa hækkaði um 7,88% frá nóvember 2022 og fram í maí síðastliðinn en vegna efnahagsaðstæðna er lagt til að hækkun á launum kjörinna fulltrúa verði minni en samþykktir borgarstjórnar gera ráð fyrir. Að jafnaði hækka laun kjörinna aðalfulltrúa í borgarstjórn á bilinu 24.091 kr. til 42.160 kr. þegar álagsgreiðslur hafa verið teknar með. Starfskostnaður hækkar um 1.740 kr. og verður 71.334 kr. Samanlögð kostnaðaráhrif á árinu 2023 eru áætluð sjö milljónir króna miðað við tímabilið júlí til desember í stað 22,1 milljón ef tekið væri mið af þróun launavísitölu,“ segir í tilkynningu. Og ennfremur: „Þess má geta að borgarstjórn þáði ekki hækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs nr. 2016.3.001 og samþykkti í framhaldinu breytingar þess eðlis að tekin var upp tenging við launavísitölu til þess að endurspegla betur almenna launaþróun.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Efnahagsmál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð hafi samþykkt að hækka launin minna vegna efnahagsaðstæðna. Þannig munu grunnlaun borgarfulltrúa hækka úr 963.647 krónum í 987.738 kr. á mánuði. Hækkunin nemur því 24.091 kr. á mánuði utan launatengdra gjalda í stað hækkunar um 76.000 kr. væri launavísitölu fylgt. Álagsgreiðslur og starfskostnaður hækka hlutfallslega með sama hætti. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að laun borgarfulltrúa taki breytingum tvisvar á ári samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert og miðast hækkunin við þróun launavísitölu samkvæmt Samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Vísitala launa hækkaði um 7,88% frá nóvember 2022 og fram í maí síðastliðinn en vegna efnahagsaðstæðna er lagt til að hækkun á launum kjörinna fulltrúa verði minni en samþykktir borgarstjórnar gera ráð fyrir. Að jafnaði hækka laun kjörinna aðalfulltrúa í borgarstjórn á bilinu 24.091 kr. til 42.160 kr. þegar álagsgreiðslur hafa verið teknar með. Starfskostnaður hækkar um 1.740 kr. og verður 71.334 kr. Samanlögð kostnaðaráhrif á árinu 2023 eru áætluð sjö milljónir króna miðað við tímabilið júlí til desember í stað 22,1 milljón ef tekið væri mið af þróun launavísitölu,“ segir í tilkynningu. Og ennfremur: „Þess má geta að borgarstjórn þáði ekki hækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs nr. 2016.3.001 og samþykkti í framhaldinu breytingar þess eðlis að tekin var upp tenging við launavísitölu til þess að endurspegla betur almenna launaþróun.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Efnahagsmál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira