Reyna aftur að stöðva samruna Microsoft og Activision Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 11:59 Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmörg leikjafyrirtæki en ekkert af sambærilegri stærðargráðu. EPA/CAROLINE BREHMAN Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna áfrýjaði í gær úrskurði dómara um að Microsoft mætti kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Samruninn yrði sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins. Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum fyrr í vikunni að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að sjaldgæft sé að FTC áfrýi úrskurðum sem þessum. Í frétt The Verge segir að FTC þurfi að leita til áfrýjunardómstóls til að reyna að framlengja lögbanni gegn samruna fyrirtækjanna sem rennur annars út annað kvöld. Óljóst sé hvort það sé yfir höfuð hægt og því gæti samruninn mögulega gengið í gegn eftir helgi. Lulu Cheng Meservey, einn af yfirmönnum Activision Blizzard, segir ekkert hafa breyst í málinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þau muni bera sigur úr býtum og að samruninn muni ganga í gegn. The facts haven t changed. We re confident the U.S. will remain among the 39 countries where the merger can close.We look forward to demonstrating the strength of our case in court - again.— Lulu Cheng Meservey (@lulumeservey) July 12, 2023 Brad Smith, frá Microsoft, sló á svipaða strengi og sagði vonsvikinn yfir ákvörðun FTC. Mál þeirra væri byggði á veikum grunni. Yesterday the Court ruled our acquisition of Activision Blizzard should proceed, and we oppose any further delay. Our statement on the FTC's decision to appeal: pic.twitter.com/EhdO4OHX9g— Brad Smith (@BradSmi) July 13, 2023 Bandaríkin Microsoft Leikjavísir Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tilkynnt var í fyrra að stjórnendur fyrirtækjanna hefðu komst að samkomulagi um kaupsamning upp á 69 milljarða dala. Það samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum fyrr í vikunni að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt að sjaldgæft sé að FTC áfrýi úrskurðum sem þessum. Í frétt The Verge segir að FTC þurfi að leita til áfrýjunardómstóls til að reyna að framlengja lögbanni gegn samruna fyrirtækjanna sem rennur annars út annað kvöld. Óljóst sé hvort það sé yfir höfuð hægt og því gæti samruninn mögulega gengið í gegn eftir helgi. Lulu Cheng Meservey, einn af yfirmönnum Activision Blizzard, segir ekkert hafa breyst í málinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þau muni bera sigur úr býtum og að samruninn muni ganga í gegn. The facts haven t changed. We re confident the U.S. will remain among the 39 countries where the merger can close.We look forward to demonstrating the strength of our case in court - again.— Lulu Cheng Meservey (@lulumeservey) July 12, 2023 Brad Smith, frá Microsoft, sló á svipaða strengi og sagði vonsvikinn yfir ákvörðun FTC. Mál þeirra væri byggði á veikum grunni. Yesterday the Court ruled our acquisition of Activision Blizzard should proceed, and we oppose any further delay. Our statement on the FTC's decision to appeal: pic.twitter.com/EhdO4OHX9g— Brad Smith (@BradSmi) July 13, 2023
Bandaríkin Microsoft Leikjavísir Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent